Ólafía Þórunn: Ég kæri mig ekki mikið um aðstoð frá Bubba niðrí bæ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júní 2019 16:45 Ólafía Þórunn Kristinsdótti Getty/Mark Runnacles Íslenski atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir sagði aðdáendum sínum og stuðningsmönnum frá stöðunni á sér í stuttri færslu á fésbókarsíðu Ólafíu Þórunnar í dag. Fyrri hluti tímabilsins á Symetra-mótaröðinni er nú að baki og Ólafía segir að hún sé enn þá að finna sig þar. Ólafía Þórunn er í 142. sæti á peningalistanum en hún hefur unnið sér inn 1.857 dollara á þeim sex mótum sem hún hefur tekið þátt. Ólafía missti keppnisrétt sinn á LPGA-mótaröðinni í fyrra. Hún gengur því ekki að sæti vísu á LPGA-mótunum en getur dottið inn á mót og mót. „Að vita ekki hvar ég verð í næstu viku er krefjandi. Ég tek babysteps í átt að betri heilsu, held ég sé alveg komin með þetta!!... og svooooo tek ég nokkur skref afturábak. Þetta ár er búið að vera mikilvægt fyrir allskonar áskoranir,“ skrifaði Ólafía Þórunn. Ólafía Þórunn hefur komist þrisvar í gegnum niðurskurðinn á þessum sex mótum á Symetra-mótaröðinni og hennar besti árangur er 45. sæti á IOA Invitational í Atlanta í Georgíufylki í Bandaríkjunum í maí. „Ég bið um hjálp frá góðu fólki sem ég er þakklát fyrir. Á móti kemur, kæri ég mig ekki mikið um aðstoð frá Bubba niðrí bæ sem hefur aldrei gengið þennan veg og mun aldrei skilja þennan heim. En ég skil að hann heldur að þetta sé svo einfalt og geti "lagað" mig. Þið þurfið ekki að hafa neinar áhyggjur,“ skrifaði Ólafía. Hún horfir bjartsýn á framhaldið. „Symetra mót á föstudaginn. Svo dansa ég á línunni að komast inn í tvö LPGA mót næstu vikur. Sjáum hvað setur! Núið krakkar, núið! Nýtt tækifæri,“ skrifaði Ólafía Þórunn. Það má sjá allan pistil hennar hér fyrir neðan. Golf Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Íslenski atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir sagði aðdáendum sínum og stuðningsmönnum frá stöðunni á sér í stuttri færslu á fésbókarsíðu Ólafíu Þórunnar í dag. Fyrri hluti tímabilsins á Symetra-mótaröðinni er nú að baki og Ólafía segir að hún sé enn þá að finna sig þar. Ólafía Þórunn er í 142. sæti á peningalistanum en hún hefur unnið sér inn 1.857 dollara á þeim sex mótum sem hún hefur tekið þátt. Ólafía missti keppnisrétt sinn á LPGA-mótaröðinni í fyrra. Hún gengur því ekki að sæti vísu á LPGA-mótunum en getur dottið inn á mót og mót. „Að vita ekki hvar ég verð í næstu viku er krefjandi. Ég tek babysteps í átt að betri heilsu, held ég sé alveg komin með þetta!!... og svooooo tek ég nokkur skref afturábak. Þetta ár er búið að vera mikilvægt fyrir allskonar áskoranir,“ skrifaði Ólafía Þórunn. Ólafía Þórunn hefur komist þrisvar í gegnum niðurskurðinn á þessum sex mótum á Symetra-mótaröðinni og hennar besti árangur er 45. sæti á IOA Invitational í Atlanta í Georgíufylki í Bandaríkjunum í maí. „Ég bið um hjálp frá góðu fólki sem ég er þakklát fyrir. Á móti kemur, kæri ég mig ekki mikið um aðstoð frá Bubba niðrí bæ sem hefur aldrei gengið þennan veg og mun aldrei skilja þennan heim. En ég skil að hann heldur að þetta sé svo einfalt og geti "lagað" mig. Þið þurfið ekki að hafa neinar áhyggjur,“ skrifaði Ólafía. Hún horfir bjartsýn á framhaldið. „Symetra mót á föstudaginn. Svo dansa ég á línunni að komast inn í tvö LPGA mót næstu vikur. Sjáum hvað setur! Núið krakkar, núið! Nýtt tækifæri,“ skrifaði Ólafía Þórunn. Það má sjá allan pistil hennar hér fyrir neðan.
Golf Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira