Ekki hægt að eyða lúpínunni sem breytir landinu varanlega Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 19. júní 2019 07:30 Lúpínubreiður setja mjög mikinn svip á Keldnaholt við Grafarvogshverfið í Reykjavík. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Lúpínan er dugleg planta. Hún er skilgreind sem ágeng tegund og hún í rauninni er að breiðast út víða í borgarlandinu,“ segir Þórólfur Jónsson, deildarstjóri náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg. Borgarbúar hafa tekið eftir mikilli útbreiðslu lúpínu í borginni og eru skiptar skoðanir á ágæti hennar. „Ef maður lítur nokkur ár aftur í tímann má sjá að minna var af lúpínunni en núna er. Þar sem eru góð skilyrði fyrir hana hefur hún teygt sig um svona einn til tvo metra á ári. Nú þegar hún er í fullum blóma er hún áberandi, sést rosa vel,“ segir Þórólfur. Lúpínan getur haft bæði jákvæð og neikvæð áhrif á það landsvæði sem hún tekur undir sig. Svæðin breytast og verða móttækilegri fyrir öðrum gróðurtegundum en þeim sem fyrir voru. Þar sem lúpínan vex verður auðveldara að rækta gras- og blómlendi sem og skóga. Á sama tíma hverfur þar gróðurinn sem fyrr var, svo sem berjalyng. „Lúpínan í rauninni breytir landinu varanlega,“ segir Þórólfur.Þórólfur Jónsson, deildarstjóri náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg. „Hún er að breyta magurri jörð í frjósama þannig að það eru þá kostir hennar. Þar er þá til dæmis fínt að rækta skóg eða eitthvað slíkt síðar en hún náttúrulega kæfir þennan litla smágróður sem er á melum og holtum. Við viljum gjarnan halda líka í berjabrekkurnar, lyngið og smágróðurinn.“ Aðspurður um stefnu borgarinnar er kemur að útbreiðslu lúpínu segir Þórólfur að óraunhæft sé að ætla sér að eyða henni en að stefnt sé að því að halda henni í skefjum á ákveðnum svæðum. „Við þurfum að forgangsraða því hvaða svæði við tökum fyrir. Náttúruverndarsvæðin okkar eru þau svæði sem við höfum aðallega verið að horfa á. Við vildum gjarnan gera meira en til þess þarf aukinn mannafla og fjármagn,“ segir Þórólfur og bætir við að Vinnuskóli Reykjavíkur og sjálfboðaliðar frá Umhverfisstofnun hafi tekið þátt í verkefninu. „Bæði nú í sumar og í fyrrasumar hefur vinnuskólinn tekið að sér vinnu tengda því að minnka útbreiðslu lúpínu og einnig höfum við unnið með sjálfboðaliðum frá Umhverfisstofnun af og til á undanförnum árum. Við höfum áhuga á því að gera meira, til dæmis að fara í Rauðhóla, þeir eru dæmi um svæði þar sem auðvelt er fyrir lúpínu að dreifa úr sér,“ segir Þórólfur að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira
„Lúpínan er dugleg planta. Hún er skilgreind sem ágeng tegund og hún í rauninni er að breiðast út víða í borgarlandinu,“ segir Þórólfur Jónsson, deildarstjóri náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg. Borgarbúar hafa tekið eftir mikilli útbreiðslu lúpínu í borginni og eru skiptar skoðanir á ágæti hennar. „Ef maður lítur nokkur ár aftur í tímann má sjá að minna var af lúpínunni en núna er. Þar sem eru góð skilyrði fyrir hana hefur hún teygt sig um svona einn til tvo metra á ári. Nú þegar hún er í fullum blóma er hún áberandi, sést rosa vel,“ segir Þórólfur. Lúpínan getur haft bæði jákvæð og neikvæð áhrif á það landsvæði sem hún tekur undir sig. Svæðin breytast og verða móttækilegri fyrir öðrum gróðurtegundum en þeim sem fyrir voru. Þar sem lúpínan vex verður auðveldara að rækta gras- og blómlendi sem og skóga. Á sama tíma hverfur þar gróðurinn sem fyrr var, svo sem berjalyng. „Lúpínan í rauninni breytir landinu varanlega,“ segir Þórólfur.Þórólfur Jónsson, deildarstjóri náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg. „Hún er að breyta magurri jörð í frjósama þannig að það eru þá kostir hennar. Þar er þá til dæmis fínt að rækta skóg eða eitthvað slíkt síðar en hún náttúrulega kæfir þennan litla smágróður sem er á melum og holtum. Við viljum gjarnan halda líka í berjabrekkurnar, lyngið og smágróðurinn.“ Aðspurður um stefnu borgarinnar er kemur að útbreiðslu lúpínu segir Þórólfur að óraunhæft sé að ætla sér að eyða henni en að stefnt sé að því að halda henni í skefjum á ákveðnum svæðum. „Við þurfum að forgangsraða því hvaða svæði við tökum fyrir. Náttúruverndarsvæðin okkar eru þau svæði sem við höfum aðallega verið að horfa á. Við vildum gjarnan gera meira en til þess þarf aukinn mannafla og fjármagn,“ segir Þórólfur og bætir við að Vinnuskóli Reykjavíkur og sjálfboðaliðar frá Umhverfisstofnun hafi tekið þátt í verkefninu. „Bæði nú í sumar og í fyrrasumar hefur vinnuskólinn tekið að sér vinnu tengda því að minnka útbreiðslu lúpínu og einnig höfum við unnið með sjálfboðaliðum frá Umhverfisstofnun af og til á undanförnum árum. Við höfum áhuga á því að gera meira, til dæmis að fara í Rauðhóla, þeir eru dæmi um svæði þar sem auðvelt er fyrir lúpínu að dreifa úr sér,“ segir Þórólfur að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira