Tyrkneskir hakkarar réðust á Sunnlenska Jakob Bjarnar skrifar 11. júní 2019 13:50 Guðmundur Karl, ritstjóri Sunnlenska, biðlar til sinna manna að þeir svari fyrir árásina á vellinum í kvöld. „Eins og við segjum í boltanum: Við svörum fyrir þetta innan vallar,“ segir Guðmundur Karl Sigurdórsson ritstjóri Sunnlenska. Tyrkneskir hakkarar létu til skara skríða gegn fréttavefnum Sunnlenska. Og lá miðillinn niðri í tæpa 14 tíma vegna þessa eða frá klukkan 19:09 í gærkvöldi þar til um klukkan níu í morgun. „Einhverjir þrjótar þefuðu upp holu í kerfinu hjá mér og breyttu tveimur skrám inni í grunninum á síðunni. Og það verður til þess að beina allri umferðinni af minni síðu inná einhverja síðu hjá þeim,“ segir ritstjórinn.Tyrkneski hakkarinn Turk Siber Ordu Þau hjá Sunnlenska tókum vefinn niður, en meðan hann var uppi voru þar skilaboð á tyrknesku, sem Guðmundi Karli tókst ekki að googletranslate-a, að sögn.„En voru eitthvað á þá leið: Þetta er alvöru! Sá sem skrifar sig fyrir þessu, hakkarinn, heitir í Turk Siber Ordu.“Ritstjórinn kallar eftir því að Selfyssingarnir tveir svari fyrir sitt byggðarlag í leiknum á eftir.vísir/vilhelmGuðmundur Karl gefur sig ekki út fyrir að vera mikill tölvu- eða netsérfræðingur en segir að þeir sem hýsa vefinn hafi talað um að ekki væri um skipulagða hópárás að ræða þar sem allt fer á hliðina. Þetta sé öllu einfaldara. „Eina sem við þurftum að gera var að uppfæra þessar skemmdu skrár, endurræsa vefinn og þetta hefur verið vandræðalaust síðan.“Engin tilviljun að Selfyssingar fá hakkara í hausinn Líklegt má heita að árásin tengist væringum sem snúa að leiknum í kvöld og uppákomu á Leifsstöð þar sem uppþvottabursta var veifað framan í tyrknesku leikmennina auk kvartana um að þeir hafi verið teknir í óeðlilega langa tollskoðun við komuna til landsins. Stuðningsmenn tyrkneska liðsins eru æfir og tyrkneskir hakkarar, sem hafa sýnt sig í því að vera skæðir, réðust meðal annars á vef Isavia og svo Sunnlenska fréttablaðinu. Guðmundur Karl telur einsýnt að árásin sem Sunnlenska varð fyrir sé afsprengi þessa.Skilaboðin sem þau á Sunnlenska fengu frá hakkaranum.„Ég held að það sé alveg ljóst. Þessi gusa kemur í kjölfar þessarar uppákomu þarna í Leifsstöð. Þetta er allt að koma núna frá Tyrklandi og getur ekki verið tilviljun.“ Í íslenska landsliðinu eru tveir Selfyssingar og Guðmundur Karl telur, án ábyrgðar, að það tengist því að Sunnlenska lenti í Turk Siber Ordu: „Ég held að það hljóti að vera málið og ég vona að mínir menn, þeir Viðar Örn Kjartansson og Jón Daði Böðvarsson, svari fyrir þetta í kvöld.“ Ritstjórinn er sem aðrir spenntur fyrir leiknum, sérstaklega eftir þennan aðdraganda; nú er heldur betur hiti að færast í leikinn. EM 2020 í fótbolta Fjölmiðlar Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir aldrei unnið á Laugardalsvelli Tyrkneska karlalandsliðið í fótbolta hefur ekki sótt gull í greipar þess íslenska á Laugardalsvelli í gegnum tíðina. 11. júní 2019 07:00 Belginn með burstann ætlaði ekki að móðga neinn Líf Belgans Corentin Siamang hefur ekki verið það sama síðan það uppgötvaðist að hann hefði verið maðurinn með þvottaburstann er tyrkneska fótboltalandsliðið kom til Íslands. 11. júní 2019 12:00 Uppþvottaburstar teknir af stuðningsmönnum á Laugardalsvelli Allir uppþvottaburstar verða gerðir upptækir á Laugardalsvelli í kvöld, mæti stuðningsmenn með bursta á leikinn gæti KSÍ þurft að sæta þunga refsingu frá UEFA. RÚV greindi frá þessu nú í hádeginu. 11. júní 2019 13:36 Heimasíða KSÍ varð fyrir árás tölvuþrjóta Heimasíða Knattspyrnusambands Íslands, ksi.is, lá niðri upp úr ellefu í morgun og er líklegt að síðan hafi orðið fyrir árás. 11. júní 2019 11:18 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Eins og við segjum í boltanum: Við svörum fyrir þetta innan vallar,“ segir Guðmundur Karl Sigurdórsson ritstjóri Sunnlenska. Tyrkneskir hakkarar létu til skara skríða gegn fréttavefnum Sunnlenska. Og lá miðillinn niðri í tæpa 14 tíma vegna þessa eða frá klukkan 19:09 í gærkvöldi þar til um klukkan níu í morgun. „Einhverjir þrjótar þefuðu upp holu í kerfinu hjá mér og breyttu tveimur skrám inni í grunninum á síðunni. Og það verður til þess að beina allri umferðinni af minni síðu inná einhverja síðu hjá þeim,“ segir ritstjórinn.Tyrkneski hakkarinn Turk Siber Ordu Þau hjá Sunnlenska tókum vefinn niður, en meðan hann var uppi voru þar skilaboð á tyrknesku, sem Guðmundi Karli tókst ekki að googletranslate-a, að sögn.