Vilja að lögmannafélagið skoði Almenna innheimtu Ari Brynjólfsson skrifar 21. maí 2019 06:00 Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. mynd/sigtryggur ari Neytendasamtökin hyggjast senda erindi á Lögmannafélag Íslands þar sem beðið er um að innheimtuaðgerðir Almennrar innheimtu verði skoðaðar. Almenn innheimta er í eigu lögmanns og lýtur því eftirliti lögmannafélagsins en ekki Fjármálaeftirlitsins. Almenn innheimta sér um innheimtu fyrir smálánafyrirtæki. Líkt og fram kom í umfjöllun Fréttablaðsins fyrr í vor eru fyrirtækin enn með fulla starfsemi í Danmörku þrátt fyrir að starfsemi þeirra sé bönnuð hér á landi. Hafa Neytendasamtökin hvatt þá sem skulda til að greiða aðeins höfuðstólinn en ekki vexti eða annan lántökukostnað þar sem þau gjöld eru ekki í samræmi við íslensk lög. „Sem dæmi erum við með konu sem tók 180.000 krónur í lán hjá smálánafyrirtæki. Það fór í innheimtu hjá Almennri innheimtu, hún hefur borgað 140 þúsund en skuldar enn tæpar 400 þúsund,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. „Konan hefur ítrekað beðið um sundurliðun á höfuðstólnum svo við getum séð hver lánsupphæðin var samkvæmt þeirra bókum enda eiga lántakar rétt á þessum upplýsingum.“ Neytendasamtökin, hafa staðið í miklu stappi við Almenna innheimtu. „Fólki virðist ómögulegt að fá yfirlit yfir skuldastöðuna þar sem raunverulegur höfuðstóll kemur fram,“ segir Brynhildur. Vísað sé á smálánafyrirtækin. Þeir sem svari í símann þar vísi á kröfuhafa en viðurkenni á sama tíma að þeir sem skuldi ættu að geta séð sundurliðun kröfunnar. „Þetta er grundvallaratriði því við höfum sagt fólki að greiða höfuðstólinn til baka en ekki vexti sem eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum. Þá lítum við það alvarlegum augum að fólki sé hótað með því að það sé sett á vanskilaskrá á sama tíma og innheimtuaðilinn virðist ekki sjálfur vita hver höfuðstóll kröfunnar er og svarar út og suður.“ Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Smálán Tengdar fréttir Komist upp með grímulaus lögbrot Í kjölfar þess að Alþingi setti lög á starfsemi smálánafyrirtækja árið 2013 lögðu fyrirtækin upp laupana hvert af öðru. Þau lifa þó enn góðu lífi og halda áfram að lána Íslendingum íslenskar krónur með mörg hundruð prósent vöxtum. 30. mars 2019 08:00 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Neytendasamtökin hyggjast senda erindi á Lögmannafélag Íslands þar sem beðið er um að innheimtuaðgerðir Almennrar innheimtu verði skoðaðar. Almenn innheimta er í eigu lögmanns og lýtur því eftirliti lögmannafélagsins en ekki Fjármálaeftirlitsins. Almenn innheimta sér um innheimtu fyrir smálánafyrirtæki. Líkt og fram kom í umfjöllun Fréttablaðsins fyrr í vor eru fyrirtækin enn með fulla starfsemi í Danmörku þrátt fyrir að starfsemi þeirra sé bönnuð hér á landi. Hafa Neytendasamtökin hvatt þá sem skulda til að greiða aðeins höfuðstólinn en ekki vexti eða annan lántökukostnað þar sem þau gjöld eru ekki í samræmi við íslensk lög. „Sem dæmi erum við með konu sem tók 180.000 krónur í lán hjá smálánafyrirtæki. Það fór í innheimtu hjá Almennri innheimtu, hún hefur borgað 140 þúsund en skuldar enn tæpar 400 þúsund,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. „Konan hefur ítrekað beðið um sundurliðun á höfuðstólnum svo við getum séð hver lánsupphæðin var samkvæmt þeirra bókum enda eiga lántakar rétt á þessum upplýsingum.“ Neytendasamtökin, hafa staðið í miklu stappi við Almenna innheimtu. „Fólki virðist ómögulegt að fá yfirlit yfir skuldastöðuna þar sem raunverulegur höfuðstóll kemur fram,“ segir Brynhildur. Vísað sé á smálánafyrirtækin. Þeir sem svari í símann þar vísi á kröfuhafa en viðurkenni á sama tíma að þeir sem skuldi ættu að geta séð sundurliðun kröfunnar. „Þetta er grundvallaratriði því við höfum sagt fólki að greiða höfuðstólinn til baka en ekki vexti sem eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum. Þá lítum við það alvarlegum augum að fólki sé hótað með því að það sé sett á vanskilaskrá á sama tíma og innheimtuaðilinn virðist ekki sjálfur vita hver höfuðstóll kröfunnar er og svarar út og suður.“
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Smálán Tengdar fréttir Komist upp með grímulaus lögbrot Í kjölfar þess að Alþingi setti lög á starfsemi smálánafyrirtækja árið 2013 lögðu fyrirtækin upp laupana hvert af öðru. Þau lifa þó enn góðu lífi og halda áfram að lána Íslendingum íslenskar krónur með mörg hundruð prósent vöxtum. 30. mars 2019 08:00 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Komist upp með grímulaus lögbrot Í kjölfar þess að Alþingi setti lög á starfsemi smálánafyrirtækja árið 2013 lögðu fyrirtækin upp laupana hvert af öðru. Þau lifa þó enn góðu lífi og halda áfram að lána Íslendingum íslenskar krónur með mörg hundruð prósent vöxtum. 30. mars 2019 08:00