Telja sennilegt að ökumaðurinn hefði bjargast hefði hann verið í bílbelti Birgir Olgeirsson skrifar 3. júní 2019 15:12 Loftmynd af slysavettvangi. Leið bifreiðarinnar er merkt með gulu. Rannsóknarnefnd samgönguslysa Ökumaður sem lést í umferðarslysi á Miklubraut við Skeiðarvog í nóvember 2017 var undir áhrifum áfengis og fíkniefna og ekki spenntur í öryggisbelti. Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur sennilegt að ökumaðurinn hefði lifað af hefði hann verið spenntur í öryggisbelti. Nefndin setur út á ásigkomulag bifreiðarinnar sem hann ók en nefndin telur ekki útilokað að ökumaðurinn hafi misst stjórn á bifreiðinni vegna þess að hjólabúnaður losnaði vegna ryðskemmda. Er það mat nefndarinnar að bifreiðin hafi verið í óökuhæfu ástandi sökum ryðskemmda. Mikið ryð var í undirvagni bifreiðarinnar og ummerki um að reynt hefði verið að fela ryðskemmdir með frauðplasti og plötum sem festar voru með kítti. Ryðvörn hafði svo verið úðað yfir, sennilega til að hylja ófullnægjandi viðgerð. Þá kom einnig fram að hjólabúnaður að aftanverðu var laus. Bendir nefndin á að bifreiðin í þessu slysi hafði ekki verið færð í endurskoðun og þau atriði, sem athugasemdir voru gerðar við þegar hún var færð til skoðunar tæpu hálfu ári fyrir slysið, höfðu ekki verið lagfærðar.Mynd sem rannsóknarnefndin tók af undirvagni bílsins.Vill nefndin að reglum um vanrækslugjald verði breytt því ef gjaldið er greitt en ökutækið ekki fært til skoðunar er ekki lagt á annað gjald innan sama árs. Um var að ræða Ford Transit sendibifreið sem ökumaðurinn missti stjórn á er hann ók austur Miklubraut vestan Skeiðarvogs um klukkan átta á laugardagsmorgni. Ásamt ökumanni var einn farþegi í bifreiðinni. Vitni greindu frá því að rétt fyrir slysið hefði Ford sendibifreiðinni verið ekið hraðar en öðrum bifreiðum á ferð austur Miklubraut. Skyndilega hafi hún byrjað að rása á milli akreina og farið upp á miðeyju á milli akreina í gagnstæðar áttir og rekist þar á vegrið. Þar kastaðist ökumaðurinn út úr bifreiðinni og á girðingu sem var á miðeyjunni á milli vegriða. Litlu mátti muna að hún hefði rekist utan í aðra bifreið.Frá vettvangi slyssins.Stöð 2Bifreiðin rann svo stjórnlaus eftir götunni og stöðvaðist á vegriði austan við gatnamótin um 120 metra frá þeim stað þar sem ökumaðurinn kastaðist út úr henni. Ökumaðurinn var ekki spenntur í öryggisbelti. Farþegi í sendibifreiðinni greindi frá að hann hafi verið að skrifa skilaboð í síma þegar honum varð litið upp og sá að ökumaðurinn var að keyra hratt milli tveggja bifreiða og stefndi á vegriðið. Samkvæmt eiganda ökutækisins hafði ökumaðurinn tekið bifreiðina án hans vitneskju. Ökumaðurinn hlaut banvæna fjöláverka og lést í slysinu. Vegagerðin tók ákvörðun um að fjarlægja teinagirðingar á höfuðborgarsvæðinu eftir slysið, sem settar höfðu verið upp til að hindra gangandi vegfarendur að ganga yfir götuna. Nefndin bendir á að girðingin hafi ekki verið hönnuð sem vegbúnaður og geti reynst hættuleg ef bifreið lendir á henni. Nefndin tekur fram að Vegagerðin hafi ekki lokið því verki að fjarlægja þessar teinagirðingar. Reykjavík Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Ökumaður sem lést í umferðarslysi á Miklubraut við Skeiðarvog í nóvember 2017 var undir áhrifum áfengis og fíkniefna og ekki spenntur í öryggisbelti. Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur sennilegt að ökumaðurinn hefði lifað af hefði hann verið spenntur í öryggisbelti. Nefndin setur út á ásigkomulag bifreiðarinnar sem hann ók en nefndin telur ekki útilokað að ökumaðurinn hafi misst stjórn á bifreiðinni vegna þess að hjólabúnaður losnaði vegna ryðskemmda. Er það mat nefndarinnar að bifreiðin hafi verið í óökuhæfu ástandi sökum ryðskemmda. Mikið ryð var í undirvagni bifreiðarinnar og ummerki um að reynt hefði verið að fela ryðskemmdir með frauðplasti og plötum sem festar voru með kítti. Ryðvörn hafði svo verið úðað yfir, sennilega til að hylja ófullnægjandi viðgerð. Þá kom einnig fram að hjólabúnaður að aftanverðu var laus. Bendir nefndin á að bifreiðin í þessu slysi hafði ekki verið færð í endurskoðun og þau atriði, sem athugasemdir voru gerðar við þegar hún var færð til skoðunar tæpu hálfu ári fyrir slysið, höfðu ekki verið lagfærðar.Mynd sem rannsóknarnefndin tók af undirvagni bílsins.Vill nefndin að reglum um vanrækslugjald verði breytt því ef gjaldið er greitt en ökutækið ekki fært til skoðunar er ekki lagt á annað gjald innan sama árs. Um var að ræða Ford Transit sendibifreið sem ökumaðurinn missti stjórn á er hann ók austur Miklubraut vestan Skeiðarvogs um klukkan átta á laugardagsmorgni. Ásamt ökumanni var einn farþegi í bifreiðinni. Vitni greindu frá því að rétt fyrir slysið hefði Ford sendibifreiðinni verið ekið hraðar en öðrum bifreiðum á ferð austur Miklubraut. Skyndilega hafi hún byrjað að rása á milli akreina og farið upp á miðeyju á milli akreina í gagnstæðar áttir og rekist þar á vegrið. Þar kastaðist ökumaðurinn út úr bifreiðinni og á girðingu sem var á miðeyjunni á milli vegriða. Litlu mátti muna að hún hefði rekist utan í aðra bifreið.Frá vettvangi slyssins.Stöð 2Bifreiðin rann svo stjórnlaus eftir götunni og stöðvaðist á vegriði austan við gatnamótin um 120 metra frá þeim stað þar sem ökumaðurinn kastaðist út úr henni. Ökumaðurinn var ekki spenntur í öryggisbelti. Farþegi í sendibifreiðinni greindi frá að hann hafi verið að skrifa skilaboð í síma þegar honum varð litið upp og sá að ökumaðurinn var að keyra hratt milli tveggja bifreiða og stefndi á vegriðið. Samkvæmt eiganda ökutækisins hafði ökumaðurinn tekið bifreiðina án hans vitneskju. Ökumaðurinn hlaut banvæna fjöláverka og lést í slysinu. Vegagerðin tók ákvörðun um að fjarlægja teinagirðingar á höfuðborgarsvæðinu eftir slysið, sem settar höfðu verið upp til að hindra gangandi vegfarendur að ganga yfir götuna. Nefndin bendir á að girðingin hafi ekki verið hönnuð sem vegbúnaður og geti reynst hættuleg ef bifreið lendir á henni. Nefndin tekur fram að Vegagerðin hafi ekki lokið því verki að fjarlægja þessar teinagirðingar.
Reykjavík Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir