Joðtöflur rjúka út eftir velgengni Tsjernóbílþáttanna Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2019 22:52 Hjúpurinn yfir kjarnaofni fjögur í Tjsernóbíl sem sprakk nóttina örlagaríku árið 1986. Slysið er talið alvarlegasta kjarnorkuslys í sögunni. Vísir/EPA Sala á joðtöflum í Noregi hefur stóraukist eftir að þáttaröð um kjarnorkuslysið í Tsjernóbíl voru frumsýndir fyrir rúmum mánuði. Yfirmaður geislavarna þar segir þættina áminningu um að þó að líkurnar á stórslysi séu litlar þurfi fólk að vera búið undir það. Á þeim fimm vikum sem liðnar eru frá því að fyrsti þáttur raðarinnar „Tsjernóbíl“ var frumsýndur hafa 1.900 joðtöflur verið seldar í Noregi. Það eru tvöfalt fleiri töflur en seldar voru vikurnar fimm á undan, að því er segir í frétt norska ríkisútvarpsins NRK. Joð kemur í veg fyrir að skjaldkirtill fólks safni í sig geislavirku efni. Þáttaröðin nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir. Hún segir frá atburðum þegar kjarnaofn sprakk í Tsjernóbíl-kjarnorkuverinu í Úkraínu, sem þá var hluti af Sovétríkjunum, aðfaranótt 26. apríl árið 1986. Astrid Liland, yfirmaður neyðarundirbúnings Geislavarna- og kjarnorkuöryggisstofnunar Noregs, segir þáttaröðina gefa glögga mynd af því sem gerðist. „Þáttaröðin minnir okkur á að hlutirnir geta farið alvarlega úrskeiðis. Þó að líkurnar á sambærilegum hamförum séu litlar verður fólk að vera undirbúið,“ segir Liland. Fjöldi kjarnorkuvera er í Evrópu. Ef til kjarnorkuslyss kæmi segir Liland nauðsynlegt að hafa joðtöflur til taks. Mælt sé með því að fólk yngra en fertugt, ófrískar konur og mæður með börn á brjósti eigi joðtöflur til öryggis. Hægt er að kaupa joðtöflur án lyfseðils í Noregi. Noregur Tsjernobyl Tengdar fréttir Skapari Tsjernóbíl vonar að áhorfendur taki þáttunum ekki sem heilögum sannleik "Það síðasta sem ég vildi segja við fólk er þetta: "Nú þegar þú hefur horft á þættina þá veistu sannleikann,“ Nei, þú veist hann ekki,“ segir Craig Mazin, skapari og aðalframleiðandi Tsjernóbíl-þáttanna vinsælu sem luku göngu sinni um helgina. 5. júní 2019 20:00 Ferðamönnum í Tsjernóbíl fjölgað um tugi prósenta eftir samnefnda þætti Ferðaskrifstofa sem býður upp á ferðir til Tsjernóbíl segir bókanir hafa aukist um 40% síðan samnefnd þáttaröð hóf göngu sína á HBO í maí. 4. júní 2019 19:08 Segir Íslendinga illa búna undir kjarnorkuhörmungar Ásta Guðrún Helgadóttir segir okkur mikla eftirbáta Norðmanna þegar kemur að viðbragðsáætlun við kjarnorkumengun af einhverju tagi. 3. júní 2019 22:11 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Sala á joðtöflum í Noregi hefur stóraukist eftir að þáttaröð um kjarnorkuslysið í Tsjernóbíl voru frumsýndir fyrir rúmum mánuði. Yfirmaður geislavarna þar segir þættina áminningu um að þó að líkurnar á stórslysi séu litlar þurfi fólk að vera búið undir það. Á þeim fimm vikum sem liðnar eru frá því að fyrsti þáttur raðarinnar „Tsjernóbíl“ var frumsýndur hafa 1.900 joðtöflur verið seldar í Noregi. Það eru tvöfalt fleiri töflur en seldar voru vikurnar fimm á undan, að því er segir í frétt norska ríkisútvarpsins NRK. Joð kemur í veg fyrir að skjaldkirtill fólks safni í sig geislavirku efni. Þáttaröðin nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir. Hún segir frá atburðum þegar kjarnaofn sprakk í Tsjernóbíl-kjarnorkuverinu í Úkraínu, sem þá var hluti af Sovétríkjunum, aðfaranótt 26. apríl árið 1986. Astrid Liland, yfirmaður neyðarundirbúnings Geislavarna- og kjarnorkuöryggisstofnunar Noregs, segir þáttaröðina gefa glögga mynd af því sem gerðist. „Þáttaröðin minnir okkur á að hlutirnir geta farið alvarlega úrskeiðis. Þó að líkurnar á sambærilegum hamförum séu litlar verður fólk að vera undirbúið,“ segir Liland. Fjöldi kjarnorkuvera er í Evrópu. Ef til kjarnorkuslyss kæmi segir Liland nauðsynlegt að hafa joðtöflur til taks. Mælt sé með því að fólk yngra en fertugt, ófrískar konur og mæður með börn á brjósti eigi joðtöflur til öryggis. Hægt er að kaupa joðtöflur án lyfseðils í Noregi.
Noregur Tsjernobyl Tengdar fréttir Skapari Tsjernóbíl vonar að áhorfendur taki þáttunum ekki sem heilögum sannleik "Það síðasta sem ég vildi segja við fólk er þetta: "Nú þegar þú hefur horft á þættina þá veistu sannleikann,“ Nei, þú veist hann ekki,“ segir Craig Mazin, skapari og aðalframleiðandi Tsjernóbíl-þáttanna vinsælu sem luku göngu sinni um helgina. 5. júní 2019 20:00 Ferðamönnum í Tsjernóbíl fjölgað um tugi prósenta eftir samnefnda þætti Ferðaskrifstofa sem býður upp á ferðir til Tsjernóbíl segir bókanir hafa aukist um 40% síðan samnefnd þáttaröð hóf göngu sína á HBO í maí. 4. júní 2019 19:08 Segir Íslendinga illa búna undir kjarnorkuhörmungar Ásta Guðrún Helgadóttir segir okkur mikla eftirbáta Norðmanna þegar kemur að viðbragðsáætlun við kjarnorkumengun af einhverju tagi. 3. júní 2019 22:11 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Skapari Tsjernóbíl vonar að áhorfendur taki þáttunum ekki sem heilögum sannleik "Það síðasta sem ég vildi segja við fólk er þetta: "Nú þegar þú hefur horft á þættina þá veistu sannleikann,“ Nei, þú veist hann ekki,“ segir Craig Mazin, skapari og aðalframleiðandi Tsjernóbíl-þáttanna vinsælu sem luku göngu sinni um helgina. 5. júní 2019 20:00
Ferðamönnum í Tsjernóbíl fjölgað um tugi prósenta eftir samnefnda þætti Ferðaskrifstofa sem býður upp á ferðir til Tsjernóbíl segir bókanir hafa aukist um 40% síðan samnefnd þáttaröð hóf göngu sína á HBO í maí. 4. júní 2019 19:08
Segir Íslendinga illa búna undir kjarnorkuhörmungar Ásta Guðrún Helgadóttir segir okkur mikla eftirbáta Norðmanna þegar kemur að viðbragðsáætlun við kjarnorkumengun af einhverju tagi. 3. júní 2019 22:11
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent