VAR kom heimakonum til bjargar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. júní 2019 21:00 Renard fagnar eftir að hafa skorað úr endurteknu víti. vísir/getty Frakkland bar sigurorð af Nígeríu, 0-1, í lokaleik sínum í A-riðli heimsmeistaramóts kvenna í kvöld. Frakkar, sem tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitunum með sigri á Norðmönnum í síðustu umferð, unnu alla þrjá leiki sína í riðlinum með markatölunni 7-1. Nígería endaði í 3. sæti riðilsins með þrjú stig. Nígeríska liðið á enn möguleika á að komast í 16-liða úrslit sem eitt þeirra fjögurra liða sem eru með bestan árangur í 3. sæti riðlanna sex. Nígeríska liðið varðist vel í leiknum í Rennes í kvöld og gerði heimakonum erfitt fyrir. Ngozi Ebere urðu hins vegar á stór mistök þegar hún braut á Viviane Asseyi innan vítateigs á 74. mínútu. Melissa Borjas, dómari leiksins, dæmi víti og rak Asseyi af velli. Wendie Renard fór á punktinn en skaut í stöng. Hún fékk hins vegar að taka vítið aftur því Chiamaka Nnadozie, markvörður Nígeríu, var álitin hafa farið af línunni. Afar umdeildur dómur sem var kveðinn upp með hjálp VARsjárinnar. Renard gerði engin mistök í seinna vítinu og skoraði af öryggi. Hún hefur skorað í öllum leikjum Frakklands á HM, þrjú í mark andstæðinganna og eitt sjálfsmark. HM 2019 í Frakklandi
Frakkland bar sigurorð af Nígeríu, 0-1, í lokaleik sínum í A-riðli heimsmeistaramóts kvenna í kvöld. Frakkar, sem tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitunum með sigri á Norðmönnum í síðustu umferð, unnu alla þrjá leiki sína í riðlinum með markatölunni 7-1. Nígería endaði í 3. sæti riðilsins með þrjú stig. Nígeríska liðið á enn möguleika á að komast í 16-liða úrslit sem eitt þeirra fjögurra liða sem eru með bestan árangur í 3. sæti riðlanna sex. Nígeríska liðið varðist vel í leiknum í Rennes í kvöld og gerði heimakonum erfitt fyrir. Ngozi Ebere urðu hins vegar á stór mistök þegar hún braut á Viviane Asseyi innan vítateigs á 74. mínútu. Melissa Borjas, dómari leiksins, dæmi víti og rak Asseyi af velli. Wendie Renard fór á punktinn en skaut í stöng. Hún fékk hins vegar að taka vítið aftur því Chiamaka Nnadozie, markvörður Nígeríu, var álitin hafa farið af línunni. Afar umdeildur dómur sem var kveðinn upp með hjálp VARsjárinnar. Renard gerði engin mistök í seinna vítinu og skoraði af öryggi. Hún hefur skorað í öllum leikjum Frakklands á HM, þrjú í mark andstæðinganna og eitt sjálfsmark.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti