Gucci sýnir auglýsingu íslenskrar stúlku áhuga Sylvía Hall skrifar 5. júní 2019 22:00 Auglýsingin sem Anna hannaði fyrir Gucci er litrík og falleg. Aðsend Anna S. Bergmann, 23 ára nemi við Istituto Marangoni, fékk þau skemmtilegu tíðindi nú á dögunum að tískurisinn Gucci hefði áhuga á að fá uppkast hennar að auglýsingu fyrir fyrirtækið sent. Fyrirtækið íhugar að nota hugmyndina í sinni markaðssetningu. „Seinasta önn hefur farið í það að búa til auglýsingaherferð fyrir Gucci Bloom en fyrir nokkrum vikum tilkynnti kennarinn mér það að Gucci vildi fá auglýsinguna mína senda og vilja þau mögulega nota hana í sinni markaðssetningu,“ skrifaði Anna í Instagram-færslu þar sem hún birti mynd af hönnun sinni. View this post on InstagramA post shared by Anna S Bergmann Helgadóttir (@annasbergmann) on Jun 5, 2019 at 5:26am PDT Námið sem Anna er í heitir Fashion Business, Communication and New Media en í náminu er einblínt á hvernig sé hægt að nýta nútíma tækni við markaðssetningu á vörum og merkjum. Þá er áhersla lögð á notkun samfélagsmiðla, almannatengsl, gerð tískukvikmynda og fleira. „Við lærum hvernig við búum til auglýsingaherferðir og hvernig við miðlum þeim til ákveðinna markhópa,“ segir Anna í samtali við Vísi. Hún segist alltaf hafa haft áhuga á tísku og verið með auga fyrir markaðssetningu og því lá þetta vel fyrir henni en Anna útskrifaðist úr Verzlunarskóla Íslands árið 2015. Hún ber Mílanó vel söguna og segist líða vel í borginni, það sé lítið stress sem henti henni vel. „Ég elska að búa í Milano, það eru margir sem átta sig ekki á því að þrátt fyrir að hún sé stórborg þá er hún samt sem áður tiltölulega lítil og róleg miðað við aðrar stórborgir.“ Fengi ekki sömu tækifæri á Íslandi Anna segir Ísland ekki bjóða upp á sömu tækifæri í tískuheiminum og mörg önnur lönd í Evrópu og það sé miður. Hún hafi því meiri möguleika erlendis. „Skólinn minn er í sambandi við öll stærstu ítölsku merkin og eru því tækifærin endalaus. Ísland er enn þá eftir á þegar kemur að tískuhúsum en það er aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér,“ segir Anna. View this post on InstagramA post shared by Anna S Bergmann Helgadóttir (@annasbergmann) on Apr 19, 2019 at 10:14am PDT Sjálf hyggst Anna nýta sumarið í að læra ítölsku betur en hún var að ljúka sínu öðru ári í náminu. Hún er þó hvergi nærri hætt og segir margt spennandi vera á döfinni. „Ég er með nokkur leyniverkefni sem ég hlakka til að opinbera.“ Aðspurð hvort hún hafi einhver ráð til þeirra sem gætu hugsað sér að fara sömu leið og hún segir hún: „Að fylgja hjartanu og vera ekki hrædd við að gera eitthvað öðruvísi. Búið til ykkar eigin leiðir og takið eins margar u-beygjur og þarft er,“ segir Anna að lokum. Ítalía Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Anna S. Bergmann, 23 ára nemi við Istituto Marangoni, fékk þau skemmtilegu tíðindi nú á dögunum að tískurisinn Gucci hefði áhuga á að fá uppkast hennar að auglýsingu fyrir fyrirtækið sent. Fyrirtækið íhugar að nota hugmyndina í sinni markaðssetningu. „Seinasta önn hefur farið í það að búa til auglýsingaherferð fyrir Gucci Bloom en fyrir nokkrum vikum tilkynnti kennarinn mér það að Gucci vildi fá auglýsinguna mína senda og vilja þau mögulega nota hana í sinni markaðssetningu,“ skrifaði Anna í Instagram-færslu þar sem hún birti mynd af hönnun sinni. View this post on InstagramA post shared by Anna S Bergmann Helgadóttir (@annasbergmann) on Jun 5, 2019 at 5:26am PDT Námið sem Anna er í heitir Fashion Business, Communication and New Media en í náminu er einblínt á hvernig sé hægt að nýta nútíma tækni við markaðssetningu á vörum og merkjum. Þá er áhersla lögð á notkun samfélagsmiðla, almannatengsl, gerð tískukvikmynda og fleira. „Við lærum hvernig við búum til auglýsingaherferðir og hvernig við miðlum þeim til ákveðinna markhópa,“ segir Anna í samtali við Vísi. Hún segist alltaf hafa haft áhuga á tísku og verið með auga fyrir markaðssetningu og því lá þetta vel fyrir henni en Anna útskrifaðist úr Verzlunarskóla Íslands árið 2015. Hún ber Mílanó vel söguna og segist líða vel í borginni, það sé lítið stress sem henti henni vel. „Ég elska að búa í Milano, það eru margir sem átta sig ekki á því að þrátt fyrir að hún sé stórborg þá er hún samt sem áður tiltölulega lítil og róleg miðað við aðrar stórborgir.“ Fengi ekki sömu tækifæri á Íslandi Anna segir Ísland ekki bjóða upp á sömu tækifæri í tískuheiminum og mörg önnur lönd í Evrópu og það sé miður. Hún hafi því meiri möguleika erlendis. „Skólinn minn er í sambandi við öll stærstu ítölsku merkin og eru því tækifærin endalaus. Ísland er enn þá eftir á þegar kemur að tískuhúsum en það er aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér,“ segir Anna. View this post on InstagramA post shared by Anna S Bergmann Helgadóttir (@annasbergmann) on Apr 19, 2019 at 10:14am PDT Sjálf hyggst Anna nýta sumarið í að læra ítölsku betur en hún var að ljúka sínu öðru ári í náminu. Hún er þó hvergi nærri hætt og segir margt spennandi vera á döfinni. „Ég er með nokkur leyniverkefni sem ég hlakka til að opinbera.“ Aðspurð hvort hún hafi einhver ráð til þeirra sem gætu hugsað sér að fara sömu leið og hún segir hún: „Að fylgja hjartanu og vera ekki hrædd við að gera eitthvað öðruvísi. Búið til ykkar eigin leiðir og takið eins margar u-beygjur og þarft er,“ segir Anna að lokum.
Ítalía Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira