Skipaferðum um norðurskautið fjölgar mjög mikið Heimir Már Pétursson skrifar 2. júní 2019 14:00 Skipaferðum um Norðurskautið hefur fjölgað mikið á undanförnum árum og á eftir að fjölga mun meira. Mestu munar um auknar siglingar Rússa vegna útflutnings þeirra á olíu og gasi. Eitt af þeim málum sem rædd voru á ráðstefnu Hringborðs norðurslóða, Arctic Circle, í Shanghai fyrr í þessum mánuði voru skipaferðir og vaxandi möguleiki áþeim með gliðnun hafísins á norðurslóðum. Finnska fyrirtækið Aker Arctic sérhæfir sig í hönnun skipa og lausna fyrir alls konar skip sem sigla um norðurhöf, allt frá flutningaskipum og ísbrjótum til skemmtiferðaskipa. Reko-Antti Suojanen forstjóri fyrirtækisins segir iðnað í norðurhluta Rússlands ráða mestu um aukna skipaumferð á norðurslóðum. „Síðustu ár hafa verið mikil aukning siglinga í gegnum norðurslóðir, að mestu í tengslum við flutning Rússa á olíu, gasi og öðrum jarðefnum“ sagði Suojanen. Mikil þróun hefur átt sér stað á Yamal skaga í norður Rússlandi í vinnslu á gasi og málmum sem flutt sé þaðan bæði til Evrópu og Asíu. „Mikill fjöldi skipa hefur látlaust siglt um norðurslóðir, bæði til Evrópu og Asíu til þess að flytja orku og annan varning,“segir Suojanen Skipaflutningar um norðursiglingarleiðina hafa aukist mikið á undanförnum árum. „Ef litið er á norðursiglingarleiðina hefur umferð aukist mjög, nú eru tæplega 20 milljón tonna flutt eftir leiðinni árlega, sem er nánast tvöfalt á við síðustu ár,“ segir forstjórinn. Á allra næstu árum muni þetta magn þrefaldast. Mesta aukningin í skipaferðum er vegna olíu- og málmvinnslu en það færist einnig í aukana að skemmtiferðaskip sigli á norðurslóðir. En stangast ekki á að á sama tíma og reynt er að koma í veg fyrir bráðnun íssins á norðurslóðum sé því fagnað að vegna bráðnunar hans er auðveldara að sigla um norðurslóðir? „Það stangast að sjálfsögðu á en ég veit ekki um neinn sem fagnar því að siglingar í gegnum norðurheimskaut séu mögulegar. Allir vilja að sjálfsögðu að áhrif hnatthlýnunar verði minnkuð og hægt verði að koma í veg fyrir hlýnun jarðar og bráðnun heimskautaíss. Það er mjög mikilvægt.“ sagði Reko-Antti Suojanen. Hins vegar beri öll samanlögð skipaumferð aðeins ábyrgð á um 2,5 prósentum af árlegri losun CO2 í heiminum. Norðurslóðir Umhverfismál Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Skipaferðum um Norðurskautið hefur fjölgað mikið á undanförnum árum og á eftir að fjölga mun meira. Mestu munar um auknar siglingar Rússa vegna útflutnings þeirra á olíu og gasi. Eitt af þeim málum sem rædd voru á ráðstefnu Hringborðs norðurslóða, Arctic Circle, í Shanghai fyrr í þessum mánuði voru skipaferðir og vaxandi möguleiki áþeim með gliðnun hafísins á norðurslóðum. Finnska fyrirtækið Aker Arctic sérhæfir sig í hönnun skipa og lausna fyrir alls konar skip sem sigla um norðurhöf, allt frá flutningaskipum og ísbrjótum til skemmtiferðaskipa. Reko-Antti Suojanen forstjóri fyrirtækisins segir iðnað í norðurhluta Rússlands ráða mestu um aukna skipaumferð á norðurslóðum. „Síðustu ár hafa verið mikil aukning siglinga í gegnum norðurslóðir, að mestu í tengslum við flutning Rússa á olíu, gasi og öðrum jarðefnum“ sagði Suojanen. Mikil þróun hefur átt sér stað á Yamal skaga í norður Rússlandi í vinnslu á gasi og málmum sem flutt sé þaðan bæði til Evrópu og Asíu. „Mikill fjöldi skipa hefur látlaust siglt um norðurslóðir, bæði til Evrópu og Asíu til þess að flytja orku og annan varning,“segir Suojanen Skipaflutningar um norðursiglingarleiðina hafa aukist mikið á undanförnum árum. „Ef litið er á norðursiglingarleiðina hefur umferð aukist mjög, nú eru tæplega 20 milljón tonna flutt eftir leiðinni árlega, sem er nánast tvöfalt á við síðustu ár,“ segir forstjórinn. Á allra næstu árum muni þetta magn þrefaldast. Mesta aukningin í skipaferðum er vegna olíu- og málmvinnslu en það færist einnig í aukana að skemmtiferðaskip sigli á norðurslóðir. En stangast ekki á að á sama tíma og reynt er að koma í veg fyrir bráðnun íssins á norðurslóðum sé því fagnað að vegna bráðnunar hans er auðveldara að sigla um norðurslóðir? „Það stangast að sjálfsögðu á en ég veit ekki um neinn sem fagnar því að siglingar í gegnum norðurheimskaut séu mögulegar. Allir vilja að sjálfsögðu að áhrif hnatthlýnunar verði minnkuð og hægt verði að koma í veg fyrir hlýnun jarðar og bráðnun heimskautaíss. Það er mjög mikilvægt.“ sagði Reko-Antti Suojanen. Hins vegar beri öll samanlögð skipaumferð aðeins ábyrgð á um 2,5 prósentum af árlegri losun CO2 í heiminum.
Norðurslóðir Umhverfismál Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira