Nýir lögreglubílar hafa staðið óhreyfðir vikum saman hjá innflutningsaðila Jóhann K. Jóhannsson skrifar 6. júní 2019 18:30 Dæmi eru um að ríkislögreglustjóra hafi verið synjað um fyrirgreiðslu hjá þjónustufyrirtækjum vegna vanskila. Nýir lögreglubílar stóðu vikum saman ónotaðir hjá innflytjanda þar sem greiðsla vegna þeirra tafðist. Fjármálastjóri embættisins segir bókhaldið í lagi. Óánægja er á meðal lögreglustjóra á landinu með rekstur bílamiðstöðvar ríkislögreglustjóra sem sér um og leigir út öll lögreglutæki til embættanna. Kostnaður fyrir leigu hefur þótt hár og hafa sum hver embættin brugðið á það ráð að takmarka akstur bílanna til þess að halda niðri kostnaði, en það kemur niður á sýnilegri löggæslu. Lögreglufélag Norðurlands vestra sendi frá sér ályktun í gær þar sem meðal annars er lýst yfir fullum stuðningi þess efnis að lögreglustjórar sjái sjálfir um rekstur lögreglubifreiða og að bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verði lögð niður.Jónas Ingi Pétursson, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Embætti ríkislögreglustjóraVísir/Jóhann KAlmennir bílaleigubílar merktir lögreglueinkennum og notaðir til löggæslu „Eins og kunnugt er að þá er ágreiningur um rekstur bílamiðstöðvarinnar en dómamálaráðuneytið tók ákvörðun fyrir 20 árum að fela fagaðila innkaup og miðlægan rekstur lögreglubifreiða í landinu. Telji ráðuneytið að það sé hagkvæmara að gera þetta með öðrum hætti þá hlýtur það að leggja til einhverjar breytingar á þessum málum,“ segir Jónas Ingi Pétursson, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Embætti ríkislögreglustjóra. Til að lækka rekstrarkostnað hafa að minnsta kosti tvö embætti þegar tekið í notkun bíla frá almennum bílaleigum til löggæslustarfa. Vegna þeirrar stöðu sendi Ríkislögreglustjóri frá sér fréttatilkynningu í morgun þar sem farið er fram á að Ríkisendurskoðun geri stjórnsýsluendurskoðun á rekstri bílamiðstöðvarinnar og lögmæti þess almennir bílaleigubílar séu notaði til löggæslustarfa. Fréttastofan óskaði eftir viðbrögðum frá dómsmálaráðuneytinu sem hyggst ekki tjá sig um málið. Fréttastofan hefur upplýsingar um lögreglustjórar og ríkislögreglustjóri muni funda um málið á morgun.Dæmi eru um að lögreglumenn hafi ekki getað tekið eldsneyti á lögreglutæki vegna vanskila eða fjárheimildir séu fullnýttarVísir/Jóhann KFréttastofan hefur fengið ábendingar um að fleira sé að í rekstri Ríkislögreglustjóra og það er að þjónustufyrirtæki hafi ekki veitt embættinu fyrirgreiðslu vegna vanskila. Dæmi eru um að lögreglumenn hafi ekki getað tekið eldsneyti á lögreglubíla, lokað hafi verið á fjarskiptafyrirtæki og verslanir ekki selt vörur eða veitt þjónustu. Þá hefur fréttastofan einnig upplýsingar um að afhending nýrra lögreglutækja hafi frestast um nokkrar vikur, þar sem tækin hafa ekki fengist greidd og því staðið, óhreyfð, vikum saman hjá umboðsaðila. „Það getur komið fyrir í þessum rekstri okkar að í einstökum tilfellum hafi menn fullnýtt úttektarheimildir, annað hvort á tæki eða þess háttar. Við höfum náð að bregðast við því eftir því sem þau hafa komið upp,“ segir Jónas. Jónasi er ekki kunnugt um að Ríkisendurskoðun sé með rekstur og fjármál embættisins til athugunar en segir eðlilegt að stofnunin annist fjárhagsendurskoðun Ríkislögreglustjóra.Er óráðsía í fjármálum ríkislögreglustjóra? „Nei,“ segir Jónas.Allt í góðum málum? „Allt!,“ segir Jónas. Lögreglan Tengdar fréttir Vilja að Landssamband lögreglumanna „standi í lappirnar“ gagnvart ríkislögreglustjóra Lögreglufélag Norðurlands vestra vill að breytingar verði gerðar á bílamálum lögreglu þannig að lögreglustjórar embættanna sjái sjálfir um rekstur bifreiða lögreglu og að bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verði lögð niður. 5. júní 2019 20:46 Lögreglan vill skoða að nota bílaleigubíla til neyðaraksturs Ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir stjórnsýsluendurskoðun á bifreiðamálum af hálfu ríkisendurskoðanda. 