Raggi Bjarna mælti sér mót við Elly í síðasta sinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. júní 2019 20:54 Katrín Halldóra Sigurðardóttir, sem fór með titilhlutverk sýningarinnar, og Raggi Bjarna eftir lokasýninguna í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Mynd/Borgarleikhúsið Lokasýning á hinum vinsæla söngleik Elly í Borgarleikhúsinnu var sýnd í gærkvöldi en sýningin sló áhorfendamet hér á landi. Söngvarinn Ragnar Bjarnason, betur þekktur sem Raggi Bjarna, lét sig ekki vanta á sýninguna í gær frekar en fyrri daginn, þrátt fyrir að hafa verið að jafna sig eftir aðgerð. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands þakkar Ragnari sérstaklega fyrir þátt þess síðarnefnda í sýningunni í færslu sem forsetinn birti á Facebook-síðu sinni í kvöld. Ragnar hafi sýnt minningu Ellýjar ræktarsemi með því að mæta á flestar hinna 220 sýninga sem verið hafa á fjölum leikhússins frá frumsýningu söngleiksins árið 2017. „Í gær lét hann sig ekki vanta þótt hann sé að jafna sig eftir erfiða læknisaðgerð. Takk Raggi!“ skrifar Guðni og birtir með mynd af sér og Ragnari að taka saman lagið fyrir nokkrum árum. Katrín Halldóra Sigurðardóttir fór með hlutverk Ellyjar í sýningunni og vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína sem söngkonan sáluga. Borgarleikhúsið birti í kvöld mynd sem tekin var af Katrínu og Ragnari eftir sýninguna í gær, þar sem þau kveðja ævintýrið sem nú er að baki. Katrín sagði í samtali við Vísi í gær að afar erfitt hafi verið að skilja við hinn samheldna hóp sem tók þátt í sýningunni. Innan hans hafi verið svo mikill kærleikur og gleði að hún sé meyr við tilhugsunina um að nú sé komið að leiðarlokum. View this post on InstagramÞessi mynd var tekin rétt eftir lokasýningu á Elly í gær. Við þökkum kærlega öllum þeim sem mættu og nutu sýningarinnar með okkur! A post shared by Borgarleikhúsið Listabraut 3 (@borgarleikhusid) on Jun 16, 2019 at 11:36am PDT Leikhús Menning Reykjavík Tengdar fréttir „Er Ellý ekki örugglega amma þín?“ Í kvöld verður 200. sýningin á leikritinu Elly sem fjallar um ævi og ástir einnar vinsælustu söngkonu Íslands fyrr og síðar, Ellyjar Vilhjálms, sem Katrín Halldóra túlkar. 9. febrúar 2019 07:15 Áhorfendametið fallið og lokasýning í kvöld: „Ég held að Elly verði alltaf nálægt manni“ Sýningin var frumsýnd þann 18. mars árið 2017. 15. júní 2019 12:30 Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Fellaskóli vann Skrekk Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Fleiri fréttir Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni Sjá meira
Lokasýning á hinum vinsæla söngleik Elly í Borgarleikhúsinnu var sýnd í gærkvöldi en sýningin sló áhorfendamet hér á landi. Söngvarinn Ragnar Bjarnason, betur þekktur sem Raggi Bjarna, lét sig ekki vanta á sýninguna í gær frekar en fyrri daginn, þrátt fyrir að hafa verið að jafna sig eftir aðgerð. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands þakkar Ragnari sérstaklega fyrir þátt þess síðarnefnda í sýningunni í færslu sem forsetinn birti á Facebook-síðu sinni í kvöld. Ragnar hafi sýnt minningu Ellýjar ræktarsemi með því að mæta á flestar hinna 220 sýninga sem verið hafa á fjölum leikhússins frá frumsýningu söngleiksins árið 2017. „Í gær lét hann sig ekki vanta þótt hann sé að jafna sig eftir erfiða læknisaðgerð. Takk Raggi!“ skrifar Guðni og birtir með mynd af sér og Ragnari að taka saman lagið fyrir nokkrum árum. Katrín Halldóra Sigurðardóttir fór með hlutverk Ellyjar í sýningunni og vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína sem söngkonan sáluga. Borgarleikhúsið birti í kvöld mynd sem tekin var af Katrínu og Ragnari eftir sýninguna í gær, þar sem þau kveðja ævintýrið sem nú er að baki. Katrín sagði í samtali við Vísi í gær að afar erfitt hafi verið að skilja við hinn samheldna hóp sem tók þátt í sýningunni. Innan hans hafi verið svo mikill kærleikur og gleði að hún sé meyr við tilhugsunina um að nú sé komið að leiðarlokum. View this post on InstagramÞessi mynd var tekin rétt eftir lokasýningu á Elly í gær. Við þökkum kærlega öllum þeim sem mættu og nutu sýningarinnar með okkur! A post shared by Borgarleikhúsið Listabraut 3 (@borgarleikhusid) on Jun 16, 2019 at 11:36am PDT
Leikhús Menning Reykjavík Tengdar fréttir „Er Ellý ekki örugglega amma þín?“ Í kvöld verður 200. sýningin á leikritinu Elly sem fjallar um ævi og ástir einnar vinsælustu söngkonu Íslands fyrr og síðar, Ellyjar Vilhjálms, sem Katrín Halldóra túlkar. 9. febrúar 2019 07:15 Áhorfendametið fallið og lokasýning í kvöld: „Ég held að Elly verði alltaf nálægt manni“ Sýningin var frumsýnd þann 18. mars árið 2017. 15. júní 2019 12:30 Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Fellaskóli vann Skrekk Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Fleiri fréttir Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni Sjá meira
„Er Ellý ekki örugglega amma þín?“ Í kvöld verður 200. sýningin á leikritinu Elly sem fjallar um ævi og ástir einnar vinsælustu söngkonu Íslands fyrr og síðar, Ellyjar Vilhjálms, sem Katrín Halldóra túlkar. 9. febrúar 2019 07:15
Áhorfendametið fallið og lokasýning í kvöld: „Ég held að Elly verði alltaf nálægt manni“ Sýningin var frumsýnd þann 18. mars árið 2017. 15. júní 2019 12:30