Haldið sofandi í öndunarvél eftir alvarlegt umferðarslys í Langadal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. júní 2019 10:13 Mæðgurnar Jóna og Ugla á ferðalagi í Afríku. Jóna Elísabet Ottesen, 36 ára framleiðandi og skipuleggjandi, hlaut mænuskaða í umferðarslysi á leið sinni suður til Reykjavíkur að norðan um helgina. Jóna var með fimm ára dóttur sína í bíl og komin í Langadal nærri Húnaveri þegar slysið átti sér stað en töluverð umferð var á veginum. Ása Ottesen, systir Jónu, hefur ásamt vinkvennahópi sínum hrundið af stað söfnun fyrir Jónu enda ljóst að langt bataferli sé framundan. Þótt mænuskaði geti verið óútreiknanlegur sé klárt að hún hafi hlotið alvarlega áverka. „Söfnunin snýr að Jónu og hennar möguleikum í framtíðinni. Viljum gera allt til að styrkja hana. Þetta kostar allt rosalega mikið,“ segir Ása.Mæðgurnar á góðri stundu.Man eftir öllu Jóna liggur á gjörgæslu þar sem hún fái bestu mögulegu aðhlynningu sem hægt sé að fá. Hún sé með mjög alvarlega áverka á hálsi en alveg skýr í kollinum. „Man eftir öllu og talar við okkur inn á milli,“ segir Ása. Fjölskylda og vinir hafi vaktaskipti hjá henni á gjörgæslunni. „Í gær var tekin ákvörðun um að setja hana í öndunarvél og halda henni sofandi, á meðan bólgur hjaðna,“ segir Ása. Dóttir Jónu sem er fimm ára hafi sloppið með minniháttar skrámur sem sé kraftaverki líkast, að sögn Ásu.Fögnuðu fertugsafmæli saman Jóna var á leiðinni suður eftir að hafa farið að sækja dóttur sína í sauðburð til ömmu sinnar og afa auk þess sem eiginmaður Jónu er í vinnu við kvikmyndaverkefni fyrir norðan. Hann fagnaði fertugsafmæli um helgina svo Jóna fór norður til að fagna. „Við erum öll miður okkar,“ segir Ása og ljóst að rosalega mikil meðferð sé framundan. Margir vilja styrkja Jónu og til að bregðast við því hafa vinkonur systranna opnað styrktarreikning fyrir hana: 528-14-401998, kt. 701111-1410. „Allt sem fer inn á þann reikning fer beinustu leið í að styrkja Jónu og byggja hana upp á ný, þegar sá tími kemur,“ segir Ása. Húnavatnshreppur Samgönguslys Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Sjá meira
Jóna Elísabet Ottesen, 36 ára framleiðandi og skipuleggjandi, hlaut mænuskaða í umferðarslysi á leið sinni suður til Reykjavíkur að norðan um helgina. Jóna var með fimm ára dóttur sína í bíl og komin í Langadal nærri Húnaveri þegar slysið átti sér stað en töluverð umferð var á veginum. Ása Ottesen, systir Jónu, hefur ásamt vinkvennahópi sínum hrundið af stað söfnun fyrir Jónu enda ljóst að langt bataferli sé framundan. Þótt mænuskaði geti verið óútreiknanlegur sé klárt að hún hafi hlotið alvarlega áverka. „Söfnunin snýr að Jónu og hennar möguleikum í framtíðinni. Viljum gera allt til að styrkja hana. Þetta kostar allt rosalega mikið,“ segir Ása.Mæðgurnar á góðri stundu.Man eftir öllu Jóna liggur á gjörgæslu þar sem hún fái bestu mögulegu aðhlynningu sem hægt sé að fá. Hún sé með mjög alvarlega áverka á hálsi en alveg skýr í kollinum. „Man eftir öllu og talar við okkur inn á milli,“ segir Ása. Fjölskylda og vinir hafi vaktaskipti hjá henni á gjörgæslunni. „Í gær var tekin ákvörðun um að setja hana í öndunarvél og halda henni sofandi, á meðan bólgur hjaðna,“ segir Ása. Dóttir Jónu sem er fimm ára hafi sloppið með minniháttar skrámur sem sé kraftaverki líkast, að sögn Ásu.Fögnuðu fertugsafmæli saman Jóna var á leiðinni suður eftir að hafa farið að sækja dóttur sína í sauðburð til ömmu sinnar og afa auk þess sem eiginmaður Jónu er í vinnu við kvikmyndaverkefni fyrir norðan. Hann fagnaði fertugsafmæli um helgina svo Jóna fór norður til að fagna. „Við erum öll miður okkar,“ segir Ása og ljóst að rosalega mikil meðferð sé framundan. Margir vilja styrkja Jónu og til að bregðast við því hafa vinkonur systranna opnað styrktarreikning fyrir hana: 528-14-401998, kt. 701111-1410. „Allt sem fer inn á þann reikning fer beinustu leið í að styrkja Jónu og byggja hana upp á ný, þegar sá tími kemur,“ segir Ása.
Húnavatnshreppur Samgönguslys Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Sjá meira