Grænlendinga dreymir enn um olíuævintýri Kristján Már Unnarsson skrifar 21. júní 2019 13:10 Olíuborpallurinn Leifur Eiríksson boraði við Vestur-Grænland árið 2011, án árangurs. Olíuboranir hafa síðan legið niðri í lögsögu Grænlendinga. Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt nýja fimm ára áætlun um olíuleit. Með henni er lýst þeirri stefnumörkun að Grænland verði olíuframleiðsluland í framtíðinni. Í formála 44 síðna greinargerðar er vísað til þess að Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna hafi árið 2007 áætlað að einhverjar mestu óuppgötvuðu olíulindir jarðar væru á Grænlandi og metið þær yfir 30 milljarða tunna af olíu. Rifjað er upp að olíuleit hafi verið stunduð á Grænlandi frá árunum upp úr 1970. Til þessa hafa sex holur verið boraðar á landgrunni Grænlands en þær hafa aðeins skilað örlitlum votti af olíu. Fram kemur að tuttugu leitarleyfi hafi verið í gildi á tímabilinu 2014-2018 en þeim hafi öllum verið skilað inn. Síðan þá hafi borist fjórar umsóknir, sem veki bjartsýni.Frá höfninni í Ilulissat við Diskó-flóa á vesturströnd Grænlands.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Langtímamarkmiðið séu boranir í landgrunni Grænlands, þar sem stærstu tækifærin séu, en fyrst um sinn verði áhersla lögð á boranir á landi, til að endurvekja áhuga olíufélaga. Þar er einkum horft til Norðaustur-Grænlands. Minnt er á að í Noregi hafi 33 holur verið boraðar án árangurs á sjöunda áratugnum þar til olía fannst loksins í vinnanlegu magni á Ekofisk-svæðinu í Norðursjó árið 1969. „Enginn vafi leikur á því kolvetnissvæði gætu stuðlað að því að Grænland verði efnahagslega sjálfbært, ef Grænlandi tekst að verða olíuframleiðsluland,“ segir í rökstuðningi grænlensku landsstjórnarinnar.Frá bænum Qaqortoq á Suður-Grænlandi.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.„Við lifum á tímum þegar mikilvægt er að leggja áherslu á aðra orkugjafa og draga úr losun koltvísýrings. Það er þó ljóst að það mun einnig verða aukin eftirspurn eftir olíu á næstu árum. Þannig hefur Alþjóðaorkustofnunin áætlað að eftirspurn eftir olíu muni aukast fram til ársins 2040. Grænland, eins og iðnríki og olíuframleiðslulönd, á rétt á að mæta þessari eftirspurn. Þetta breytir ekki því að landsstjórn Grænlands, Naalakkersuisut, leggur á sama tíma mikla áherslu á mikilvægi sjálfbærrar þróunar og annarra orkugjafa,“ segir ennfremur. „Þróunin á Grænlandi verður auðvitað að vera sjálfbær. Þetta verður að gera með virðingu fyrir umhverfi okkar og náttúru. En ef við höldum áfram að uppfylla ströngustu staðla á svæðinu, þá verður einnig hægt að samræma markmið um sjálfbæra þróun - bæði staðbundið og á heimsvísu – því að olíu- og gasvinnsla þróist á Grænlandi,“ segir í greinargerð um olíustefnu Grænlands. Grænland Umhverfismál Tengdar fréttir Grænlendingar hafna loftlagssáttmálanum Grænlensk stjórnvöld telja Parísarsáttmálann þrengja möguleika Grænlendinga til iðnvæðingar og efnahagslegs sjálfstæðis. 17. maí 2016 19:15 Olíuleitin hafin við Austur-Grænland Olíurisar eins og Shell, Statoil, BP, Chevron og Conoco Philips eru meðal níu olíufélaga sem Grænlendingar úthlutuðu nýjum sérleyfum á föstudag. Akureyri og Eyjafjörður vilja bita af kökunni. 24. desember 2013 12:52 Lögþing Færeyja samþykkti einróma nýtt olíuleitarútboð Lögþing Færeyja samþykkti einróma að hefja nýtt olíuleitarútboð í lögsögu eyjanna, að þessu sinni í samstarfi við Breta. Jafnframt var ákveðið að lækka gjöld af olíuvinnslu. 6. maí 2019 22:15 Grænland og Ísland ræða samstarf vegna olíuleitar Grænlendingar vonast til að olía geti leitt til sjálfstæðis. Sameiginlegir hagsmunir Íslendinga og Grænlendinga vegna olíuleitar er meðal umræðuefna í þriggja daga opinberri heimsókn Kuupik Kleist, formanns grænlensku landstjórnarinnar, sem hófst í dag. Kuupik Kleist hóf Íslandsheimsóknina á fundi með Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra í morgun og eftir hádegi fundaði hann Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á Þingvöllum. 