Kamerúnar æfir og sökuðu FIFA um kynþáttafordóma Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. júní 2019 18:21 Leikmenn Kamerún tóku sér langan tíma í að mótmæla. vísir/getty Leikur Englands og Kamerún í 16-liða úrslitum HM kvenna í dag var skrautlegur í meira lagi. Englendingar unnu 3-0 og eru komnir í 8-liða úrslit. Kamerúnar urðu æfir eftir að mark Ellenar White í uppbótartíma fyrri hálfleiks var dæmt gilt. Upphaflega var markið dæmt af vegna rangstöðu en eftir að hafa skoðað atvikið á myndbandi var dómnum breytt enda var White greinilega réttstæð. Leikmönnum Kamerún fannst þeir hins vegar beittir miklu óréttlæti. Þeir söfnuðust saman á miðjum vellinum og virtust neita að halda leik áfram. Kamerún fékkst þó loks til að taka miðjuna og leikurinn gat haldið áfram. Skömmu síðar var flautað til hálfleiks. Samkvæmt fréttum erlendra fjölmiðla voru leikmenn Kamerún í miklu uppnámi í hálfleiknum, sumir grétu og sökuðu FIFA um kynþáttafordóma.Ajara Nchout var miður sín eftir að mark var dæmt af henni í upphafi seinni hálfleiks.vísir/gettyEkki léttist lund Kamerúna eftir að mark var dæmt af Ajöru Nchout í upphafi seinni hálfleiks eftir að atvikið hafði verið skoðað á myndbandi. Nchout var allri lokið og aftur varð langt hlé á leiknum vegna mótmæla Kamerúna. Undir lok leiksins átti England að fá vítaspyrnu en dómarinn, Liang Qin frá Kína, dæmdi ekkert, líklega af ótta við aðra uppákomu. Skömmu síðar braut Alexandra Takounda Engolo illa á fyrirliða Englands, Steph Houghton, en fékk bara gult spjald. Kamerúnar voru heppnir að klára leikinn með ellefu leikmenn en í fyrri hálfleik sló Yvonne Leuko Nikitu Parris í andlitið og svo virtist sem hrækt hafi verið á Toni Duggan. Eftir leikinn sagðist Phil Neville, þjálfari Englendinga, ekki hafa neina samúð með Kamerúnum og fordæmdi framkomu þeirra. „Þetta var ekki fótbolti. Það var leiðinlegt að sjá þetta. Ég vorkenni þeim ekkert en held að dómarinn hafi gert það. Við hefðum átt að fá víti og leikmaður þeirra rautt spjald,“ sagði Neville. Hans lið mætir Noregi í 8-liða úrslitunum. HM 2019 í Frakklandi Kamerún Tengdar fréttir Allt brjálað þegar Englendingar komust í 8-liða úrslit England vann Kamerún, 3-0, í skrautlegum leik í 16-liða úrslitum HM kvenna. 23. júní 2019 17:30 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Sjá meira
Leikur Englands og Kamerún í 16-liða úrslitum HM kvenna í dag var skrautlegur í meira lagi. Englendingar unnu 3-0 og eru komnir í 8-liða úrslit. Kamerúnar urðu æfir eftir að mark Ellenar White í uppbótartíma fyrri hálfleiks var dæmt gilt. Upphaflega var markið dæmt af vegna rangstöðu en eftir að hafa skoðað atvikið á myndbandi var dómnum breytt enda var White greinilega réttstæð. Leikmönnum Kamerún fannst þeir hins vegar beittir miklu óréttlæti. Þeir söfnuðust saman á miðjum vellinum og virtust neita að halda leik áfram. Kamerún fékkst þó loks til að taka miðjuna og leikurinn gat haldið áfram. Skömmu síðar var flautað til hálfleiks. Samkvæmt fréttum erlendra fjölmiðla voru leikmenn Kamerún í miklu uppnámi í hálfleiknum, sumir grétu og sökuðu FIFA um kynþáttafordóma.Ajara Nchout var miður sín eftir að mark var dæmt af henni í upphafi seinni hálfleiks.vísir/gettyEkki léttist lund Kamerúna eftir að mark var dæmt af Ajöru Nchout í upphafi seinni hálfleiks eftir að atvikið hafði verið skoðað á myndbandi. Nchout var allri lokið og aftur varð langt hlé á leiknum vegna mótmæla Kamerúna. Undir lok leiksins átti England að fá vítaspyrnu en dómarinn, Liang Qin frá Kína, dæmdi ekkert, líklega af ótta við aðra uppákomu. Skömmu síðar braut Alexandra Takounda Engolo illa á fyrirliða Englands, Steph Houghton, en fékk bara gult spjald. Kamerúnar voru heppnir að klára leikinn með ellefu leikmenn en í fyrri hálfleik sló Yvonne Leuko Nikitu Parris í andlitið og svo virtist sem hrækt hafi verið á Toni Duggan. Eftir leikinn sagðist Phil Neville, þjálfari Englendinga, ekki hafa neina samúð með Kamerúnum og fordæmdi framkomu þeirra. „Þetta var ekki fótbolti. Það var leiðinlegt að sjá þetta. Ég vorkenni þeim ekkert en held að dómarinn hafi gert það. Við hefðum átt að fá víti og leikmaður þeirra rautt spjald,“ sagði Neville. Hans lið mætir Noregi í 8-liða úrslitunum.
HM 2019 í Frakklandi Kamerún Tengdar fréttir Allt brjálað þegar Englendingar komust í 8-liða úrslit England vann Kamerún, 3-0, í skrautlegum leik í 16-liða úrslitum HM kvenna. 23. júní 2019 17:30 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Sjá meira
Allt brjálað þegar Englendingar komust í 8-liða úrslit England vann Kamerún, 3-0, í skrautlegum leik í 16-liða úrslitum HM kvenna. 23. júní 2019 17:30