6. júní 2019 07:36 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Dæmi eru um að ríkislögreglustjóra hafi verið synjað um fyrirgreiðslu hjá þjónustufyrirtækjum vegna vanskila. Nýir lögreglubílar stóðu vikum saman ónotaðir hjá innflytjanda þar sem greiðsla vegna þeirra tafðist. Fjármálastjóri embættisins segir bókhaldið í lagi. Óánægja er á meðal lögreglustjóra á landinu með rekstur bílamiðstöðvar ríkislögreglustjóra sem sér um og leigir út öll lögreglutæki til embættanna. Kostnaður fyrir leigu hefur þótt hár og hafa sum hver embættin brugðið á það ráð að takmarka akstur bílanna til þess að halda niðri kostnaði, en það kemur niður á sýnilegri löggæslu. Lögreglufélag Norðurlands vestra sendi frá sér ályktun í gær þar sem meðal annars er lýst yfir fullum stuðningi þess efnis að lögreglustjórar sjái sjálfir um rekstur lögreglubifreiða og að bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verði lögð niður.Jónas Ingi Pétursson, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Embætti ríkislögreglustjóraVísir/Jóhann KAlmennir bílaleigubílar merktir lögreglueinkennum og notaðir til löggæslu „Eins og kunnugt er að þá er ágreiningur um rekstur bílamiðstöðvarinnar en dómamálaráðuneytið tók ákvörðun fyrir 20 árum að fela fagaðila innkaup og miðlægan rekstur lögreglubifreiða í landinu. Telji ráðuneytið að það sé hagkvæmara að gera þetta með öðrum hætti þá hlýtur það að leggja til einhverjar breytingar á þessum málum,“ segir Jónas Ingi Pétursson, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Embætti ríkislögreglustjóra. Til að lækka rekstrarkostnað hafa að minnsta kosti tvö embætti þegar tekið í notkun bíla frá almennum bílaleigum til löggæslustarfa. Vegna þeirrar stöðu sendi Ríkislögreglustjóri frá sér fréttatilkynningu í morgun þar sem farið er fram á að Ríkisendurskoðun geri stjórnsýsluendurskoðun á rekstri bílamiðstöðvarinnar og lögmæti þess almennir bílaleigubílar séu notaði til löggæslustarfa. Fréttastofan óskaði eftir viðbrögðum frá dómsmálaráðuneytinu sem hyggst ekki tjá sig um málið. Fréttastofan hefur upplýsingar um lögreglustjórar og ríkislögreglustjóri muni funda um málið á morgun.Dæmi eru um að lögreglumenn hafi ekki getað tekið eldsneyti á lögreglutæki vegna vanskila eða fjárheimildir séu fullnýttarVísir/Jóhann KFréttastofan hefur fengið ábendingar um að fleira sé að í rekstri Ríkislögreglustjóra og það er að þjónustufyrirtæki hafi ekki veitt embættinu fyrirgreiðslu vegna vanskila. Dæmi eru um að lögreglumenn hafi ekki getað tekið eldsneyti á lögreglubíla, lokað hafi verið á fjarskiptafyrirtæki og verslanir ekki selt vörur eða veitt þjónustu. Þá hefur fréttastofan einnig upplýsingar um að afhending nýrra lögreglutækja hafi frestast um nokkrar vikur, þar sem tækin hafa ekki fengist greidd og því staðið, óhreyfð, vikum saman hjá umboðsaðila. „Það getur komið fyrir í þessum rekstri okkar að í einstökum tilfellum hafi menn fullnýtt úttektarheimildir, annað hvort á tæki eða þess háttar. Við höfum náð að bregðast við því eftir því sem þau hafa komið upp,“ segir Jónas. Jónasi er ekki kunnugt um að Ríkisendurskoðun sé með rekstur og fjármál embættisins til athugunar en segir eðlilegt að stofnunin annist fjárhagsendurskoðun Ríkislögreglustjóra.Er óráðsía í fjármálum ríkislögreglustjóra? „Nei,“ segir Jónas.Allt í góðum málum? „Allt!,“ segir Jónas.
Lögreglan Tengdar fréttir Vilja að Landssamband lögreglumanna „standi í lappirnar“ gagnvart ríkislögreglustjóra Lögreglufélag Norðurlands vestra vill að breytingar verði gerðar á bílamálum lögreglu þannig að lögreglustjórar embættanna sjái sjálfir um rekstur bifreiða lögreglu og að bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verði lögð niður. 5. júní 2019 20:46 Lögreglan vill skoða að nota bílaleigubíla til neyðaraksturs Ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir stjórnsýsluendurskoðun á bifreiðamálum af hálfu ríkisendurskoðanda. 6. júní 2019 07:36 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Vilja að Landssamband lögreglumanna „standi í lappirnar“ gagnvart ríkislögreglustjóra Lögreglufélag Norðurlands vestra vill að breytingar verði gerðar á bílamálum lögreglu þannig að lögreglustjórar embættanna sjái sjálfir um rekstur bifreiða lögreglu og að bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verði lögð niður. 5. júní 2019 20:46
Lögreglan vill skoða að nota bílaleigubíla til neyðaraksturs Ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir stjórnsýsluendurskoðun á bifreiðamálum af hálfu ríkisendurskoðanda. 6. júní 2019 07:36