Ágúst Ólafur segir fjármálaáætlun byggða á óraunsærri bjartsýnisspá Andri Eysteinsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 9. júní 2019 12:45 Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. VÍSIR/VILHELM Það er ábyrgðarhluti að byggja fjármálaáætlun á bjartsýnustu spánni, segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd sem hefur farið mikinn í gagnrýni sinni á Fjármálaáætlun sem kynnt var á dögunum. „Þessi fjármálaáætlun er byggð á mjög bjartsýnum forsendum, það er mikið áhyggjuefni. Við sjáum að þjóðhagsspá, gerir ráð fyrir því að gengi krónunnar haldist óbreytt næstu fimm árin. Í hvaða heimi er það að fara að gerast? Aldrei. Verðbólgan á ekki að aukast mikið, atvinnuleysi á örlítið að aukast. Hagvöxturinn á að taka tiltölulega fljótt við sér. Við erum að fara að upplifa meiri niðursveiflu en áætlunin byggir á. Hún er fullkomlega óraunsæ og óskhyggja,“ sagði Ágúst Ólafur sem var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag ásamt formanni fjárlaganefndar, Willum Þór Þórssyni.Ágúst hafði gagnrýnt þær breytingar á fjármálaáætlun sem fyrst var lögð fram fyrir tveimur mánuðum síðan og þá einna helst þær lækkanir til málefnaflokka sem koma fram milli áætlana. Formaður fjárlaganefndar, Willum Þór Þórsson, sagði þó málflutning Ágústs Ólafs vera bæði raka- og ábyrgðarlausan.Willum sagði Ágúst með orðum sínum gera lítið úr spá hagstofunnar. „Ágúst Ólafur er bara að lýsa yfir hér að spá Hagstofunnar sé óraunsæ og gerir bara lítið úr henni. Það er sú spá sem við byggjum á og það er óþarfi að skjóta sendiboðann,“ sagði Willum. Willum sem gegnt hefur stöðu formanns Fjárlaganefndar frá 2017 sagði að ríkisstjórnin herti nú róðurinn í öllum málaflokkum. „Ég tek undir athugasemdir fjármálaráðs um að við höfum verið að binda okkur við stefnu og því má lítið út af bregða. Við erum að reka okkur á það í niðursveiflu, það er ekkert mál í uppsveiflu, þá er hægt að auka útgjöld hingað og þangað en núna reynir á. Við herðum enn róðurinn í umbótaverkefnum í endurmati útgjalda á öllum málefnasviðum í öllum málefnaflokkum og þar mun reyna á ríkisstjórn og ráðherra yfir sínum málefnasviðum,“ sagði Willum og bætti við. „Það er mjög mikilvægt að fjárlaganefnd og þingið fylgi því fast á eftir því við verðum að fara vel með peningana sem okkur er falin ábyrgð á,“ sagði Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar. Alþingi Efnahagsmál Sprengisandur Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
Það er ábyrgðarhluti að byggja fjármálaáætlun á bjartsýnustu spánni, segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd sem hefur farið mikinn í gagnrýni sinni á Fjármálaáætlun sem kynnt var á dögunum. „Þessi fjármálaáætlun er byggð á mjög bjartsýnum forsendum, það er mikið áhyggjuefni. Við sjáum að þjóðhagsspá, gerir ráð fyrir því að gengi krónunnar haldist óbreytt næstu fimm árin. Í hvaða heimi er það að fara að gerast? Aldrei. Verðbólgan á ekki að aukast mikið, atvinnuleysi á örlítið að aukast. Hagvöxturinn á að taka tiltölulega fljótt við sér. Við erum að fara að upplifa meiri niðursveiflu en áætlunin byggir á. Hún er fullkomlega óraunsæ og óskhyggja,“ sagði Ágúst Ólafur sem var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag ásamt formanni fjárlaganefndar, Willum Þór Þórssyni.Ágúst hafði gagnrýnt þær breytingar á fjármálaáætlun sem fyrst var lögð fram fyrir tveimur mánuðum síðan og þá einna helst þær lækkanir til málefnaflokka sem koma fram milli áætlana. Formaður fjárlaganefndar, Willum Þór Þórsson, sagði þó málflutning Ágústs Ólafs vera bæði raka- og ábyrgðarlausan.Willum sagði Ágúst með orðum sínum gera lítið úr spá hagstofunnar. „Ágúst Ólafur er bara að lýsa yfir hér að spá Hagstofunnar sé óraunsæ og gerir bara lítið úr henni. Það er sú spá sem við byggjum á og það er óþarfi að skjóta sendiboðann,“ sagði Willum. Willum sem gegnt hefur stöðu formanns Fjárlaganefndar frá 2017 sagði að ríkisstjórnin herti nú róðurinn í öllum málaflokkum. „Ég tek undir athugasemdir fjármálaráðs um að við höfum verið að binda okkur við stefnu og því má lítið út af bregða. Við erum að reka okkur á það í niðursveiflu, það er ekkert mál í uppsveiflu, þá er hægt að auka útgjöld hingað og þangað en núna reynir á. Við herðum enn róðurinn í umbótaverkefnum í endurmati útgjalda á öllum málefnasviðum í öllum málefnaflokkum og þar mun reyna á ríkisstjórn og ráðherra yfir sínum málefnasviðum,“ sagði Willum og bætti við. „Það er mjög mikilvægt að fjárlaganefnd og þingið fylgi því fast á eftir því við verðum að fara vel með peningana sem okkur er falin ábyrgð á,“ sagði Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar.
Alþingi Efnahagsmál Sprengisandur Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira