Hafa miklar áhyggjur af eldhættunni í Skorradal Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. júní 2019 12:47 Sumarbústaður brann í Skorradal fyrir tveimur árum. Vísir/JóiK Sumarhúsaeigandi í Skorradal telur sérkennilegt að slökkvilið hafi ekki staðið fyrir brunaæfingu í Skorradal og telur nauðsynlegt að samræma viðbrögð. Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Vesturlandi vegna hættu á gróðureldum eftir langvinna þurrka. Sérstök hætta er talin vera á eldum í Skorradal. Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Vesturlandi lýsti í gær yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum eftir langvinna þurrka á svæðinu. Landeigendur og aðrir á svæðinu eru beðnir að sýna aðgát í meðferð opins elds og eldunartækja þar sem er mikill gróður. Óvissustig á við þegar grunur vaknar um að eitthvað sé að gerast af náttúru eða mannavöldum sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar sé ógnað. Veðurstofan Íslands sér ekki úrkomu í veðurspám á svæðinu næstu viku, en áframhaldandi hlýindi og ekki er því útlit fyrir að ástandið breytist mikið. Ólafur Tryggvason er varaformaður sumarhúsafélagsins í Fitjahlíð í Skorradal. „Við höfum að sjálfsögðu miklar áhyggjur af því hvernig ástandið er orðið. Það er allt gríðarlega þurrt og þarf lítið til að kveikja eld.“ Sérstök hætta þykir á skógareldum í Skorradal.Afar þurrt hefur verið á Suðurlandi það sem af er sumri.Vísir/JóiK„Skorradalurinn er bara þannig. Hann er þröngur, byggðin þröng, mikið kjarr og margir sumarbústaðir. Hátt í eitt þúsund hús í öllum dalnum. Flóttaleiðir úr dalnum eru þröngar.“ Hann segir að sumarhúsafélögin reynt að beina því til fólks á svæðinu að fara varlega. „Vera ekki með óþarfa eld í eldunartækjum eða útiörnum. Það er líka svo margt annað sem getur kveikt elda.“ Hann bendir á að um páskana hafi komið upp eldur í bústað innst í dalnum. Þurrt hafi verið síðan og hættan á að illa fari við slíkar aðstæður hafi því magnast. „Okkur hefur fundist dálítið sérkennilegt að ekki sé búið að bregðast við með æfingu eða slökkviliðið komið á svæðið meira, kynna sér aðstæður og vera viðbúin.“ Um helgina sendu almannavarnir og slökkvilið sms-skilaboð til íbúa á svæðinu um að fara varlega. Það skilaði sér ekki til allra. „Það er mjög bagalegt, ef það á að nota svona kerfi um að mögulega þurfi að rýma eða vara við meðferð á tækjum og eld á þessu svæði, að skilaboðin séu ekki að berast íbúum,“ segir Ólafur Tryggvason er varaformaður sumarhúsafélagsins í Fitjahlíð í Skorradal. Almannavarnir Skorradalshreppur Slökkvilið Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Fleiri fréttir Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Sjá meira
Sumarhúsaeigandi í Skorradal telur sérkennilegt að slökkvilið hafi ekki staðið fyrir brunaæfingu í Skorradal og telur nauðsynlegt að samræma viðbrögð. Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Vesturlandi vegna hættu á gróðureldum eftir langvinna þurrka. Sérstök hætta er talin vera á eldum í Skorradal. Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Vesturlandi lýsti í gær yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum eftir langvinna þurrka á svæðinu. Landeigendur og aðrir á svæðinu eru beðnir að sýna aðgát í meðferð opins elds og eldunartækja þar sem er mikill gróður. Óvissustig á við þegar grunur vaknar um að eitthvað sé að gerast af náttúru eða mannavöldum sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar sé ógnað. Veðurstofan Íslands sér ekki úrkomu í veðurspám á svæðinu næstu viku, en áframhaldandi hlýindi og ekki er því útlit fyrir að ástandið breytist mikið. Ólafur Tryggvason er varaformaður sumarhúsafélagsins í Fitjahlíð í Skorradal. „Við höfum að sjálfsögðu miklar áhyggjur af því hvernig ástandið er orðið. Það er allt gríðarlega þurrt og þarf lítið til að kveikja eld.“ Sérstök hætta þykir á skógareldum í Skorradal.Afar þurrt hefur verið á Suðurlandi það sem af er sumri.Vísir/JóiK„Skorradalurinn er bara þannig. Hann er þröngur, byggðin þröng, mikið kjarr og margir sumarbústaðir. Hátt í eitt þúsund hús í öllum dalnum. Flóttaleiðir úr dalnum eru þröngar.“ Hann segir að sumarhúsafélögin reynt að beina því til fólks á svæðinu að fara varlega. „Vera ekki með óþarfa eld í eldunartækjum eða útiörnum. Það er líka svo margt annað sem getur kveikt elda.“ Hann bendir á að um páskana hafi komið upp eldur í bústað innst í dalnum. Þurrt hafi verið síðan og hættan á að illa fari við slíkar aðstæður hafi því magnast. „Okkur hefur fundist dálítið sérkennilegt að ekki sé búið að bregðast við með æfingu eða slökkviliðið komið á svæðið meira, kynna sér aðstæður og vera viðbúin.“ Um helgina sendu almannavarnir og slökkvilið sms-skilaboð til íbúa á svæðinu um að fara varlega. Það skilaði sér ekki til allra. „Það er mjög bagalegt, ef það á að nota svona kerfi um að mögulega þurfi að rýma eða vara við meðferð á tækjum og eld á þessu svæði, að skilaboðin séu ekki að berast íbúum,“ segir Ólafur Tryggvason er varaformaður sumarhúsafélagsins í Fitjahlíð í Skorradal.
Almannavarnir Skorradalshreppur Slökkvilið Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Fleiri fréttir Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Sjá meira