Eftir að bikarinn fór á loft dreif Alisson sig að hringja í eiginkonu sína, Nataliu Loewe. Hún gat ekki verið viðstödd úrslitaleikinn þar sem hún á von á sér hvað á hverju.
Loewe virtist vera í álíka mikilli sigurvímu og Alisson eftir leikinn eins og sjá má myndinni hér fyrir neðan.
Alisson calling his wife straight after the #UCLfinal
She couldn't be there as she's due to give birth very soon.
Thispic.twitter.com/z4YPxKuwX0
— Match of the Day (@BBCMOTD) June 1, 2019
Alisson og Loewe hafa verið gift síðan 2015 og eiga fyrir eina dóttur sem er tveggja ára. Lífið gæti því vart betra fyrir Alisson.
Hann fær þó ekki langt frí því hann er í brasilíska landsliðinu sem tekur þátt í Suður-Ameríkukeppninni sem hefst fjórtánda þessa mánaðar.