Æpandi munur á tölfræði Valsliðsins á milli leikja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2019 15:30 Valsmenn breyttu algjörlega um leikstíl eftir tapið á móti Skagamönnum. Vísir/Daníel Fórnuðu Valsmenn fallega fótboltanum fyrir einfaldari og hnitmiðaðri leikstíl til að landa fyrsta sigri tímabilsins. Tölfræðin virðist sýna það svart á hvítu þegar við berum saman tvo síðustu leiki Hlíðarendaliðsins. Íslandsmeistarar Valsmanna unnu sinn fyrsta sigur á tímabilinu í fjórðu umferð Pepsi Max deildar karla þegar þeir unnu 1-0 útisigur á Fylki. Fimm dögum fyrr hafði Valsliðið tapað á heimavelli á móti ÍA. Það er ótrúlegur munur á leikstíl Valsliðsins í þessum tveimur leikjum. Vísir hefur borið saman tölur frá Instat í þessum tveimur leikjum. Valsliðið var 71,5 prósent með boltann í tapinu á móti Skagamönnum en aðeins 40,5 prósent með boltann í sigrinum á Fylki. Valsmenn voru þannig með boltann átján mínútum lengur í Skagaleiknum heldur en í leiknum í Árbænum. Þetta kristallast síðan í sendingum. Valsmenn reyndu 342 færri sendingar í leiknum við Fylki, fóru úr því að reyna 705 sendingar á móti ÍA í það að reyna aðeins 363 sendingar á móti Fylki. Valsliðið átti langflestar heppnaðar sendingar í deildinni í 3. umferð en voru í 9. sæti yfir heppnaðar sendingar í 4. umferðinni. Þeir fóru úr því að senda 624 sinnum á liðsfélaga í það að ná aðeins 282 sendingum á réttan mann. Valsliðið reyndi líka mun fleiri langar sendingar, áttu fleiri skyndisóknir og Valsmenn voru oftar dæmdir rangstæðir. Það vakti hins vegar líka athygli að Valsliðið reyndi nánast jafnmargar sendingar inn í teig í þessum tveimur leikjum eða 32 á móti Fylki, 31 á móti ÍA. Fyrirgjöfunum fækkaði aftur á móti úr 12 á móti ÍA í 7 í leiknum á móti Fylki. Næsti leikur Valsmanna er á móti FH í Kaplakrika í kvöld og er hann sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 19.15.Munur á leikstíl Vals í 3. og 4. umferð Pepsi Max deildar karla:(Tölfræði frá Instat)Hlutfall leiktímans með boltann Í tapinu á móti ÍA: 71,5% Í sigrinum á Fylki: 40,5%Tími með boltann Í tapinu á móti ÍA: 38 mínútur og 43 sekúndur Í sigrinum á Fylki: 20 mínútur og 30 sekúndurSkyndisóknir Í tapinu á móti ÍA: 6 Í sigrinum á Fylki: 11Reyndar sendingar Í tapinu á móti ÍA: 705 Í sigrinum á Fylki: 363Heppnaðar sendingar Í tapinu á móti ÍA: 624 (89%) Í sigrinum á Fylki: 282 (78%)Langar sendingar Í tapinu á móti ÍA: 28 (64% heppnaðar) Í sigrinum á Fylki: 44 (55% heppnapar)Lykilsendingar Í tapinu á móti ÍA: 5 Í sigrinum á Fylki: 12Sköpuð marktækifæri Í tapinu á móti ÍA: 2 Í sigrinum á Fylki: 4Rangstöður Í tapinu á móti ÍA: 1 Í sigrinum á Fylki: 4Brot Í tapinu á móti ÍA: 13 Í sigrinum á Fylki: 9Skot reynd Í tapinu á móti ÍA: 13 Í sigrinum á Fylki: 9Skot á mark Í tapinu á móti ÍA: 3 Í sigrinum á Fylki: 5 Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Fleiri fréttir Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Sjá meira
Fórnuðu Valsmenn fallega fótboltanum fyrir einfaldari og hnitmiðaðri leikstíl til að landa fyrsta sigri tímabilsins. Tölfræðin virðist sýna það svart á hvítu þegar við berum saman tvo síðustu leiki Hlíðarendaliðsins. Íslandsmeistarar Valsmanna unnu sinn fyrsta sigur á tímabilinu í fjórðu umferð Pepsi Max deildar karla þegar þeir unnu 1-0 útisigur á Fylki. Fimm dögum fyrr hafði Valsliðið tapað á heimavelli á móti ÍA. Það er ótrúlegur munur á leikstíl Valsliðsins í þessum tveimur leikjum. Vísir hefur borið saman tölur frá Instat í þessum tveimur leikjum. Valsliðið var 71,5 prósent með boltann í tapinu á móti Skagamönnum en aðeins 40,5 prósent með boltann í sigrinum á Fylki. Valsmenn voru þannig með boltann átján mínútum lengur í Skagaleiknum heldur en í leiknum í Árbænum. Þetta kristallast síðan í sendingum. Valsmenn reyndu 342 færri sendingar í leiknum við Fylki, fóru úr því að reyna 705 sendingar á móti ÍA í það að reyna aðeins 363 sendingar á móti Fylki. Valsliðið átti langflestar heppnaðar sendingar í deildinni í 3. umferð en voru í 9. sæti yfir heppnaðar sendingar í 4. umferðinni. Þeir fóru úr því að senda 624 sinnum á liðsfélaga í það að ná aðeins 282 sendingum á réttan mann. Valsliðið reyndi líka mun fleiri langar sendingar, áttu fleiri skyndisóknir og Valsmenn voru oftar dæmdir rangstæðir. Það vakti hins vegar líka athygli að Valsliðið reyndi nánast jafnmargar sendingar inn í teig í þessum tveimur leikjum eða 32 á móti Fylki, 31 á móti ÍA. Fyrirgjöfunum fækkaði aftur á móti úr 12 á móti ÍA í 7 í leiknum á móti Fylki. Næsti leikur Valsmanna er á móti FH í Kaplakrika í kvöld og er hann sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 19.15.Munur á leikstíl Vals í 3. og 4. umferð Pepsi Max deildar karla:(Tölfræði frá Instat)Hlutfall leiktímans með boltann Í tapinu á móti ÍA: 71,5% Í sigrinum á Fylki: 40,5%Tími með boltann Í tapinu á móti ÍA: 38 mínútur og 43 sekúndur Í sigrinum á Fylki: 20 mínútur og 30 sekúndurSkyndisóknir Í tapinu á móti ÍA: 6 Í sigrinum á Fylki: 11Reyndar sendingar Í tapinu á móti ÍA: 705 Í sigrinum á Fylki: 363Heppnaðar sendingar Í tapinu á móti ÍA: 624 (89%) Í sigrinum á Fylki: 282 (78%)Langar sendingar Í tapinu á móti ÍA: 28 (64% heppnaðar) Í sigrinum á Fylki: 44 (55% heppnapar)Lykilsendingar Í tapinu á móti ÍA: 5 Í sigrinum á Fylki: 12Sköpuð marktækifæri Í tapinu á móti ÍA: 2 Í sigrinum á Fylki: 4Rangstöður Í tapinu á móti ÍA: 1 Í sigrinum á Fylki: 4Brot Í tapinu á móti ÍA: 13 Í sigrinum á Fylki: 9Skot reynd Í tapinu á móti ÍA: 13 Í sigrinum á Fylki: 9Skot á mark Í tapinu á móti ÍA: 3 Í sigrinum á Fylki: 5
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Fleiri fréttir Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Sjá meira