Rjómablíða á Skjaldborg Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 12. júní 2019 08:15 Á sunnudeginum fóru gestir hátíðarinnar í skrúðgöngu. Mynd/Hrund Atladóttir Heimildarmyndahátíðin Skjaldborg var haldin í þrettánda sinn nú um hvítasunnuhelgina. Í lok hátíðarinnar voru veitt áhorfendaverðlaunin Einarinn, en þau hafa verið veitt frá upphafi, og dómnefndarverðlaunin Ljóskastarinn sem veitt voru í fyrsta sinn árið 2017. Í ár hlaut heimildarmyndin Vasúlka áhrifin eftir Hrafnhildi Gunnarsdóttur Einarinn. Hún fjallar um myndbandsverkalistafólkið og frumkvöðlana Steinu og Woody Vasúlka. Komin á áttræðisaldur og í fjárkröggum voru þau fyrir tilviljun enduruppgötvuð af listaheiminum sem þau töldu sig aldrei hluta af og skutust aftur upp á stjörnuhimininn. Vasúlka áhrifin var kynnt sem verk í vinnslu árið 2017 og komu Vasúlka-hjónin jafnframt á hátíðina það ár sem heiðursgestir. Heimildarmyndin Í sambandi eftir Pawel Ziemilski hlaut dómnefndarverðlaunin, Ljóskastarann, en hún fjallar um pólska íbúa á Íslandi og hvernig þeir halda tengslum við sína nánustu. Dómnefndina skipuðu Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, leikstjóri og einn stofnenda hátíðarinnar, Margrét Örnólfsdóttir, handritshöfundur og tónskáld, og Anna Þóra Steinþórsdóttir, leikstjóri og tvöfaldur sigurvegari á Skjaldborg 2018. Kvenfélag bæjarins bauð upp á plokkfisk á laugardeginum og herlegheitin enduðu svo með alvöru sveitaballi með hljómsveitinni Björtum sveiflum á sunnudeginum. Helga Rakel Rafnsdóttir, einn stjórnanda hátíðarinnar, segir hátíðina hafa heppast einstaklega vel og að veðurblíðan hafi alls ekki ekki skemmt fyrir. Birtist í Fréttablaðinu Vesturbyggð Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Heimildarmyndahátíðin Skjaldborg var haldin í þrettánda sinn nú um hvítasunnuhelgina. Í lok hátíðarinnar voru veitt áhorfendaverðlaunin Einarinn, en þau hafa verið veitt frá upphafi, og dómnefndarverðlaunin Ljóskastarinn sem veitt voru í fyrsta sinn árið 2017. Í ár hlaut heimildarmyndin Vasúlka áhrifin eftir Hrafnhildi Gunnarsdóttur Einarinn. Hún fjallar um myndbandsverkalistafólkið og frumkvöðlana Steinu og Woody Vasúlka. Komin á áttræðisaldur og í fjárkröggum voru þau fyrir tilviljun enduruppgötvuð af listaheiminum sem þau töldu sig aldrei hluta af og skutust aftur upp á stjörnuhimininn. Vasúlka áhrifin var kynnt sem verk í vinnslu árið 2017 og komu Vasúlka-hjónin jafnframt á hátíðina það ár sem heiðursgestir. Heimildarmyndin Í sambandi eftir Pawel Ziemilski hlaut dómnefndarverðlaunin, Ljóskastarann, en hún fjallar um pólska íbúa á Íslandi og hvernig þeir halda tengslum við sína nánustu. Dómnefndina skipuðu Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, leikstjóri og einn stofnenda hátíðarinnar, Margrét Örnólfsdóttir, handritshöfundur og tónskáld, og Anna Þóra Steinþórsdóttir, leikstjóri og tvöfaldur sigurvegari á Skjaldborg 2018. Kvenfélag bæjarins bauð upp á plokkfisk á laugardeginum og herlegheitin enduðu svo með alvöru sveitaballi með hljómsveitinni Björtum sveiflum á sunnudeginum. Helga Rakel Rafnsdóttir, einn stjórnanda hátíðarinnar, segir hátíðina hafa heppast einstaklega vel og að veðurblíðan hafi alls ekki ekki skemmt fyrir.
Birtist í Fréttablaðinu Vesturbyggð Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira