Lilja reiknar með að fjölmiðlafrumvarp verði samþykkt í haust Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. júní 2019 14:11 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menninarmálaráðherra, reiknar með að fjölmiðlafrumvarp hennar verði afgreitt frá Alþingi í haust þrátt fyrir fyrirvara og andstöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins við frumvarpið. Hún reiknar ekki með efnislegum breytingum á frumvarpinu. Frumvarpið elur í sér innleiðingu á opinberu styrkjakerfi fyrir einkarekna fjölmiðla sem felst í því að viðkomandi fjölmiðlar geta fengið allt að fjórðungi ritstjórnarkostnaðar endurgreiddan frá ríkissjóði upp að fimmtíu milljónum króna. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins leggur mikla áherslu á frumvarpinu verði breytt áður en það verður lagt fram að nýju í haust. Fréttablaðið greindi frá þessu í dag. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis að þingmenn flokksins hafi efasemdir um réttmæti opinberra styrkja til einkarekinna fjölmiðla. Það sé þó ekki það eina sem þingmennirnir geri athugasemdir við. „Við þurfum fyrst að leiðrétta þá skekkju sem er á samkeppnismarkaði fjölmiðla með þátttöku Ríkisútvarpsins áður en við hugleiðum það með hvaða hætti ríkissjóður eigi að koma að stuðningi við sjálfstæða miðla með beinum fjárframlögum eins og lagt er til,“ segir Óli Björn. Viljið þið þá taka RÚV af auglýsingamarkaði? „Já. Það eru örugglega skiptar skoðanir um það en ég held að það væri farsælast að Ríkisútvarpið hyrfi af auglýsingamarkaði að mestu eða öllu leyti,“ segir Óli Björn. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að Alþingi þurfi fyrst að samþykkja þetta frumvarp áður en staða RÚV verði skoðuð en þjónustusamningur við RÚV sé nú til endurskoðunar. „Það verður sérstök umræða um það. Ég vil fyrst klára þetta varðandi einkareknu fjölmiðlana. Svo förum við í vinnu varðandi Ríkisútvarpið,“ segir Lilja. Hún segist ekki reikna með efnislegum breytingum á frumvarpinu úr þessu og reiknar með að frumvarpið verði afgreitt frá Alþingi í haust. „Málið hefur verið samþykkt í ríkisstjórn og hjá þingflokkunum og ég er mjög vongóð um það að ég muni mæla fyrir þessu frumvarpi og það verði samþykkt.“ Alþingi Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menninarmálaráðherra, reiknar með að fjölmiðlafrumvarp hennar verði afgreitt frá Alþingi í haust þrátt fyrir fyrirvara og andstöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins við frumvarpið. Hún reiknar ekki með efnislegum breytingum á frumvarpinu. Frumvarpið elur í sér innleiðingu á opinberu styrkjakerfi fyrir einkarekna fjölmiðla sem felst í því að viðkomandi fjölmiðlar geta fengið allt að fjórðungi ritstjórnarkostnaðar endurgreiddan frá ríkissjóði upp að fimmtíu milljónum króna. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins leggur mikla áherslu á frumvarpinu verði breytt áður en það verður lagt fram að nýju í haust. Fréttablaðið greindi frá þessu í dag. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis að þingmenn flokksins hafi efasemdir um réttmæti opinberra styrkja til einkarekinna fjölmiðla. Það sé þó ekki það eina sem þingmennirnir geri athugasemdir við. „Við þurfum fyrst að leiðrétta þá skekkju sem er á samkeppnismarkaði fjölmiðla með þátttöku Ríkisútvarpsins áður en við hugleiðum það með hvaða hætti ríkissjóður eigi að koma að stuðningi við sjálfstæða miðla með beinum fjárframlögum eins og lagt er til,“ segir Óli Björn. Viljið þið þá taka RÚV af auglýsingamarkaði? „Já. Það eru örugglega skiptar skoðanir um það en ég held að það væri farsælast að Ríkisútvarpið hyrfi af auglýsingamarkaði að mestu eða öllu leyti,“ segir Óli Björn. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að Alþingi þurfi fyrst að samþykkja þetta frumvarp áður en staða RÚV verði skoðuð en þjónustusamningur við RÚV sé nú til endurskoðunar. „Það verður sérstök umræða um það. Ég vil fyrst klára þetta varðandi einkareknu fjölmiðlana. Svo förum við í vinnu varðandi Ríkisútvarpið,“ segir Lilja. Hún segist ekki reikna með efnislegum breytingum á frumvarpinu úr þessu og reiknar með að frumvarpið verði afgreitt frá Alþingi í haust. „Málið hefur verið samþykkt í ríkisstjórn og hjá þingflokkunum og ég er mjög vongóð um það að ég muni mæla fyrir þessu frumvarpi og það verði samþykkt.“
Alþingi Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira