Umfjöllun Þjóðmála um Kjarnann ekki fréttaskýring Kjartan Kjartansson skrifar 3. júní 2019 14:10 Kjarninn var gagnrýninn á ýmsar aðgerðir ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks eins og Leiðréttinguna þegar Sigurður Már (t.v.) var upplýsingafulltrúi hennar. Þórður Snær (t.h.) skrifaði meðal annars leiðara gegn Leiðréttingunni. Vísir Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands vísaði frá kæru ritstjóra vefmiðilsins Kjarnans á hendur fyrrverandi upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar og ritstjóra tímaritsins Þjóðmála vegna greinar um Kjarnann. Meirihluti nefndarinnar taldi að greinin væri ekki fréttefni eða skýring og bæri frekar keim af skoðanagrein. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, kærði þá Sigurð Má Jónsson, fyrrverandi upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, og Gísla Frey Valdórsson, ritstjóra Þjóðmála, vegna greinar sem sá fyrrnefndi skrifaði í Þjóðmál í apríl. Í grein sinni sakaði Sigurður Má Kjarnann um að hafa verið settur á fót af vinstrimönnum sem vildu veita ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks mótstöðu árið 2013. Sigurður Már var upplýsingafulltrúi þeirrar ríkisstjórnar. Í kærunni sakar Þórður Snær Sigurð Má meðal annars um að hafa „ekki sýnt vilja til að leiðrétta þær skýru staðreyndavillur og annars konar rangfærslur sem er að finna í fréttaskýringunni né beiðnum um að biðja fólk sem gerðar eru upp skoðanir og hvatir í fréttaskýringunni afsökunar“. Í úrskurði siðanefndar Blaðamannafélagsins sem var birtur í dag kemur fram að nefndin taldi grein Sigurðar Más falla utan verksviðs hennar þar sem hún gæti ekki talist fréttaefni eða fréttaskýring. Það gerði hún þrátt fyrir að Sigurður Má hafi sjálfur lýst greininni sem „fréttaskýringu“ í færslu á bloggsíðu sinni. „Telur siðanefnd umrædda umfjöllun fremur bera persónulegan keim með framsetningu höfundar á skoðunum sínum á miðlinum fremur en rökstudda greiningu eða fréttaskýringu,“ segir í úrskurðinum. Kæru Þórðar Snæs var því vísað frá. Einn nefndarmaður var ósammála meirihlutanum um að vísa kærunni frá. Friðrik Þór Guðmundsson taldi að virða bæri lýsingu Sigurðar Más á greininni sem „fréttaskýringu“ og því bæri að taka kæruna til efnislegrar meðferðar. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Sakar fyrrum upplýsingafulltrúa ríkisstjórnar um rangfærslur Sigurður Már Jónsson, fyrrverandi upplýsingafulltrúi ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, skrifaði grein þar sem gefið er í skyn að Kjarninn sé notaður til að kaupa áhrif fyrir borgaralega vinstristefnu. 26. apríl 2019 16:00 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira
Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands vísaði frá kæru ritstjóra vefmiðilsins Kjarnans á hendur fyrrverandi upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar og ritstjóra tímaritsins Þjóðmála vegna greinar um Kjarnann. Meirihluti nefndarinnar taldi að greinin væri ekki fréttefni eða skýring og bæri frekar keim af skoðanagrein. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, kærði þá Sigurð Má Jónsson, fyrrverandi upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, og Gísla Frey Valdórsson, ritstjóra Þjóðmála, vegna greinar sem sá fyrrnefndi skrifaði í Þjóðmál í apríl. Í grein sinni sakaði Sigurður Má Kjarnann um að hafa verið settur á fót af vinstrimönnum sem vildu veita ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks mótstöðu árið 2013. Sigurður Már var upplýsingafulltrúi þeirrar ríkisstjórnar. Í kærunni sakar Þórður Snær Sigurð Má meðal annars um að hafa „ekki sýnt vilja til að leiðrétta þær skýru staðreyndavillur og annars konar rangfærslur sem er að finna í fréttaskýringunni né beiðnum um að biðja fólk sem gerðar eru upp skoðanir og hvatir í fréttaskýringunni afsökunar“. Í úrskurði siðanefndar Blaðamannafélagsins sem var birtur í dag kemur fram að nefndin taldi grein Sigurðar Más falla utan verksviðs hennar þar sem hún gæti ekki talist fréttaefni eða fréttaskýring. Það gerði hún þrátt fyrir að Sigurður Má hafi sjálfur lýst greininni sem „fréttaskýringu“ í færslu á bloggsíðu sinni. „Telur siðanefnd umrædda umfjöllun fremur bera persónulegan keim með framsetningu höfundar á skoðunum sínum á miðlinum fremur en rökstudda greiningu eða fréttaskýringu,“ segir í úrskurðinum. Kæru Þórðar Snæs var því vísað frá. Einn nefndarmaður var ósammála meirihlutanum um að vísa kærunni frá. Friðrik Þór Guðmundsson taldi að virða bæri lýsingu Sigurðar Más á greininni sem „fréttaskýringu“ og því bæri að taka kæruna til efnislegrar meðferðar.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Sakar fyrrum upplýsingafulltrúa ríkisstjórnar um rangfærslur Sigurður Már Jónsson, fyrrverandi upplýsingafulltrúi ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, skrifaði grein þar sem gefið er í skyn að Kjarninn sé notaður til að kaupa áhrif fyrir borgaralega vinstristefnu. 26. apríl 2019 16:00 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira
Sakar fyrrum upplýsingafulltrúa ríkisstjórnar um rangfærslur Sigurður Már Jónsson, fyrrverandi upplýsingafulltrúi ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, skrifaði grein þar sem gefið er í skyn að Kjarninn sé notaður til að kaupa áhrif fyrir borgaralega vinstristefnu. 26. apríl 2019 16:00