Hvor hættir á undan, Buffon eða Gunnleifur? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júní 2019 15:45 Gunnleifur Gunnleifsson og Gianluigi Buffon. Samsett/Bára og Getty Gianluigi Buffon og Gunnleifur Gunnleifsson er markverðir í fremstu röð á sínu sviði og eiga báðir magnaðan feril að baki á milli stanganna. Þeir eiga það líka sameiginlegt að spila inn á fimmtugsaldurinn og neita hreinlega að láta háan aldur ýta sér út úr boltanum. Það er ekki það eina sem þessir öflugu markmenn eiga sameiginlegt. Nú er kannski orðin stóra spurningin hvor þeirra hætti á undan: Gianluigi Buffon eða Gunnleifur Gunnleifsson? Knattspyrnuáhugamenn fagna hverju tímabilinu sem þeir fá að sjá meira af þessum mögnuðu markvörðum en það verður vissulega athyglisvert að sjá hvor þeirra endist lengur. Gianluigi Buffon er fæddur í janúar 1978 og er því þremur árum yngri en Gunnleifur sem er fæddur í júlí 1975. Gianluigi Buffon lék stærstan hluta feril sinn með Juventus en spilaði síðasta tímabil með franska félaginu Paris Saint Germain. Buffon varð franskur meistari og hefur þar með unnið meistaratitil átta tímabili í röð, sjö ítalska titla með Juve og síðan einn franskan með PSG. Buffon fær ekki annan samning hjá PSG en umboðsmaður hans segir að markvörðurinn ætli ekki að setja skóna upp á hillu. Hann er ekkert hættur. Gunnleifur Gunnleifsson setti nýtt met í síðasta leik sínum með Breiðabliki þegar hann lék sinn 424 leik á Íslandsmótinu. Gunnleifur er að leika sitt 25. tímabil á Íslandi en hann lék fyrst með HK í b-deildinni árið 1995. Gunnleifur er áfram í hópi bestu markvarða Pepsi Max deildarinnar og er nú sá markvörður sem hefur fengið á sig fæst mörk í fyrstu sjö umferðunum. Gianluigi Buffon og Gunnleifur Gunnleifsson eiga það líka sameiginlegt að hafa sýnt tryggð við sín félög í erfiðleikum. Buffon fór niður í B-deildina með Juventus en hann hjálpaði liðinu að komast aftur upp vorið 2007 og verða síðan yfirburðarlið á Ítalíu. Gunnleifur spilaði með uppeldisfélaginu sínu HK í neðri deildunum frá 2002 til 2006. Hann hjálpaði HK að komast upp úr C-deildinni og upp í efstu deild í fyrsta sinn. Gunnleifur spilaði með HK frá 27 til 34 ára aldurs sem ættu að jafnaði að vera bestu ár fótboltamanns. Hann fór síðan yfir í FH og varð Íslandsmeistari með Hafnarfjarðarliðinu áður en hann skipti yfir í Breiðablik þar sem hann hefur spilað undanfarin sjö tímabil. Gunnleifur gefur ekkert eftir og lið hans er á toppi Pepsi Max deildarinnar eftir sjö umferðir. Hann gæti því endað tímabilið á að lyfta Íslandsbikarnum. Meistaradeild Evrópu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Sjá meira
Gianluigi Buffon og Gunnleifur Gunnleifsson er markverðir í fremstu röð á sínu sviði og eiga báðir magnaðan feril að baki á milli stanganna. Þeir eiga það líka sameiginlegt að spila inn á fimmtugsaldurinn og neita hreinlega að láta háan aldur ýta sér út úr boltanum. Það er ekki það eina sem þessir öflugu markmenn eiga sameiginlegt. Nú er kannski orðin stóra spurningin hvor þeirra hætti á undan: Gianluigi Buffon eða Gunnleifur Gunnleifsson? Knattspyrnuáhugamenn fagna hverju tímabilinu sem þeir fá að sjá meira af þessum mögnuðu markvörðum en það verður vissulega athyglisvert að sjá hvor þeirra endist lengur. Gianluigi Buffon er fæddur í janúar 1978 og er því þremur árum yngri en Gunnleifur sem er fæddur í júlí 1975. Gianluigi Buffon lék stærstan hluta feril sinn með Juventus en spilaði síðasta tímabil með franska félaginu Paris Saint Germain. Buffon varð franskur meistari og hefur þar með unnið meistaratitil átta tímabili í röð, sjö ítalska titla með Juve og síðan einn franskan með PSG. Buffon fær ekki annan samning hjá PSG en umboðsmaður hans segir að markvörðurinn ætli ekki að setja skóna upp á hillu. Hann er ekkert hættur. Gunnleifur Gunnleifsson setti nýtt met í síðasta leik sínum með Breiðabliki þegar hann lék sinn 424 leik á Íslandsmótinu. Gunnleifur er að leika sitt 25. tímabil á Íslandi en hann lék fyrst með HK í b-deildinni árið 1995. Gunnleifur er áfram í hópi bestu markvarða Pepsi Max deildarinnar og er nú sá markvörður sem hefur fengið á sig fæst mörk í fyrstu sjö umferðunum. Gianluigi Buffon og Gunnleifur Gunnleifsson eiga það líka sameiginlegt að hafa sýnt tryggð við sín félög í erfiðleikum. Buffon fór niður í B-deildina með Juventus en hann hjálpaði liðinu að komast aftur upp vorið 2007 og verða síðan yfirburðarlið á Ítalíu. Gunnleifur spilaði með uppeldisfélaginu sínu HK í neðri deildunum frá 2002 til 2006. Hann hjálpaði HK að komast upp úr C-deildinni og upp í efstu deild í fyrsta sinn. Gunnleifur spilaði með HK frá 27 til 34 ára aldurs sem ættu að jafnaði að vera bestu ár fótboltamanns. Hann fór síðan yfir í FH og varð Íslandsmeistari með Hafnarfjarðarliðinu áður en hann skipti yfir í Breiðablik þar sem hann hefur spilað undanfarin sjö tímabil. Gunnleifur gefur ekkert eftir og lið hans er á toppi Pepsi Max deildarinnar eftir sjö umferðir. Hann gæti því endað tímabilið á að lyfta Íslandsbikarnum.
Meistaradeild Evrópu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Sjá meira