Taka höndum saman með Færeyingum við verndun tungumálsins Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. júní 2019 16:22 Við sköpum á íslensku og viljum auðvitað geta notað tungumálið okkar á öllum sviðum, segir menntamálaráðherra. Vísir/vilhelm Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að á fundi hennar með Hönnu Jensen, menntamálaráðherra Færeyja, hafi verið ákveðið að vinna að samstarfssamningi Íslands og Færeyja um verkefni á sviði máltækni. Segja má að Færeyingar glími við sömu áskoranir og við Íslendingar þegar vernd tungumálsins er annars vegar. Á fundinum ræddu ráðherrarnir meðal annars þingsályktun sem Alþingi samþykkti á liðnu vorþingi um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi og aðgerðaáætlun hennar og verkáætlunina máltækni fyrir íslensku sem nú er unnið eftir. „Þau vilja vinna með okkur að gera samskonar þingsályktun fyrir þinginu hjá þeim. Svo auðvitað máltækniáætlunin okkar sem er stórmerkileg þar sem við erum að kalla saman okkar færustu hugbúnaðarverkfræðinga og málvísindafólk til að sjá til þess að íslenskan lifi í hinum stafræna heimi.“En eru það ekki einkafyrirtæki sem leiða þetta, eins og Google sem gerði þetta af sjálfsdáðum. Án ríkisstyrkja?„Við þurfum að koma fram með tæknilausnir til þessara fyrirtækja því þau eru mjög ráðandi á markaðnum. Við þurfum að passa upp á að íslenska geti þróast í takt við það sem er að gerast. Við erum að leita eftir samstarfi við þessa aðila til að ná þeim framgangi og árangri sem nauðsynlegt er,“ segir Lilja.Lengi voru áhyggjur af því að íslenska væri of dönskuskotin. Í dag eru áhyggjur svipaðar nema af enskuskotinni íslensku. Finnst þér þetta vera meira vandamál í dag en þegar þú varst að alast upp?„Það sem við sjáum er að málvísindafólkið okkar hefur verið að rannsaka til að mynda máltöku barna. Það er hreinlega munur á máltöku barna nú og fyrir fimmtán árum vegna áhrifa snjalltækja. En ég lít líka svo á að það séu ákveðin tækifæri í þessu. Íslendingar eru meðvitaðir um mikilvægi tungumálsins og vilja veg tungumálsins sem mestan. Ég finn það þegar ég er að tala við Hönnu Jensen, færeyska menntamálaráðherrann, að Færeyingar eru að hugsa um þetta á svipuðum nótum og öll minni málssvæði. Og ekki bara minni málssvæði. Frakkar eru mikið að hugsa um sitt tungumál og passa að hægt sé að nálgast þeirra tungumál sem víðast. Það er þannig að við gerum allt auðvitað á íslensku. Við sköpum á íslensku og viljum auðvitað geta notað tungumálið okkar á öllum sviðum. “ Færeyjar Íslenska á tækniöld Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að á fundi hennar með Hönnu Jensen, menntamálaráðherra Færeyja, hafi verið ákveðið að vinna að samstarfssamningi Íslands og Færeyja um verkefni á sviði máltækni. Segja má að Færeyingar glími við sömu áskoranir og við Íslendingar þegar vernd tungumálsins er annars vegar. Á fundinum ræddu ráðherrarnir meðal annars þingsályktun sem Alþingi samþykkti á liðnu vorþingi um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi og aðgerðaáætlun hennar og verkáætlunina máltækni fyrir íslensku sem nú er unnið eftir. „Þau vilja vinna með okkur að gera samskonar þingsályktun fyrir þinginu hjá þeim. Svo auðvitað máltækniáætlunin okkar sem er stórmerkileg þar sem við erum að kalla saman okkar færustu hugbúnaðarverkfræðinga og málvísindafólk til að sjá til þess að íslenskan lifi í hinum stafræna heimi.“En eru það ekki einkafyrirtæki sem leiða þetta, eins og Google sem gerði þetta af sjálfsdáðum. Án ríkisstyrkja?„Við þurfum að koma fram með tæknilausnir til þessara fyrirtækja því þau eru mjög ráðandi á markaðnum. Við þurfum að passa upp á að íslenska geti þróast í takt við það sem er að gerast. Við erum að leita eftir samstarfi við þessa aðila til að ná þeim framgangi og árangri sem nauðsynlegt er,“ segir Lilja.Lengi voru áhyggjur af því að íslenska væri of dönskuskotin. Í dag eru áhyggjur svipaðar nema af enskuskotinni íslensku. Finnst þér þetta vera meira vandamál í dag en þegar þú varst að alast upp?„Það sem við sjáum er að málvísindafólkið okkar hefur verið að rannsaka til að mynda máltöku barna. Það er hreinlega munur á máltöku barna nú og fyrir fimmtán árum vegna áhrifa snjalltækja. En ég lít líka svo á að það séu ákveðin tækifæri í þessu. Íslendingar eru meðvitaðir um mikilvægi tungumálsins og vilja veg tungumálsins sem mestan. Ég finn það þegar ég er að tala við Hönnu Jensen, færeyska menntamálaráðherrann, að Færeyingar eru að hugsa um þetta á svipuðum nótum og öll minni málssvæði. Og ekki bara minni málssvæði. Frakkar eru mikið að hugsa um sitt tungumál og passa að hægt sé að nálgast þeirra tungumál sem víðast. Það er þannig að við gerum allt auðvitað á íslensku. Við sköpum á íslensku og viljum auðvitað geta notað tungumálið okkar á öllum sviðum. “
Færeyjar Íslenska á tækniöld Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira