75 ára afmæli lýðveldisins fagnað Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 17. júní 2019 07:00 Almenningi býðst að heimsækja Stjórnarráðshúsið í dag. FBL Fjölbreytt þjóðhátíðardagskrá verður í miðborg Reykjavíkur í dag þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Dagskráin hefst með samhljómi kirkjuklukkna í borginni klukkan korter fyrir tíu og að honum loknum, klukkan tíu, hefst guðsþjónusta í Dómkirkjunni. Hátíðardagskrá á vegum Alþingis og forsætisráðuneytisins hefst svo klukkan ellefu á Austurvelli með hefðbundnum liðum líkt og ávarpi forsætisráðherra og ávarpi fjallkonunnar. Einnig mun forseti Íslands leggja blómsveig að minnisvarða Jón Sigurðssonar og Hamrahlíðarkórinn og Lúðrasveitin Svanur munu flytja tónlist. Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar, mun svo leggja blómsveig að leiði Jóns Sigurðssonar og eiginkonu hans, Ingibjargar Einarsdóttur. Skrúðgöngur verða farnar bæði frá Hagatorgi og Hallgrímskirkju klukkan eitt eftir hádegi og liggur leið þeirra beggja í Hljómskálagarðinn þar sem tekur við fjölbreytt dagskrá til klukkan fimm. Þar verður ýmislegt í boði fyrir alla fjölskylduna, svo sem skátaþrautir, hoppukastalar og klifurturn. Á milli klukkan tvö og fimm verða svo stórtónleikar í Hljómskálagarðinum þar sem fram koma margar af skærustu stjörnum landsins og kynnir verður Margrét Erla Maack. Lýðveldi Íslands er 75 ára í ár og af því tilefni verður boðið upp á köku á Sóleyjargötu við Hljómskálagarðinn. Kakan verður 75 metra löng svo nóg ætti að vera í boði fyrir þá sem leggja leið sína þangað og má þess geta að kakan er jafn löng og hæð Hallgrímskirkjuturns. Einnig verður opnað við hátíðlega athöfn, í tilefni afmælisins, nýtt fjölskyldu- og fræðslurými á Þjóðminjasafni Íslands. Hátíðarhöld verða víða um land í dag og má sem dæmi nefna að skemmtidagskrá verður á Rútstúni í Kópavogi klukkan 14, fjölskyldudagskrá verður á Glerártorgi á Akureyri á milli klukkan 14-16 og kvöldskemmtun verður á sama stað frá klukkan níu til miðnættis. Í Reykjanesbæ verður skemmtidagskrá í Skrúðgarðinum á milli 14 og 16 þar sem Azra Crnac, flytur ávarp fjallkonu og á Seyðisfirði verður hátíðardagskrá í skrúðgarðinum við Seyðisfjarðarkirkju. Nánari upplýsingar um dagskrána í höfuðborginni má finna á www.17juni.is 17. júní Birtist í Fréttablaðinu Menning Tímamót Tengdar fréttir Lokanir og dagskrá á höfuðborgarsvæðinu 17. júní Lýðveldið Ísland fagnar 75 ára afmæli þann 17. júní næstkomandi og verður blásið til hátíðarhalda víða á höfuðborgarsvæðinu. 16. júní 2019 14:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Sjá meira
Fjölbreytt þjóðhátíðardagskrá verður í miðborg Reykjavíkur í dag þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Dagskráin hefst með samhljómi kirkjuklukkna í borginni klukkan korter fyrir tíu og að honum loknum, klukkan tíu, hefst guðsþjónusta í Dómkirkjunni. Hátíðardagskrá á vegum Alþingis og forsætisráðuneytisins hefst svo klukkan ellefu á Austurvelli með hefðbundnum liðum líkt og ávarpi forsætisráðherra og ávarpi fjallkonunnar. Einnig mun forseti Íslands leggja blómsveig að minnisvarða Jón Sigurðssonar og Hamrahlíðarkórinn og Lúðrasveitin Svanur munu flytja tónlist. Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar, mun svo leggja blómsveig að leiði Jóns Sigurðssonar og eiginkonu hans, Ingibjargar Einarsdóttur. Skrúðgöngur verða farnar bæði frá Hagatorgi og Hallgrímskirkju klukkan eitt eftir hádegi og liggur leið þeirra beggja í Hljómskálagarðinn þar sem tekur við fjölbreytt dagskrá til klukkan fimm. Þar verður ýmislegt í boði fyrir alla fjölskylduna, svo sem skátaþrautir, hoppukastalar og klifurturn. Á milli klukkan tvö og fimm verða svo stórtónleikar í Hljómskálagarðinum þar sem fram koma margar af skærustu stjörnum landsins og kynnir verður Margrét Erla Maack. Lýðveldi Íslands er 75 ára í ár og af því tilefni verður boðið upp á köku á Sóleyjargötu við Hljómskálagarðinn. Kakan verður 75 metra löng svo nóg ætti að vera í boði fyrir þá sem leggja leið sína þangað og má þess geta að kakan er jafn löng og hæð Hallgrímskirkjuturns. Einnig verður opnað við hátíðlega athöfn, í tilefni afmælisins, nýtt fjölskyldu- og fræðslurými á Þjóðminjasafni Íslands. Hátíðarhöld verða víða um land í dag og má sem dæmi nefna að skemmtidagskrá verður á Rútstúni í Kópavogi klukkan 14, fjölskyldudagskrá verður á Glerártorgi á Akureyri á milli klukkan 14-16 og kvöldskemmtun verður á sama stað frá klukkan níu til miðnættis. Í Reykjanesbæ verður skemmtidagskrá í Skrúðgarðinum á milli 14 og 16 þar sem Azra Crnac, flytur ávarp fjallkonu og á Seyðisfirði verður hátíðardagskrá í skrúðgarðinum við Seyðisfjarðarkirkju. Nánari upplýsingar um dagskrána í höfuðborginni má finna á www.17juni.is
17. júní Birtist í Fréttablaðinu Menning Tímamót Tengdar fréttir Lokanir og dagskrá á höfuðborgarsvæðinu 17. júní Lýðveldið Ísland fagnar 75 ára afmæli þann 17. júní næstkomandi og verður blásið til hátíðarhalda víða á höfuðborgarsvæðinu. 16. júní 2019 14:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Sjá meira
Lokanir og dagskrá á höfuðborgarsvæðinu 17. júní Lýðveldið Ísland fagnar 75 ára afmæli þann 17. júní næstkomandi og verður blásið til hátíðarhalda víða á höfuðborgarsvæðinu. 16. júní 2019 14:00