Allt eftirlit hert vegna veiðiþjófa við Elliðaár Garðar Örn Úlfarsson skrifar 12. júní 2019 06:15 Spígsporað með veiðistöng á brúnni við Geirsnef. Mynd/Ólafur Jóhannsson „Þetta er venju fremur mikið núna,“ segir Ólafur E. Jóhannsson, formaður Elliðaárnefndar Stangaveiðifélags Reykjavíkur, um öldu veiðiþjófnaðar í ánum. Stangaveiðifélagsmenn hafa undanfarna daga ráðið ráðum sínum vegna þessarar veiðiþjófnaðarbylgju í Elliðaánum og í hádeginu í gær var ákveðið að herða eftirlit. „Það felst í því að eftirlitsferðum með ánum verður fjölgað og lögregla kölluð til þegar upp kemst um ólöglegt athæfi. Þá verða öll veiðibrot – hverju nafni sem þau nefnast – kærð til lögreglu,“ segir í tilkynningu sem Ólafur sendi frá sér. Á síðustu dögum hefur meðal annars sést til veiðiþjófa í Höfuðhyl, efsta veiðistað Elliðaáa, og í Sjávarfossi, einum neðsta og langgjöfulasta veiðistað árinnar. Í gær voru menn síðan við veiðar neðan árinnar sjálfrar; á göngubrúnni yst á Geirsnefi. „Það er bannað að veiða lax í sjó og það er einfaldlega brot á landslögum,“ undirstrikar Ólafur. Að sögn Ólafs reyna veiðiþjófarnir helst fyrir sér þar sem vegur liggur nálægt ánum. „Þá stökkva menn út og gera einhvern usla og geta verið fljótir að forða sér,“ segir hann. Veiðiþjófarnir noti iðulega tól sem eru ekki leyfð við veiðar í Elliðaánum. „Menn eru ekki að fylgja veiðireglum. Við höfum verið að taka stóra spúna og alls konar dót þegar verið er að hreinsa árnar.“ Í Facebook-hópi um Elliðaárnar hafa sumir stungið upp á því að þeir sem verða varir við veiðiþjófa framkvæmi borgaralega handtöku og hirði veiðistangir þjófanna og jafnvel brjóti þær. Aðspurður kveðst Ólafur ekki mæla með slíku. „Ég ætla ekki að biðja neinn að leggja í einhverja harðsvíraða náunga sem virða fólk kannski ekki mikils,“ segir hann. Verði mann varir við eitthvað misjafnt séu þeir beðnir að hafa samband við veiðiverði. Ólafur segir að nú verði eftirlitsferðum með ánum fjölgað. Megi eiga von á þeim á hvaða tíma sem er. „Aukin harka felst í því að nú verður hvert veiðibrot sem upp kemst kært til lögreglunnar,“ segir hann. Stangaveiðifélagið muni taka málið upp við lögregluna. „Það verður óskað eftir því að lögreglan sinni þessum útköllum hraðar og betur en gert hefur verið. Við ætlum að kæra hvert einstakt tilvik til lögreglunnar.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Stangveiði Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Sjá meira
„Þetta er venju fremur mikið núna,“ segir Ólafur E. Jóhannsson, formaður Elliðaárnefndar Stangaveiðifélags Reykjavíkur, um öldu veiðiþjófnaðar í ánum. Stangaveiðifélagsmenn hafa undanfarna daga ráðið ráðum sínum vegna þessarar veiðiþjófnaðarbylgju í Elliðaánum og í hádeginu í gær var ákveðið að herða eftirlit. „Það felst í því að eftirlitsferðum með ánum verður fjölgað og lögregla kölluð til þegar upp kemst um ólöglegt athæfi. Þá verða öll veiðibrot – hverju nafni sem þau nefnast – kærð til lögreglu,“ segir í tilkynningu sem Ólafur sendi frá sér. Á síðustu dögum hefur meðal annars sést til veiðiþjófa í Höfuðhyl, efsta veiðistað Elliðaáa, og í Sjávarfossi, einum neðsta og langgjöfulasta veiðistað árinnar. Í gær voru menn síðan við veiðar neðan árinnar sjálfrar; á göngubrúnni yst á Geirsnefi. „Það er bannað að veiða lax í sjó og það er einfaldlega brot á landslögum,“ undirstrikar Ólafur. Að sögn Ólafs reyna veiðiþjófarnir helst fyrir sér þar sem vegur liggur nálægt ánum. „Þá stökkva menn út og gera einhvern usla og geta verið fljótir að forða sér,“ segir hann. Veiðiþjófarnir noti iðulega tól sem eru ekki leyfð við veiðar í Elliðaánum. „Menn eru ekki að fylgja veiðireglum. Við höfum verið að taka stóra spúna og alls konar dót þegar verið er að hreinsa árnar.“ Í Facebook-hópi um Elliðaárnar hafa sumir stungið upp á því að þeir sem verða varir við veiðiþjófa framkvæmi borgaralega handtöku og hirði veiðistangir þjófanna og jafnvel brjóti þær. Aðspurður kveðst Ólafur ekki mæla með slíku. „Ég ætla ekki að biðja neinn að leggja í einhverja harðsvíraða náunga sem virða fólk kannski ekki mikils,“ segir hann. Verði mann varir við eitthvað misjafnt séu þeir beðnir að hafa samband við veiðiverði. Ólafur segir að nú verði eftirlitsferðum með ánum fjölgað. Megi eiga von á þeim á hvaða tíma sem er. „Aukin harka felst í því að nú verður hvert veiðibrot sem upp kemst kært til lögreglunnar,“ segir hann. Stangaveiðifélagið muni taka málið upp við lögregluna. „Það verður óskað eftir því að lögreglan sinni þessum útköllum hraðar og betur en gert hefur verið. Við ætlum að kæra hvert einstakt tilvik til lögreglunnar.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Stangveiði Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Sjá meira