Bann Björgvins stendur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. júní 2019 15:15 Björgvin í leik með KR. vísir/bára Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur staðfest fimm leikja bann Björgvins Stefánssonar, leikmanns KR, fyrir ummælin sem hann lét falla í lýsingu á leik Hauka og Þróttar í Inkassodeild karla. Björgvin var dæmdur í bann af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ þann 6. júní síðast liðinn en umrætt atvik átti sér stað 23. maí. KR og Björgvin áfrýjuðu málinu og kröfðust þess að úrskurðurinn yrði felldur úr gildi. Áfrýjunardómstóll KSÍ varð hins vegar ekki við þeim kröfum og stendur bannið. Björgvin er uppalinn hjá Haukum og var einn af lýsendum Hauka TV á umræddum leik. Þar sagði hann „þetta er það sem ég er alltaf að segja. Það er svo stutt í villimannseðlið hjá svarta manninum,“ um Archie Nkumu, leikmann Þróttar. Sindri Hjartarson vakti fyrst athygli á málinu á Twitter. Björgvin baðst strax afsökunar á málinu en Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, vísaði því til aga- og úrskurðarnefndar með áðurnefndum afleiðingum. Bannið nær yfir allar keppnir á vegum KSÍ en þar sem Björgvin var nú þegar kominn í bann í Mjólkurbikarnum fyrir uppsöfnuð gul spjöld þá á þetta bann ekki við um þann leik og því missir Björgvin í raun af næstu sex leikjum KR. Næstu leikir KR í deildinni eru gegn ÍA á útivelli, Val á heimavelli, FH á útivelli, Breiðabliki á heimavelli og ÍBV á útivelli. Björgvin má aftur fara að spila með KR í 13. umferð þegar Stjarnan mætir á Meistaravelli 21. júlí. Björgvin gæti hins vegar spilað með KR-ingum þegar þeir fara af stað í forkeppni Evrópudeildarinnar en leikirnir í fyrstu umferð forkeppninnar eru spilaðir 11. og 18. júlí. Allan úrskurðinn má sjá hér. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Lét óviðeigandi ummæli falla í beinni: „Gerðist sekur um hrapallegt dómgreindarleysi“ Björgvin Stefánsson, leikmaður KR, kom sér í vandræði í kvöld. 23. maí 2019 21:50 Björgvin dæmdur í fimm leikja bann Björgvin Stefánsson missir af næstu fimm leikjum með KR í Pepsi Max deildinni í fótbolta en Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ kvað í dag upp úrskurð sinn í máli KSÍ gegn Björgvini Stefánssyni vegna ummæla sem hann lét falla sem lýsanda í leik Hauka og Þrótta í Inkasso deild karla. 6. júní 2019 14:44 Rúnar um mál Björgvins: "Mér finnst þetta fáránleg umræða“ Rúnar Kristinsson ræddi mál málanna eftir 1-0 sigur KR á Víkingi í kvöld. 25. maí 2019 21:03 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur staðfest fimm leikja bann Björgvins Stefánssonar, leikmanns KR, fyrir ummælin sem hann lét falla í lýsingu á leik Hauka og Þróttar í Inkassodeild karla. Björgvin var dæmdur í bann af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ þann 6. júní síðast liðinn en umrætt atvik átti sér stað 23. maí. KR og Björgvin áfrýjuðu málinu og kröfðust þess að úrskurðurinn yrði felldur úr gildi. Áfrýjunardómstóll KSÍ varð hins vegar ekki við þeim kröfum og stendur bannið. Björgvin er uppalinn hjá Haukum og var einn af lýsendum Hauka TV á umræddum leik. Þar sagði hann „þetta er það sem ég er alltaf að segja. Það er svo stutt í villimannseðlið hjá svarta manninum,“ um Archie Nkumu, leikmann Þróttar. Sindri Hjartarson vakti fyrst athygli á málinu á Twitter. Björgvin baðst strax afsökunar á málinu en Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, vísaði því til aga- og úrskurðarnefndar með áðurnefndum afleiðingum. Bannið nær yfir allar keppnir á vegum KSÍ en þar sem Björgvin var nú þegar kominn í bann í Mjólkurbikarnum fyrir uppsöfnuð gul spjöld þá á þetta bann ekki við um þann leik og því missir Björgvin í raun af næstu sex leikjum KR. Næstu leikir KR í deildinni eru gegn ÍA á útivelli, Val á heimavelli, FH á útivelli, Breiðabliki á heimavelli og ÍBV á útivelli. Björgvin má aftur fara að spila með KR í 13. umferð þegar Stjarnan mætir á Meistaravelli 21. júlí. Björgvin gæti hins vegar spilað með KR-ingum þegar þeir fara af stað í forkeppni Evrópudeildarinnar en leikirnir í fyrstu umferð forkeppninnar eru spilaðir 11. og 18. júlí. Allan úrskurðinn má sjá hér.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Lét óviðeigandi ummæli falla í beinni: „Gerðist sekur um hrapallegt dómgreindarleysi“ Björgvin Stefánsson, leikmaður KR, kom sér í vandræði í kvöld. 23. maí 2019 21:50 Björgvin dæmdur í fimm leikja bann Björgvin Stefánsson missir af næstu fimm leikjum með KR í Pepsi Max deildinni í fótbolta en Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ kvað í dag upp úrskurð sinn í máli KSÍ gegn Björgvini Stefánssyni vegna ummæla sem hann lét falla sem lýsanda í leik Hauka og Þrótta í Inkasso deild karla. 6. júní 2019 14:44 Rúnar um mál Björgvins: "Mér finnst þetta fáránleg umræða“ Rúnar Kristinsson ræddi mál málanna eftir 1-0 sigur KR á Víkingi í kvöld. 25. maí 2019 21:03 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
Lét óviðeigandi ummæli falla í beinni: „Gerðist sekur um hrapallegt dómgreindarleysi“ Björgvin Stefánsson, leikmaður KR, kom sér í vandræði í kvöld. 23. maí 2019 21:50
Björgvin dæmdur í fimm leikja bann Björgvin Stefánsson missir af næstu fimm leikjum með KR í Pepsi Max deildinni í fótbolta en Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ kvað í dag upp úrskurð sinn í máli KSÍ gegn Björgvini Stefánssyni vegna ummæla sem hann lét falla sem lýsanda í leik Hauka og Þrótta í Inkasso deild karla. 6. júní 2019 14:44
Rúnar um mál Björgvins: "Mér finnst þetta fáránleg umræða“ Rúnar Kristinsson ræddi mál málanna eftir 1-0 sigur KR á Víkingi í kvöld. 25. maí 2019 21:03