Einn af hverjum tíu á vinnumarkaði haldinn sjúklegri streitu Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Hall skrifa 24. júní 2019 23:37 Ætla má að einn af hverjum tíu á vinnumarkaði þjáist af sjúklegri streitu hér á landi en afar mikilvægt er að grípa inn í áður en slíkt gerist, að sögn geðlæknis. Hann segir að almennt sé streita að aukast og margt bendi til þess að ástandið hér og sé svipað og í Bandaríkjunum þar sem rætt er um að streitufaraldur geysi. „Við getum ekki litið fram hjá streitu í samfélagi okkar og þeim áhrifum sem hún hefur á fólk með sorglegum afleiðingum. Lífslíkur í Bandaríkjunum minnka hraðar en í nokkru öðru þróuðu ríki í veröldinni. Við drekkum meira, offita er sem faraldur og kvíðastreita er óviðráðanleg.“ Þetta kemur fram í heimildarmynd sem verður sýnd á Stöð 2 í kvöld um streitufaraldurinn í Bandaríkjunum. Geðlæknir hjá Forvörnum og Streituskólanum telur að ástandið sé svipað hér á landi. „Það er ekki til mikið af viðamiklum rannsóknum á streitu á Íslandi en það er margt sem bendir til þess að þetta sé svipað hjá okkur eins og er í Evrópu og í Bandaríkjunum. Tíðnin er að aukast og er há.“ Ólafur segir afa mikilvægt að grípa strax inn í ef fólki grunar að það sé haldið of mikilli streitu og áður en kemur til sjúklegrar streitu sem sé í raun heilasjúkdómur. „Sjúkdómsgreining þar sem að hafa myndast langvinn og alvarleg einkenni frá heila, í raun heilasjúkdómur,“ segir Ólafur. Rannsóknir hafi sýnt að um einn af hverjum tíu á vinnumarkaði sé haldin sjúklegri streitu en einkenni eru til dæmis sífelld þreyta og minnisleysi. Ef fólk bregðist fljótt og hvílist og hreyfi sig séu batahorfur góðar en það taki lengri tíma að ná sér ef streitan sé orðin sjúkleg. Ráðgjafi segir hvíldina afar mikilvæga. „Það sem þarf kannski að gera til að byrja með er svolítið að núllstilla einstaklinginn, skoða hvernig er með svefninn, það er yfirleitt fyrsta atriðið sem þarf að skoða,“ segir Elín Blöndal, ráðgjafi hjá Streitumóttökunni. Heilbrigðismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Eins og hamstur á hjóli þegar reynt er að samræma vinnu og fjölskyldulíf Niðurstöður rannsóknar sem gerð var í Háskólanum á Akureyri sýna að stytting vinnuvikunnar sé lykilatriði í því að minnka álag og lífsgæði fjölskyldufólks. 27. febrúar 2019 11:32 „Svolítið í Íslendingum að finnast það vera ódugnaður að ráða ekki við streituna“ Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir, segir heilbrigðisstarfsmenn nú sjá nýjan hóp í heilbrigðiskerfinu, það er fólk sem glímir við það sem kallað er sjúkleg streita. 10. desember 2018 10:45 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Ætla má að einn af hverjum tíu á vinnumarkaði þjáist af sjúklegri streitu hér á landi en afar mikilvægt er að grípa inn í áður en slíkt gerist, að sögn geðlæknis. Hann segir að almennt sé streita að aukast og margt bendi til þess að ástandið hér og sé svipað og í Bandaríkjunum þar sem rætt er um að streitufaraldur geysi. „Við getum ekki litið fram hjá streitu í samfélagi okkar og þeim áhrifum sem hún hefur á fólk með sorglegum afleiðingum. Lífslíkur í Bandaríkjunum minnka hraðar en í nokkru öðru þróuðu ríki í veröldinni. Við drekkum meira, offita er sem faraldur og kvíðastreita er óviðráðanleg.“ Þetta kemur fram í heimildarmynd sem verður sýnd á Stöð 2 í kvöld um streitufaraldurinn í Bandaríkjunum. Geðlæknir hjá Forvörnum og Streituskólanum telur að ástandið sé svipað hér á landi. „Það er ekki til mikið af viðamiklum rannsóknum á streitu á Íslandi en það er margt sem bendir til þess að þetta sé svipað hjá okkur eins og er í Evrópu og í Bandaríkjunum. Tíðnin er að aukast og er há.“ Ólafur segir afa mikilvægt að grípa strax inn í ef fólki grunar að það sé haldið of mikilli streitu og áður en kemur til sjúklegrar streitu sem sé í raun heilasjúkdómur. „Sjúkdómsgreining þar sem að hafa myndast langvinn og alvarleg einkenni frá heila, í raun heilasjúkdómur,“ segir Ólafur. Rannsóknir hafi sýnt að um einn af hverjum tíu á vinnumarkaði sé haldin sjúklegri streitu en einkenni eru til dæmis sífelld þreyta og minnisleysi. Ef fólk bregðist fljótt og hvílist og hreyfi sig séu batahorfur góðar en það taki lengri tíma að ná sér ef streitan sé orðin sjúkleg. Ráðgjafi segir hvíldina afar mikilvæga. „Það sem þarf kannski að gera til að byrja með er svolítið að núllstilla einstaklinginn, skoða hvernig er með svefninn, það er yfirleitt fyrsta atriðið sem þarf að skoða,“ segir Elín Blöndal, ráðgjafi hjá Streitumóttökunni.
Heilbrigðismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Eins og hamstur á hjóli þegar reynt er að samræma vinnu og fjölskyldulíf Niðurstöður rannsóknar sem gerð var í Háskólanum á Akureyri sýna að stytting vinnuvikunnar sé lykilatriði í því að minnka álag og lífsgæði fjölskyldufólks. 27. febrúar 2019 11:32 „Svolítið í Íslendingum að finnast það vera ódugnaður að ráða ekki við streituna“ Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir, segir heilbrigðisstarfsmenn nú sjá nýjan hóp í heilbrigðiskerfinu, það er fólk sem glímir við það sem kallað er sjúkleg streita. 10. desember 2018 10:45 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Eins og hamstur á hjóli þegar reynt er að samræma vinnu og fjölskyldulíf Niðurstöður rannsóknar sem gerð var í Háskólanum á Akureyri sýna að stytting vinnuvikunnar sé lykilatriði í því að minnka álag og lífsgæði fjölskyldufólks. 27. febrúar 2019 11:32
„Svolítið í Íslendingum að finnast það vera ódugnaður að ráða ekki við streituna“ Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir, segir heilbrigðisstarfsmenn nú sjá nýjan hóp í heilbrigðiskerfinu, það er fólk sem glímir við það sem kallað er sjúkleg streita. 10. desember 2018 10:45