Fimm ár í dag síðan að Luis Suarez missti jafnvægið og datt á öxlina hans Chiellini Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júní 2019 20:30 Luis Suarez kvartar undir verk í tönnunum eftir að hafa bitið Ítalann Giorgio Chiellini í öxlina. Getty/Matthias Hangst 24. júní 2014 verður seint talinn vera einn af betri dögunum á knattspyrnuferli Úrúgvæmannsins Luis Suarez. Í dag eru fimm ár liðin frá þessum afdrifaríka degi í lífi Barcelona framherjans. Það var nefnilega á þessum degi fyrir fimm árum sem Luis Suarez varð uppvís að því að bíta Ítalann Giorgio Chiellini í öxlina í leik Úrúgvæ og Ítalíu á HM í Brasilíu. Luis Suarez lét sig falla í grasið í kjölfarið og hélt um tennurnar sínar eins og hann væri fórnarlambið. Þegar málið var tekið fyrir hjá aganefnd FIFA þá sagðist hann hafa misst jafnvægið og dottið á öxlina hans Chiellini. Myndir og myndbönd af atvikinu sögðu hins vegar allt aðra sögu og það hjálpaði heldur ekki til að þetta var langt frá því að vera fyrsta bitið hans á fótboltavellinum. Luis Suarez var dæmdur í fjögurra mánaða bann fyrir bitið. Suarez var enn í algjörri afneitun á æfingu daginn eftir þegar Oscar Tabarez, þjálfari Úrúgvæ, kallaði hann til sín. Tabarez færði honum fréttirnar af ákvörðun FIFA. Níu leikja bann og hann mátti ekki vera lengur í kringum úrúgvæska landsliðið. Hann þurfti að yfirgefa hópinn strax.Five years ago today, Luis Suarez bit Giorgio Chiellini at the World Cup pic.twitter.com/Ac33Vxn4cb — B/R Football (@brfootball) June 24, 2019Luis Suarez var þarna ennþá leikmaður Liverpool en enska félagið seldi hann síðan til Barcelona 11. júlí fyrir um 82 milljónir evra. Luis Suarez var í banni til 25. október og mátti ekki koma nálægt skipulögðum fótbolta, hvort sem leikmaður eða áhorfandi. Eftir áfrýjun Luis Suarez fékk hann að spila æfingaleiki með Barcelona en lék ekki fyrsta keppnisleikinn sinn með Barca fyrr en í lok október.“I lost my balance and hit my face against Chiellini, leaving a small bruise on my cheek and a strong pain in my teeth” Five years ago today, Luis Suarez came up with the worst excuse ever after sinking his teeth into Giorgio Chiellini pic.twitter.com/RoP9F6KuRz — GiveMeSport Football (@GMS__Football) June 24, 2019Luis Suarez hefur rætt þessa erfiðu tíma í viðtölum og sagt frá því að í kjölfarið hafi hann leitað sér aðstoðar hjá sálfræðingi. Sú meðferð hefur gengið vel því Luis Suarez hefur ekki bitið neinn andstæðing síðan þá. Suarez er samt ekki sáttur við þá meðferð sem hann og fjölskylda hans fékk í kjölfarið. Úr varð mikið fjölmiðlafár og hann var fórnarlamd háðs og harðar gagnrýni á samfélagamiðlum. Þrátt fyrir ótal mörk og fjölda titla mun honum eflaust seint takast að losna við svarta blettinn sem hann fékk á sig 24. júní fyrir fimm árum síðan.Never forget... On this day five years ago, Luis Suarez bit Chiellini and pretended he accidentally ran in to his shoulder with his teeth.pic.twitter.com/Vlun8SKezX — 90min (@90min_Football) June 24, 2019Luis Suarez has been voted the greatest sporting villain ever. Do you agree? pic.twitter.com/NSmMdMCUEQ — ESPN UK (@ESPNUK) June 17, 2019 Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Fleiri fréttir Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjá meira
24. júní 2014 verður seint talinn vera einn af betri dögunum á knattspyrnuferli Úrúgvæmannsins Luis Suarez. Í dag eru fimm ár liðin frá þessum afdrifaríka degi í lífi Barcelona framherjans. Það var nefnilega á þessum degi fyrir fimm árum sem Luis Suarez varð uppvís að því að bíta Ítalann Giorgio Chiellini í öxlina í leik Úrúgvæ og Ítalíu á HM í Brasilíu. Luis Suarez lét sig falla í grasið í kjölfarið og hélt um tennurnar sínar eins og hann væri fórnarlambið. Þegar málið var tekið fyrir hjá aganefnd FIFA þá sagðist hann hafa misst jafnvægið og dottið á öxlina hans Chiellini. Myndir og myndbönd af atvikinu sögðu hins vegar allt aðra sögu og það hjálpaði heldur ekki til að þetta var langt frá því að vera fyrsta bitið hans á fótboltavellinum. Luis Suarez var dæmdur í fjögurra mánaða bann fyrir bitið. Suarez var enn í algjörri afneitun á æfingu daginn eftir þegar Oscar Tabarez, þjálfari Úrúgvæ, kallaði hann til sín. Tabarez færði honum fréttirnar af ákvörðun FIFA. Níu leikja bann og hann mátti ekki vera lengur í kringum úrúgvæska landsliðið. Hann þurfti að yfirgefa hópinn strax.Five years ago today, Luis Suarez bit Giorgio Chiellini at the World Cup pic.twitter.com/Ac33Vxn4cb — B/R Football (@brfootball) June 24, 2019Luis Suarez var þarna ennþá leikmaður Liverpool en enska félagið seldi hann síðan til Barcelona 11. júlí fyrir um 82 milljónir evra. Luis Suarez var í banni til 25. október og mátti ekki koma nálægt skipulögðum fótbolta, hvort sem leikmaður eða áhorfandi. Eftir áfrýjun Luis Suarez fékk hann að spila æfingaleiki með Barcelona en lék ekki fyrsta keppnisleikinn sinn með Barca fyrr en í lok október.“I lost my balance and hit my face against Chiellini, leaving a small bruise on my cheek and a strong pain in my teeth” Five years ago today, Luis Suarez came up with the worst excuse ever after sinking his teeth into Giorgio Chiellini pic.twitter.com/RoP9F6KuRz — GiveMeSport Football (@GMS__Football) June 24, 2019Luis Suarez hefur rætt þessa erfiðu tíma í viðtölum og sagt frá því að í kjölfarið hafi hann leitað sér aðstoðar hjá sálfræðingi. Sú meðferð hefur gengið vel því Luis Suarez hefur ekki bitið neinn andstæðing síðan þá. Suarez er samt ekki sáttur við þá meðferð sem hann og fjölskylda hans fékk í kjölfarið. Úr varð mikið fjölmiðlafár og hann var fórnarlamd háðs og harðar gagnrýni á samfélagamiðlum. Þrátt fyrir ótal mörk og fjölda titla mun honum eflaust seint takast að losna við svarta blettinn sem hann fékk á sig 24. júní fyrir fimm árum síðan.Never forget... On this day five years ago, Luis Suarez bit Chiellini and pretended he accidentally ran in to his shoulder with his teeth.pic.twitter.com/Vlun8SKezX — 90min (@90min_Football) June 24, 2019Luis Suarez has been voted the greatest sporting villain ever. Do you agree? pic.twitter.com/NSmMdMCUEQ — ESPN UK (@ESPNUK) June 17, 2019
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Fleiri fréttir Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjá meira