Fjölskylduhjálp þarf að loka yfir sumartímann vegna fjárskorts Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifa 24. júní 2019 22:36 Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands. Vísir Há húsaleiga er meðal ástæðu þess að Fjölskylduhjálp Íslands muni ekki geta veitt matarúthlutanir frá 1. júlí til 1. september. Formaður Fjölskylduhjálpar hefur verulegar áhyggjur og segir samtökin þó ætla að reyna að halda úti neyðaraðstoð fyrir þá allra verst settu. Fjölskylduhjálp Íslands hefur verið starfrækt í sextán ár og tilheyrir hún félagsþjónustunni á stórhöfuðborgarsvæðinu. Þetta er í fyrsta sinn sem grípa þarf til þeirra aðgerða að loka yfir sumartímann vegna fjárskorts. Fjölskylduhjálp veitir hátt í níu hundruð matargjafir á mánuði og er aðstoðin meðal annars fjármögnuð með framlögum, söfnunum og flóamörkuðum sem starfræktir eru í Reykjavík og á Reykjanesi. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar, segir lokunina nauðsynlega til að geta byggt samtökin fjárhagslega upp fyrir veturinn. „Þegar að við erum að fá kannski eina milljón á ári frá Reykjavíkurborg, eina milljón frá ríkinu, þetta er náttúrulega voðalega lítið en það er svo skrítið að þó svo að við erum búin að vera hluti af félagsþjónustunni í sextán ár að þá einhvern vegin erum við hundsaðar.“ Hún segir að þrengt hafi að starfseminni síðustu ár meðal annars vegna húsaleigu. Ekki sé hægt að fara í vanskil þar og því þessi ákvörðun tekin. „Það er náttúrulega svolítið mikið að borga á milli 11 og 12 hundruð þúsund á mánuði og þá eru það báðir staðirnir og við náttúrulega rekum sendibíl því að við vorum að borga hátt í tvær og hálfa milljón á ári í sendibílakostnað. Þannig að það var fyrir nokkrum árum sem við keyptum bíl og hann náttúrulega marg búinn að borga sig en það eru bara kostnaðir, ég meina virðisauki af öllum vörum sem við kaupum, matvörum, og við fáum hann ekki endurgreiddan.“ Samtökin ætli þó að vera með neyðaraðstoð. „Þá er ég að tala um þegar fólk er algjörlega bara úrkula vonar um að geta á einn eða neinn hátt bjargað sér,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar. Félagsmál Hjálparstarf Reykjanesbær Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Há húsaleiga er meðal ástæðu þess að Fjölskylduhjálp Íslands muni ekki geta veitt matarúthlutanir frá 1. júlí til 1. september. Formaður Fjölskylduhjálpar hefur verulegar áhyggjur og segir samtökin þó ætla að reyna að halda úti neyðaraðstoð fyrir þá allra verst settu. Fjölskylduhjálp Íslands hefur verið starfrækt í sextán ár og tilheyrir hún félagsþjónustunni á stórhöfuðborgarsvæðinu. Þetta er í fyrsta sinn sem grípa þarf til þeirra aðgerða að loka yfir sumartímann vegna fjárskorts. Fjölskylduhjálp veitir hátt í níu hundruð matargjafir á mánuði og er aðstoðin meðal annars fjármögnuð með framlögum, söfnunum og flóamörkuðum sem starfræktir eru í Reykjavík og á Reykjanesi. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar, segir lokunina nauðsynlega til að geta byggt samtökin fjárhagslega upp fyrir veturinn. „Þegar að við erum að fá kannski eina milljón á ári frá Reykjavíkurborg, eina milljón frá ríkinu, þetta er náttúrulega voðalega lítið en það er svo skrítið að þó svo að við erum búin að vera hluti af félagsþjónustunni í sextán ár að þá einhvern vegin erum við hundsaðar.“ Hún segir að þrengt hafi að starfseminni síðustu ár meðal annars vegna húsaleigu. Ekki sé hægt að fara í vanskil þar og því þessi ákvörðun tekin. „Það er náttúrulega svolítið mikið að borga á milli 11 og 12 hundruð þúsund á mánuði og þá eru það báðir staðirnir og við náttúrulega rekum sendibíl því að við vorum að borga hátt í tvær og hálfa milljón á ári í sendibílakostnað. Þannig að það var fyrir nokkrum árum sem við keyptum bíl og hann náttúrulega marg búinn að borga sig en það eru bara kostnaðir, ég meina virðisauki af öllum vörum sem við kaupum, matvörum, og við fáum hann ekki endurgreiddan.“ Samtökin ætli þó að vera með neyðaraðstoð. „Þá er ég að tala um þegar fólk er algjörlega bara úrkula vonar um að geta á einn eða neinn hátt bjargað sér,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar.
Félagsmál Hjálparstarf Reykjanesbær Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira