Æfðu viðbrögð vegna gróðurelda af mannavöldum Sighvatur Jónsson skrifar 15. júní 2019 14:30 Varaslökkviliðsstjóri Borgarbyggðar segir æfinguna hafa gengið vel. Nægur mannskapur hafi verið til að nýta allan tækjabúnað liðsins. Mynd/Ágúst Ágústsson Um helmingur slökkviliðs Borgarbyggðar æfði í Skorradal í gærkvöldi viðbrögð vegna gróðurelda. Varaslökkviliðsstjóri fagnar áhuga sumarbústaðaeigenda á þátttöku í æfingum en segir að eftir að slökkvilið sé komið á vettvangi trufli almenningur slökkvistarf. Varað hefur verið við hugsanlegum gróðureldum á Vesturlandi vegna langvarandi þurrka. 50 manna slökkvilið Borgarbyggðar var kallað út í gærkvöldi vegna æfingar. Þórður Sigurðsson, varaslökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, segir að um helmingur slökkviliðsins hafi skilað sér og æfingin hafi gengið vel. „Æfingin var sett upp þannig að það hafi komið upp eldur af mannavöldum þannig að vegurinn lokaðist. Fyrsta verkefnið var að slökkva þann ímyndaða eld. Svo voru tvö önnur verkefni innar í dalnum æfð, húsbruni og eldur í ruslagámi.“ Þórður segir að mannskapurinn hafi ráðið við verkefnið og allur búnaður slökkviliðsins hafi nýst.Bakvakt verður hjá slökkviliði Borgarbyggðar um helgina vegna þurrka á Vesturlandi.Mynd/Ágúst ÁgútssonÓbreyttir borgarar flækjast fyrir Greint var frá því á Vísi í gær að eigendur sumarhúsa í Skorradal hafi óskað eftir því að taka þátt í æfingunni. Fram kom að sumarbústaðaeigendur hafi rætt sín á milli um að þeir fengju þjálfun í fyrstu viðbrögðum ef upp kæmi eldur á svæðinu. Þórður segist hafa séð frétt um áhuga sumarbústaðaeigenda á því að koma að æfingunni. „Þeir höfðu aldrei samband við okkur. Við fögnum því ef þau vilja taka þátt. Við viljum helst losna við óbreytta borgara af svæðinu því að oft á tíðum þvælast þeir bara fyrir.“Þannig að það geti flækt málin að bústaðaeigendur bjóði fram aðstoð sína? „Þegar við erum komnir með allt okkar lið [á vettvang] þá truflar það nú frekar heldur en hitt, með fullri virðingu. En öll hjálp er vel þegin,“ segir Þórður. Bakvakt verður áfram um helgina hjá slökkviliði Borgarbyggðar vegna ástandsins. Þórður vonar að rigning sem spáð er á þjóðhátíðardaginn 17. júní bleyti í gróðri. Borgarbyggð Skorradalshreppur Slökkvilið Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Um helmingur slökkviliðs Borgarbyggðar æfði í Skorradal í gærkvöldi viðbrögð vegna gróðurelda. Varaslökkviliðsstjóri fagnar áhuga sumarbústaðaeigenda á þátttöku í æfingum en segir að eftir að slökkvilið sé komið á vettvangi trufli almenningur slökkvistarf. Varað hefur verið við hugsanlegum gróðureldum á Vesturlandi vegna langvarandi þurrka. 50 manna slökkvilið Borgarbyggðar var kallað út í gærkvöldi vegna æfingar. Þórður Sigurðsson, varaslökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, segir að um helmingur slökkviliðsins hafi skilað sér og æfingin hafi gengið vel. „Æfingin var sett upp þannig að það hafi komið upp eldur af mannavöldum þannig að vegurinn lokaðist. Fyrsta verkefnið var að slökkva þann ímyndaða eld. Svo voru tvö önnur verkefni innar í dalnum æfð, húsbruni og eldur í ruslagámi.“ Þórður segir að mannskapurinn hafi ráðið við verkefnið og allur búnaður slökkviliðsins hafi nýst.Bakvakt verður hjá slökkviliði Borgarbyggðar um helgina vegna þurrka á Vesturlandi.Mynd/Ágúst ÁgútssonÓbreyttir borgarar flækjast fyrir Greint var frá því á Vísi í gær að eigendur sumarhúsa í Skorradal hafi óskað eftir því að taka þátt í æfingunni. Fram kom að sumarbústaðaeigendur hafi rætt sín á milli um að þeir fengju þjálfun í fyrstu viðbrögðum ef upp kæmi eldur á svæðinu. Þórður segist hafa séð frétt um áhuga sumarbústaðaeigenda á því að koma að æfingunni. „Þeir höfðu aldrei samband við okkur. Við fögnum því ef þau vilja taka þátt. Við viljum helst losna við óbreytta borgara af svæðinu því að oft á tíðum þvælast þeir bara fyrir.“Þannig að það geti flækt málin að bústaðaeigendur bjóði fram aðstoð sína? „Þegar við erum komnir með allt okkar lið [á vettvang] þá truflar það nú frekar heldur en hitt, með fullri virðingu. En öll hjálp er vel þegin,“ segir Þórður. Bakvakt verður áfram um helgina hjá slökkviliði Borgarbyggðar vegna ástandsins. Þórður vonar að rigning sem spáð er á þjóðhátíðardaginn 17. júní bleyti í gróðri.
Borgarbyggð Skorradalshreppur Slökkvilið Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira