Rauða blokkin er með góða forystu Sighvatur Arnmundsson skrifar 1. júní 2019 08:45 Mette Frederiksen sést hér ræða við kjósendur. Hún gæti orðið yngsti forsætisráðherra Danmerkur frá upphafi en hún er fædd 1977. Fréttablaðið/EPA Vísir/getty Samkvæmt skoðanakönnun Epinion sem Danska ríkisútvarpið birti í gær er forysta rauðu blokkarinnar nokkuð örugg. Þannig fengju rauðu flokkarnir 91 þingsæti á móti 75 sætum bláu blokkarinnar. Þar fyrir utan eru fimm þingmenn Alternativet líklegir til að styðja rauðu blokkina þótt þeir séu ekki formlega hluti hennar. Hægri öfgaflokkurinn Stram kurs fengi fjóra þingmenn en hann stendur utan bláu blokkarinnar. Á danska þinginu eiga 179 þingmenn sæti, þar af fjórir frá Færeyjum og Grænlandi, og þarf því 90 þingsæti til að fá hreinan meirihluta. Hrannar B. Arnarsson, sem var á dögunum kjörinn formaður Norræna félagsins í Reykjavík, segir ljóst að mikið þurfi að gerast á lokasprettinum til að Mette Frederiksen, formaður Jafnaðarmanna, verði ekki næsti forsætisráðherra. En líkt og gerðist þegar Lars Løkke Rasmussen, formaður Venstre, varð forsætisráðherra 2015, eru það fyrst og fremst stuðningsflokkarnir sem bæta við sig fylgi. „Eitt af því sem er athyglisvert við þetta er að meðbyrinn sem Mette hafði með sér frá því hún tók við og fór að herða innflytjendatóninn er allur rokinn út í veður og vind. Það lítur út fyrir að hún fái svipað fylgi og flokkurinn fékk síðast og jafnvel aðeins minna,“ segir Hrannar. Aðrir flokkar í rauðu blokkinni séu að bæta við sig fyrir utan Alternativet. Í Danmörku þurfa flokkar að ná yfir tveimur prósentum atkvæða til að fá kjörna þingmenn. Hrannar bendir á að óvissa sé hjá nokkrum flokkum um hvort það takist. Það gæti breytt landslaginu. Hrannar starfaði í nokkur ár sem framkvæmdastjóri flokkahóps Jafnaðarmanna í Norðurlandaráði og hafði aðsetur í Kristjánsborg þar sem danska þingið er til húsa. „Í rauninni hefur kosningabarátta í Danmörku undanfarin fjögur eða fimm skipti á endanum bara snúist um innflytjendamál. Það er alveg sama hvernig stóru flokkarnir hafa reynt að leggja upp umræðuna þá hefur Danska þjóðarflokknum alltaf tekist að láta þetta snúast um innflytjendamál.“ Þrátt fyrir það stefnir í mikið fylgistap Danska þjóðarflokksins en það skýrist meðal annars af tilkomu nýrra hægri öfgaflokka eins og Stram kurs og Nýja borgaralega flokksins. Hrannar segir að það verði forvitnilegt að sjá hvernig Jafnaðarmenn bregðist við, því hingað til hafi þeir reynt að jafna það sem komið hafi frá Danska þjóðarflokknum. „Ég held að ein af ástæðum þess að bæði Sósíalíski þjóðarflokkurinn og Radikale venstre séu nánast að tvöfalda fylgi sitt frá síðustu kosningum sé að þeir eru að taka frjálslynda fylgið af Jafnaðarmönnum sem aftur á móti taka fylgi frá Danska þjóðarflokknum.“ Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Stefnir í sigur bandalags rauðu flokkanna í Danmörku Danir ganga að kjörborðinu á miðvikudaginn í næstu viku. 30. maí 2019 14:39 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
Samkvæmt skoðanakönnun Epinion sem Danska ríkisútvarpið birti í gær er forysta rauðu blokkarinnar nokkuð örugg. Þannig fengju rauðu flokkarnir 91 þingsæti á móti 75 sætum bláu blokkarinnar. Þar fyrir utan eru fimm þingmenn Alternativet líklegir til að styðja rauðu blokkina þótt þeir séu ekki formlega hluti hennar. Hægri öfgaflokkurinn Stram kurs fengi fjóra þingmenn en hann stendur utan bláu blokkarinnar. Á danska þinginu eiga 179 þingmenn sæti, þar af fjórir frá Færeyjum og Grænlandi, og þarf því 90 þingsæti til að fá hreinan meirihluta. Hrannar B. Arnarsson, sem var á dögunum kjörinn formaður Norræna félagsins í Reykjavík, segir ljóst að mikið þurfi að gerast á lokasprettinum til að Mette Frederiksen, formaður Jafnaðarmanna, verði ekki næsti forsætisráðherra. En líkt og gerðist þegar Lars Løkke Rasmussen, formaður Venstre, varð forsætisráðherra 2015, eru það fyrst og fremst stuðningsflokkarnir sem bæta við sig fylgi. „Eitt af því sem er athyglisvert við þetta er að meðbyrinn sem Mette hafði með sér frá því hún tók við og fór að herða innflytjendatóninn er allur rokinn út í veður og vind. Það lítur út fyrir að hún fái svipað fylgi og flokkurinn fékk síðast og jafnvel aðeins minna,“ segir Hrannar. Aðrir flokkar í rauðu blokkinni séu að bæta við sig fyrir utan Alternativet. Í Danmörku þurfa flokkar að ná yfir tveimur prósentum atkvæða til að fá kjörna þingmenn. Hrannar bendir á að óvissa sé hjá nokkrum flokkum um hvort það takist. Það gæti breytt landslaginu. Hrannar starfaði í nokkur ár sem framkvæmdastjóri flokkahóps Jafnaðarmanna í Norðurlandaráði og hafði aðsetur í Kristjánsborg þar sem danska þingið er til húsa. „Í rauninni hefur kosningabarátta í Danmörku undanfarin fjögur eða fimm skipti á endanum bara snúist um innflytjendamál. Það er alveg sama hvernig stóru flokkarnir hafa reynt að leggja upp umræðuna þá hefur Danska þjóðarflokknum alltaf tekist að láta þetta snúast um innflytjendamál.“ Þrátt fyrir það stefnir í mikið fylgistap Danska þjóðarflokksins en það skýrist meðal annars af tilkomu nýrra hægri öfgaflokka eins og Stram kurs og Nýja borgaralega flokksins. Hrannar segir að það verði forvitnilegt að sjá hvernig Jafnaðarmenn bregðist við, því hingað til hafi þeir reynt að jafna það sem komið hafi frá Danska þjóðarflokknum. „Ég held að ein af ástæðum þess að bæði Sósíalíski þjóðarflokkurinn og Radikale venstre séu nánast að tvöfalda fylgi sitt frá síðustu kosningum sé að þeir eru að taka frjálslynda fylgið af Jafnaðarmönnum sem aftur á móti taka fylgi frá Danska þjóðarflokknum.“
Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Stefnir í sigur bandalags rauðu flokkanna í Danmörku Danir ganga að kjörborðinu á miðvikudaginn í næstu viku. 30. maí 2019 14:39 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
Stefnir í sigur bandalags rauðu flokkanna í Danmörku Danir ganga að kjörborðinu á miðvikudaginn í næstu viku. 30. maí 2019 14:39
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent