„Ótækt“ að pólitísk öfl hafi lokaorðið um niðurstöðu hugsanlegra brota Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. júní 2019 15:49 Fyrsti varaforseti Alþingis gagnrýnir að forsætisnefndin sé milliliður siðanefndar Alþingis. FBL/Ernir Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrsti varaforseti forsætisnefndar Alþingis, er afar gagnrýninn á verkferla í tengslum við siðanefnd. Það sé gallað fyrirkomulag að forsætisnefnd sé milliliður við afgreiðslu siðamála. Hann kom óánægju sinni á framfæri í bókun við álit forsætisnefndar Alþingis. Forsætisnefnd Alþingis sem hefur að undanförnu haft til umfjöllunar erindi Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um meint brot þingmanna Pírata, þeirra Björns Levís Gunnarssonar og Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, hefur lokið meðferð sinni á málinu og birt álit sitt á vef Alþingis. Forsætisnefnd Alþingis hefur fallist á álit siðanefndar um að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hefði brotið gegn siðareglum alþingismanna sem fjalla um hátternisskyldu þegar hún sagði opinberlega að rökstuddur grunur væri uppi um að Ásmundur hefði dregið sér fé. Í bókuninni skrifar Guðjón að það sé ótækt að pólitískir fulltrúar hafi lokaorðið um niðurstöðu mála er varða hugsanleg brot samþingmanna þeirra á siðareglum Alþingis. „Eftir að þingið setti sér siðareglur hefur aðeins einn þingmaður verið talinn brotlegur við þær, fyrir að taka þátt í opinberri umræðu um meint brot annars þingmanns, og þá vegna orðalags frekar en inntaks. Þetta tel ég óheppilegt fyrir þingið, ásýnd þess og störf,“ segir í bókun Guðjóns. Það sé mikilvægt að Alþingi hafi siðanefnd með fullt og milliliðalaust umboð til að kveða upp úrskurði um álitamál sem upp koma vegna þingmanna. „Það fyrirkomulag að forsætisnefnd sé milliliður við slíka afgreiðslu hefur reynst gallað, enda var það gagnrýnt á sínum tíma í umsögnum um þingsályktunartillöguna um siðareglur Alþingis.“ Guðjón segist þó lúta niðurstöðu siðanefndarinnar. Alþingi Tengdar fréttir Hyggja á frekari aðgerðir gegn Ásmundi: „Erum komin á mjög hættulegan stað sem réttarríki þegar það er siðabrot að segja sannleikann“ Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, er afar ósáttur við álit meirihluta forsætisnefndar Alþingis í máli Þórhildar Sunnu. Hann segir álitið snúa tilgangi siðareglna á haus. 26. júní 2019 11:45 Álit um brot Þórhildar Sunnu staðfest Forsætisnefnd hefur fallist á álit siðanefndar Alþingis í máli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttir, þingmanns Pírata, og telur hana brotlega við siðareglur fyrir alþingismenn vegna ummæla um Ásmund Friðriksson. Þrír nefndarmenn eru með sérbókun vegna álitsins. 26. júní 2019 06:00 Málið snúist ekki um hvað Þórhildur sagði heldur hvernig hún sagði það Þórhildur Sunna hefur sagt að álit siðanefndar sé rangt og röksemdarfærslan bæði ófullnægjandi og röng hvað varðar efni og aðferðarfræði. 26. júní 2019 14:52 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Sjá meira
Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrsti varaforseti forsætisnefndar Alþingis, er afar gagnrýninn á verkferla í tengslum við siðanefnd. Það sé gallað fyrirkomulag að forsætisnefnd sé milliliður við afgreiðslu siðamála. Hann kom óánægju sinni á framfæri í bókun við álit forsætisnefndar Alþingis. Forsætisnefnd Alþingis sem hefur að undanförnu haft til umfjöllunar erindi Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um meint brot þingmanna Pírata, þeirra Björns Levís Gunnarssonar og Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, hefur lokið meðferð sinni á málinu og birt álit sitt á vef Alþingis. Forsætisnefnd Alþingis hefur fallist á álit siðanefndar um að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hefði brotið gegn siðareglum alþingismanna sem fjalla um hátternisskyldu þegar hún sagði opinberlega að rökstuddur grunur væri uppi um að Ásmundur hefði dregið sér fé. Í bókuninni skrifar Guðjón að það sé ótækt að pólitískir fulltrúar hafi lokaorðið um niðurstöðu mála er varða hugsanleg brot samþingmanna þeirra á siðareglum Alþingis. „Eftir að þingið setti sér siðareglur hefur aðeins einn þingmaður verið talinn brotlegur við þær, fyrir að taka þátt í opinberri umræðu um meint brot annars þingmanns, og þá vegna orðalags frekar en inntaks. Þetta tel ég óheppilegt fyrir þingið, ásýnd þess og störf,“ segir í bókun Guðjóns. Það sé mikilvægt að Alþingi hafi siðanefnd með fullt og milliliðalaust umboð til að kveða upp úrskurði um álitamál sem upp koma vegna þingmanna. „Það fyrirkomulag að forsætisnefnd sé milliliður við slíka afgreiðslu hefur reynst gallað, enda var það gagnrýnt á sínum tíma í umsögnum um þingsályktunartillöguna um siðareglur Alþingis.“ Guðjón segist þó lúta niðurstöðu siðanefndarinnar.
Alþingi Tengdar fréttir Hyggja á frekari aðgerðir gegn Ásmundi: „Erum komin á mjög hættulegan stað sem réttarríki þegar það er siðabrot að segja sannleikann“ Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, er afar ósáttur við álit meirihluta forsætisnefndar Alþingis í máli Þórhildar Sunnu. Hann segir álitið snúa tilgangi siðareglna á haus. 26. júní 2019 11:45 Álit um brot Þórhildar Sunnu staðfest Forsætisnefnd hefur fallist á álit siðanefndar Alþingis í máli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttir, þingmanns Pírata, og telur hana brotlega við siðareglur fyrir alþingismenn vegna ummæla um Ásmund Friðriksson. Þrír nefndarmenn eru með sérbókun vegna álitsins. 26. júní 2019 06:00 Málið snúist ekki um hvað Þórhildur sagði heldur hvernig hún sagði það Þórhildur Sunna hefur sagt að álit siðanefndar sé rangt og röksemdarfærslan bæði ófullnægjandi og röng hvað varðar efni og aðferðarfræði. 26. júní 2019 14:52 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Sjá meira
Hyggja á frekari aðgerðir gegn Ásmundi: „Erum komin á mjög hættulegan stað sem réttarríki þegar það er siðabrot að segja sannleikann“ Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, er afar ósáttur við álit meirihluta forsætisnefndar Alþingis í máli Þórhildar Sunnu. Hann segir álitið snúa tilgangi siðareglna á haus. 26. júní 2019 11:45
Álit um brot Þórhildar Sunnu staðfest Forsætisnefnd hefur fallist á álit siðanefndar Alþingis í máli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttir, þingmanns Pírata, og telur hana brotlega við siðareglur fyrir alþingismenn vegna ummæla um Ásmund Friðriksson. Þrír nefndarmenn eru með sérbókun vegna álitsins. 26. júní 2019 06:00
Málið snúist ekki um hvað Þórhildur sagði heldur hvernig hún sagði það Þórhildur Sunna hefur sagt að álit siðanefndar sé rangt og röksemdarfærslan bæði ófullnægjandi og röng hvað varðar efni og aðferðarfræði. 26. júní 2019 14:52