17. júní er uppáhaldsdagur íslenska fánans Kristín Dís Ingilínardóttir skrifar 18. júní 2019 06:15 Íslenski fáninn blakti víða á 17. júní en veðurblíðan lék við landann þennan þjóðhátíðardaginn. Fréttablaðið/Valli Á þjóðhátíðardegi Íslendinga lætur sjaldséður gestur sjá sig víða en fáa daga ársins skarta jafn margir þjóðfánanum og 17. júní. „Þetta er uppáhaldsdagur fánans,“ segir Hörður Lárusson, grafískur hönnuður og höfundur bókanna Fáninn og Þjóðfáni Íslands. Hann segir langflesta landsmenn flagga á 17. júní og telur það vel við hæfi ekki síst vegna þess að þjóðfáninn eigi næstum því afmæli þá. „Hann á afmæli 19. júní, það er dagurinn sem hann var samþykktur af Danakonungi árið 1915,“ en Herði þykir sérstaklega vænt um fánann vegna einstakrar sögu hans. Árið 1914 auglýsti svokölluð fánanefnd, sem sett hafði verið á laggirnar stuttu áður, eftir tillögum frá almenningi að íslenskum sérfána. 28 tillögur bárust fánanefnd en tvær tilnefningar voru sendar til Danakonungs til samþykkis, önnur af heiðbláum fána með hvítum krossi og hin af þjóðfánanum sem Íslendingar þekkja vel í dag. „Þetta er í raun öðruvísi saga en af flestum öðrum þjóðfánum vegna þess að fáninn er búinn til af almenningi, allir máttu koma með tillögu að fána og ein af þeim tillögum var valin.“ Hörður Lárusson hefur gefið út tvær bækur sem helgaðar eru íslenska fánanum.?Mynd/Ari Magg Hörður telur þetta einstakt á heimsvísu. „Ég tala nú ekki um þar sem þetta var rétt eftir þarsíðustu aldamót,“ bætir hann við. Þjóðfáninn hefur verið Herði hugleikinn síðasta áratug en í annarri bók hans, Fánanum, birtust tillögur fánanefndarinnar í fyrsta sinn á myndrænan hátt. „Ég á rosalega erfitt með að velja uppáhaldsfána, þeir eru margir mjög fallegir,“ segir Hörður en nefnir þó einn fyrirferðarlítinn fána sem sé ólíkur öðrum tillögum. „Hann er tvískiptur, blár og hvítur, með gylltri stjörnu í miðjunni.“ Hörður lýsir því að hann hafi hitt afabarn sjómannsins sem átti heiðurinn af þeirri tillögu og komist þannig að sögu fánans. „Hugmyndin var að fáninn yrði líkt og pólstjarnan sem sjómenn sigldu eftir þá, sem mér finnst falleg tilvísun,“ segir Hörður og telur hugmyndina vera óhefðbundna, enda tengist það heldur öðrum heimsálfum að hafa stjörnu á þjóðfánum. Hörður segir fánann hafa lifað ýmislegt en að enn sé hann lítið gildishlaðinn sem geri hann svolítið sérstakan. „Það eru engar stríðstengingar sem loða við hann né neikvæð merking.“ Sjálfum finnst Herði fáninn fallegur og segir hann hafa verið dyggan vin enda hafi hann alist upp með honum. Aðspurður segir Hörður íslenska fánann þrátt fyrir fegurð ekki vera í tísku. „Hann þykir nú almennt ekki mikið tískudýr.“ Hann vonar þó að fáninn fái meiri athygli og væri til í að sjá hann oftar á lofti en á þjóðhátíðardaginn. 17. júní Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Íslenski fáninn Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Á þjóðhátíðardegi Íslendinga lætur sjaldséður gestur sjá sig víða en fáa daga ársins skarta jafn margir þjóðfánanum og 17. júní. „Þetta er uppáhaldsdagur fánans,“ segir Hörður Lárusson, grafískur hönnuður og höfundur bókanna Fáninn og Þjóðfáni Íslands. Hann segir langflesta landsmenn flagga á 17. júní og telur það vel við hæfi ekki síst vegna þess að þjóðfáninn eigi næstum því afmæli þá. „Hann á afmæli 19. júní, það er dagurinn sem hann var samþykktur af Danakonungi árið 1915,“ en Herði þykir sérstaklega vænt um fánann vegna einstakrar sögu hans. Árið 1914 auglýsti svokölluð fánanefnd, sem sett hafði verið á laggirnar stuttu áður, eftir tillögum frá almenningi að íslenskum sérfána. 28 tillögur bárust fánanefnd en tvær tilnefningar voru sendar til Danakonungs til samþykkis, önnur af heiðbláum fána með hvítum krossi og hin af þjóðfánanum sem Íslendingar þekkja vel í dag. „Þetta er í raun öðruvísi saga en af flestum öðrum þjóðfánum vegna þess að fáninn er búinn til af almenningi, allir máttu koma með tillögu að fána og ein af þeim tillögum var valin.“ Hörður Lárusson hefur gefið út tvær bækur sem helgaðar eru íslenska fánanum.?Mynd/Ari Magg Hörður telur þetta einstakt á heimsvísu. „Ég tala nú ekki um þar sem þetta var rétt eftir þarsíðustu aldamót,“ bætir hann við. Þjóðfáninn hefur verið Herði hugleikinn síðasta áratug en í annarri bók hans, Fánanum, birtust tillögur fánanefndarinnar í fyrsta sinn á myndrænan hátt. „Ég á rosalega erfitt með að velja uppáhaldsfána, þeir eru margir mjög fallegir,“ segir Hörður en nefnir þó einn fyrirferðarlítinn fána sem sé ólíkur öðrum tillögum. „Hann er tvískiptur, blár og hvítur, með gylltri stjörnu í miðjunni.“ Hörður lýsir því að hann hafi hitt afabarn sjómannsins sem átti heiðurinn af þeirri tillögu og komist þannig að sögu fánans. „Hugmyndin var að fáninn yrði líkt og pólstjarnan sem sjómenn sigldu eftir þá, sem mér finnst falleg tilvísun,“ segir Hörður og telur hugmyndina vera óhefðbundna, enda tengist það heldur öðrum heimsálfum að hafa stjörnu á þjóðfánum. Hörður segir fánann hafa lifað ýmislegt en að enn sé hann lítið gildishlaðinn sem geri hann svolítið sérstakan. „Það eru engar stríðstengingar sem loða við hann né neikvæð merking.“ Sjálfum finnst Herði fáninn fallegur og segir hann hafa verið dyggan vin enda hafi hann alist upp með honum. Aðspurður segir Hörður íslenska fánann þrátt fyrir fegurð ekki vera í tísku. „Hann þykir nú almennt ekki mikið tískudýr.“ Hann vonar þó að fáninn fái meiri athygli og væri til í að sjá hann oftar á lofti en á þjóðhátíðardaginn.
17. júní Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Íslenski fáninn Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira