Aðeins 108 sekúndur voru liðnar af úrslitaleik Tottenham og Liverpool í Madríd þegar Salah skoraði úr vítaspyrnu. Hún var dæmd á Moussa Sissoko sem handlék boltann innan vítateigs.
Paolo Maldini skoraði eftir aðeins 51 sekúndu í úrslitaleik AC Milan og Liverpool í Istanbúl 2005. Milan var 3-0 yfir í hálfleik en endaði á því að tapa leiknum í vítaspyrnukeppni.
Í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða 1959 kom Enrique Mateos Real Madrid yfir gegn Reims eftir mínútu leik. Real Madrid vann leikinn, 2-0.
Fastest goals CC/CL finals:
Paolo Maldini (51 seconds, 2005) and Enrique Mateos (1st minute, 1959) and Salah (1:48, 2019). #uclfinal
— Gracenote Live (@GracenoteLive) June 1, 2019
Mark Salah var það eina mark í fyrri hálfleiknum í úrslitaleiknum í Madríd. Fylgjast má með leiknum í beinni textalýsingu með því að smella hér.