Kvartanir sérsveitarmanna í skoðun Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 3. júní 2019 06:15 Haraldur Johannessen er ríkislögreglustjóri. Fréttablaðið/GVA Kvartanir nokkurra lögreglumanna undan yfirmanni sínum, Haraldi Jóhannessyni ríkislögreglustjóra, eru til meðferðar í dómsmálaráðuneytinu. Kvartanirnar lúta annars vegar að framkomu og hátterni ríkislögreglustjóra í garð þeirra og hins vegar að vinnuaðstæðum og heildarskipulagi sérsveitarinnar á landsvísu. Hjá ríkislögreglustjóra starfa rúmlega 100 lögreglumenn í nokkrum deildum; alþjóðadeild, fjarskiptadeild, greiningardeild, sérsveit og stoðdeild. Flestir þeirra, 46 menn, eru í sérsveitinni en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ríkir óánægja með áherslur ríkislögreglustjóra um dreifingu sérsveitarinnar og fækkun sérsveitarmanna á landsbyggðinni. Sérsveitarmönnum hefur fækkað mjög á Akureyri á undanförnum árum og nú er þar aðeins einn sérsveitarmaður með starfsstöð. Aðrir sérsveitarmenn eru í Reykjavík. Samkvæmt heimildum blaðsins lýtur óánægja þeirra sem kvartað hafa undan ríkislögreglustjóra meðal annars að því hvernig hann hafi fækkað mönnum í sérsveitinni úti á landi og aðferðum við þá fækkun. Menn hafi verið færðir úr starfi sínu í sérsveit eða þrýst á þá að flytja sig í aðrar deildir án þess að staða sérsveitarmanns sé auglýst og ekkert gert til að bregðast við fækkuninni á Akureyri. Þeir sem Fréttablaðið ræddi við lýsa áhyggjum af því að viðbragðstími sveitarinnar lengist mjög hafi hún aðeins eina starfsstöð á landinu; í Reykjavík. Allir lögreglumenn landsins sæki stuðning til sérsveitarinnar og treysti á hana. Þingmaðurinn Albertína Friðbjörg Elíasdóttir beindi fyrirspurn til dómsmálaráðherra um málefni sérsveitarinnar í fyrra. Í svari ráðherra kemur fram að engin ákvörðun hafi verið tekin um að leggja niður starfsstöð sérsveitarinnar á Akureyri. Samkvæmt reglugerð sé forræði á sérsveitinni hjá ríkislögreglustjóra og því í hans höndum að meta þörf á liðsmönnum og dreifingu sveitarinnar á landsvísu. Ráðuneytið hefur ekki viljað veita upplýsingar um meðferð kvartana lögreglumannanna á þeim grundvelli að ráðuneytið tjái sig ekki um mál einstaka starfsmanna. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglan Stjórnsýsla Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Ring of Gyges semur tónlist fyrir sjálfa sig Meðlimir í proggmetal sveitinni Ring of Gyges eyddu viku saman á Breiðdalsvík að semja nýja plötu. Þeir segja plötuna verða þyngri en þær fyrri ?2 3. júní 2019 08:30 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Kvartanir nokkurra lögreglumanna undan yfirmanni sínum, Haraldi Jóhannessyni ríkislögreglustjóra, eru til meðferðar í dómsmálaráðuneytinu. Kvartanirnar lúta annars vegar að framkomu og hátterni ríkislögreglustjóra í garð þeirra og hins vegar að vinnuaðstæðum og heildarskipulagi sérsveitarinnar á landsvísu. Hjá ríkislögreglustjóra starfa rúmlega 100 lögreglumenn í nokkrum deildum; alþjóðadeild, fjarskiptadeild, greiningardeild, sérsveit og stoðdeild. Flestir þeirra, 46 menn, eru í sérsveitinni en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ríkir óánægja með áherslur ríkislögreglustjóra um dreifingu sérsveitarinnar og fækkun sérsveitarmanna á landsbyggðinni. Sérsveitarmönnum hefur fækkað mjög á Akureyri á undanförnum árum og nú er þar aðeins einn sérsveitarmaður með starfsstöð. Aðrir sérsveitarmenn eru í Reykjavík. Samkvæmt heimildum blaðsins lýtur óánægja þeirra sem kvartað hafa undan ríkislögreglustjóra meðal annars að því hvernig hann hafi fækkað mönnum í sérsveitinni úti á landi og aðferðum við þá fækkun. Menn hafi verið færðir úr starfi sínu í sérsveit eða þrýst á þá að flytja sig í aðrar deildir án þess að staða sérsveitarmanns sé auglýst og ekkert gert til að bregðast við fækkuninni á Akureyri. Þeir sem Fréttablaðið ræddi við lýsa áhyggjum af því að viðbragðstími sveitarinnar lengist mjög hafi hún aðeins eina starfsstöð á landinu; í Reykjavík. Allir lögreglumenn landsins sæki stuðning til sérsveitarinnar og treysti á hana. Þingmaðurinn Albertína Friðbjörg Elíasdóttir beindi fyrirspurn til dómsmálaráðherra um málefni sérsveitarinnar í fyrra. Í svari ráðherra kemur fram að engin ákvörðun hafi verið tekin um að leggja niður starfsstöð sérsveitarinnar á Akureyri. Samkvæmt reglugerð sé forræði á sérsveitinni hjá ríkislögreglustjóra og því í hans höndum að meta þörf á liðsmönnum og dreifingu sveitarinnar á landsvísu. Ráðuneytið hefur ekki viljað veita upplýsingar um meðferð kvartana lögreglumannanna á þeim grundvelli að ráðuneytið tjái sig ekki um mál einstaka starfsmanna.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglan Stjórnsýsla Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Ring of Gyges semur tónlist fyrir sjálfa sig Meðlimir í proggmetal sveitinni Ring of Gyges eyddu viku saman á Breiðdalsvík að semja nýja plötu. Þeir segja plötuna verða þyngri en þær fyrri ?2 3. júní 2019 08:30 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Ring of Gyges semur tónlist fyrir sjálfa sig Meðlimir í proggmetal sveitinni Ring of Gyges eyddu viku saman á Breiðdalsvík að semja nýja plötu. Þeir segja plötuna verða þyngri en þær fyrri ?2 3. júní 2019 08:30