„En voru eitthvað á þá leið: Þetta er alvöru! Sá sem skrifar sig fyrir þessu, hakkarinn, heitir í Turk Siber Ordu.“Ritstjórinn kallar eftir því að Selfyssingarnir tveir svari fyrir sitt byggðarlag í leiknum á eftir.vísir/vilhelmGuðmundur Karl gefur sig ekki út fyrir að vera mikill tölvu- eða netsérfræðingur en segir að þeir sem hýsa vefinn hafi talað um að ekki væri um skipulagða hópárás að ræða þar sem allt fer á hliðina. Þetta sé öllu einfaldara. „Eina sem við þurftum að gera var að uppfæra þessar skemmdu skrár, endurræsa vefinn og þetta hefur verið vandræðalaust síðan.“Engin tilviljun að Selfyssingar fá hakkara í hausinn Líklegt má heita að árásin tengist væringum sem snúa að leiknum í kvöld og uppákomu á Leifsstöð þar sem uppþvottabursta var veifað framan í tyrknesku leikmennina auk kvartana um að þeir hafi verið teknir í óeðlilega langa tollskoðun við komuna til landsins. Stuðningsmenn tyrkneska liðsins eru æfir og tyrkneskir hakkarar, sem hafa sýnt sig í því að vera skæðir, réðust meðal annars á vef Isavia og svo Sunnlenska fréttablaðinu. Guðmundur Karl telur einsýnt að árásin sem Sunnlenska varð fyrir sé afsprengi þessa.Skilaboðin sem þau á Sunnlenska fengu frá hakkaranum.„Ég held að það sé alveg ljóst. Þessi gusa kemur í kjölfar þessarar uppákomu þarna í Leifsstöð. Þetta er allt að koma núna frá Tyrklandi og getur ekki verið tilviljun.“ Í íslenska landsliðinu eru tveir Selfyssingar og Guðmundur Karl telur, án ábyrgðar, að það tengist því að Sunnlenska lenti í Turk Siber Ordu: „Ég held að það hljóti að vera málið og ég vona að mínir menn, þeir Viðar Örn Kjartansson og Jón Daði Böðvarsson, svari fyrir þetta í kvöld.“ Ritstjórinn er sem aðrir spenntur fyrir leiknum, sérstaklega eftir þennan aðdraganda; nú er heldur betur hiti að færast í leikinn.
EM 2020 í fótbolta Fjölmiðlar Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir aldrei unnið á Laugardalsvelli Tyrkneska karlalandsliðið í fótbolta hefur ekki sótt gull í greipar þess íslenska á Laugardalsvelli í gegnum tíðina. 11. júní 2019 07:00 Belginn með burstann ætlaði ekki að móðga neinn Líf Belgans Corentin Siamang hefur ekki verið það sama síðan það uppgötvaðist að hann hefði verið maðurinn með þvottaburstann er tyrkneska fótboltalandsliðið kom til Íslands. 11. júní 2019 12:00 Uppþvottaburstar teknir af stuðningsmönnum á Laugardalsvelli Allir uppþvottaburstar verða gerðir upptækir á Laugardalsvelli í kvöld, mæti stuðningsmenn með bursta á leikinn gæti KSÍ þurft að sæta þunga refsingu frá UEFA. RÚV greindi frá þessu nú í hádeginu. 11. júní 2019 13:36 Heimasíða KSÍ varð fyrir árás tölvuþrjóta Heimasíða Knattspyrnusambands Íslands, ksi.is, lá niðri upp úr ellefu í morgun og er líklegt að síðan hafi orðið fyrir árás. 11. júní 2019 11:18 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Tyrkir aldrei unnið á Laugardalsvelli Tyrkneska karlalandsliðið í fótbolta hefur ekki sótt gull í greipar þess íslenska á Laugardalsvelli í gegnum tíðina. 11. júní 2019 07:00
Belginn með burstann ætlaði ekki að móðga neinn Líf Belgans Corentin Siamang hefur ekki verið það sama síðan það uppgötvaðist að hann hefði verið maðurinn með þvottaburstann er tyrkneska fótboltalandsliðið kom til Íslands. 11. júní 2019 12:00
Uppþvottaburstar teknir af stuðningsmönnum á Laugardalsvelli Allir uppþvottaburstar verða gerðir upptækir á Laugardalsvelli í kvöld, mæti stuðningsmenn með bursta á leikinn gæti KSÍ þurft að sæta þunga refsingu frá UEFA. RÚV greindi frá þessu nú í hádeginu. 11. júní 2019 13:36
Heimasíða KSÍ varð fyrir árás tölvuþrjóta Heimasíða Knattspyrnusambands Íslands, ksi.is, lá niðri upp úr ellefu í morgun og er líklegt að síðan hafi orðið fyrir árás. 11. júní 2019 11:18
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent