Mohamed Salah og Divock Origi sáu til þess að Liverpool færi með sigur af hólmi í enskum úrslitaleik og stuðningsmenn Liverpool hafa ekki farið leynt með gleði sína.
Talið er að 750 þúsund manns hafi verið á götum Liverpool-borgar á sunnudaginn er liðið kom heim með bikarinn frá Madríd en íslenskir stuðningsmenn láta sitt ekki eftir liggja.
Ari Magnús Þorgeirsson, leikmaður Stjörnunnar í Olís-deild karla, vakti athygli á því á Twitter-síðu sinni í gær að stuðningsmannalag Liverpool væri komið á topp 50 lista Spotify á Íslandi.
Hvar annarsstaðar en á Íslandi að You’ll Never Walk Alone er á topp 50 listanum á spotify #samfélagið
Samt ánægjulegt að sjá að Gummi og Ingó séu nr. 31 á listanum pic.twitter.com/UD8g6yxmJF
— Ari Magg (@AriMagg19) June 3, 2019
Í 33. sæti má sjá You'll Never Walk Alone lagið sem stuðningsmenn Liverpool syngja fyrir hvern einasta leik en rafmögnuð stund var eftir leikinn í Madríd þar sem stuðningsmenn, leikmenn og þjálfarateymi sungu lagið saman.
Þegar þetta er skrifað er lagið dottið út af listanum en hann uppfærist á hverjum einasta degi. Það verður fróðlegt að sjá hvort lagið detti aftur inn á næsta tímabili.