5. september 2011 18:59 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt nýja fimm ára áætlun um olíuleit. Með henni er lýst þeirri stefnumörkun að Grænland verði olíuframleiðsluland í framtíðinni. Í formála 44 síðna greinargerðar er vísað til þess að Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna hafi árið 2007 áætlað að einhverjar mestu óuppgötvuðu olíulindir jarðar væru á Grænlandi og metið þær yfir 30 milljarða tunna af olíu. Rifjað er upp að olíuleit hafi verið stunduð á Grænlandi frá árunum upp úr 1970. Til þessa hafa sex holur verið boraðar á landgrunni Grænlands en þær hafa aðeins skilað örlitlum votti af olíu. Fram kemur að tuttugu leitarleyfi hafi verið í gildi á tímabilinu 2014-2018 en þeim hafi öllum verið skilað inn. Síðan þá hafi borist fjórar umsóknir, sem veki bjartsýni.Frá höfninni í Ilulissat við Diskó-flóa á vesturströnd Grænlands.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Langtímamarkmiðið séu boranir í landgrunni Grænlands, þar sem stærstu tækifærin séu, en fyrst um sinn verði áhersla lögð á boranir á landi, til að endurvekja áhuga olíufélaga. Þar er einkum horft til Norðaustur-Grænlands. Minnt er á að í Noregi hafi 33 holur verið boraðar án árangurs á sjöunda áratugnum þar til olía fannst loksins í vinnanlegu magni á Ekofisk-svæðinu í Norðursjó árið 1969. „Enginn vafi leikur á því kolvetnissvæði gætu stuðlað að því að Grænland verði efnahagslega sjálfbært, ef Grænlandi tekst að verða olíuframleiðsluland,“ segir í rökstuðningi grænlensku landsstjórnarinnar.Frá bænum Qaqortoq á Suður-Grænlandi.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.„Við lifum á tímum þegar mikilvægt er að leggja áherslu á aðra orkugjafa og draga úr losun koltvísýrings. Það er þó ljóst að það mun einnig verða aukin eftirspurn eftir olíu á næstu árum. Þannig hefur Alþjóðaorkustofnunin áætlað að eftirspurn eftir olíu muni aukast fram til ársins 2040. Grænland, eins og iðnríki og olíuframleiðslulönd, á rétt á að mæta þessari eftirspurn. Þetta breytir ekki því að landsstjórn Grænlands, Naalakkersuisut, leggur á sama tíma mikla áherslu á mikilvægi sjálfbærrar þróunar og annarra orkugjafa,“ segir ennfremur. „Þróunin á Grænlandi verður auðvitað að vera sjálfbær. Þetta verður að gera með virðingu fyrir umhverfi okkar og náttúru. En ef við höldum áfram að uppfylla ströngustu staðla á svæðinu, þá verður einnig hægt að samræma markmið um sjálfbæra þróun - bæði staðbundið og á heimsvísu – því að olíu- og gasvinnsla þróist á Grænlandi,“ segir í greinargerð um olíustefnu Grænlands.
Grænland Umhverfismál Tengdar fréttir Grænlendingar hafna loftlagssáttmálanum Grænlensk stjórnvöld telja Parísarsáttmálann þrengja möguleika Grænlendinga til iðnvæðingar og efnahagslegs sjálfstæðis. 17. maí 2016 19:15 Olíuleitin hafin við Austur-Grænland Olíurisar eins og Shell, Statoil, BP, Chevron og Conoco Philips eru meðal níu olíufélaga sem Grænlendingar úthlutuðu nýjum sérleyfum á föstudag. Akureyri og Eyjafjörður vilja bita af kökunni. 24. desember 2013 12:52 Lögþing Færeyja samþykkti einróma nýtt olíuleitarútboð Lögþing Færeyja samþykkti einróma að hefja nýtt olíuleitarútboð í lögsögu eyjanna, að þessu sinni í samstarfi við Breta. Jafnframt var ákveðið að lækka gjöld af olíuvinnslu. 6. maí 2019 22:15 Grænland og Ísland ræða samstarf vegna olíuleitar Grænlendingar vonast til að olía geti leitt til sjálfstæðis. Sameiginlegir hagsmunir Íslendinga og Grænlendinga vegna olíuleitar er meðal umræðuefna í þriggja daga opinberri heimsókn Kuupik Kleist, formanns grænlensku landstjórnarinnar, sem hófst í dag. Kuupik Kleist hóf Íslandsheimsóknina á fundi með Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra í morgun og eftir hádegi fundaði hann Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á Þingvöllum. 5. september 2011 18:59 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Grænlendingar hafna loftlagssáttmálanum Grænlensk stjórnvöld telja Parísarsáttmálann þrengja möguleika Grænlendinga til iðnvæðingar og efnahagslegs sjálfstæðis. 17. maí 2016 19:15
Olíuleitin hafin við Austur-Grænland Olíurisar eins og Shell, Statoil, BP, Chevron og Conoco Philips eru meðal níu olíufélaga sem Grænlendingar úthlutuðu nýjum sérleyfum á föstudag. Akureyri og Eyjafjörður vilja bita af kökunni. 24. desember 2013 12:52
Lögþing Færeyja samþykkti einróma nýtt olíuleitarútboð Lögþing Færeyja samþykkti einróma að hefja nýtt olíuleitarútboð í lögsögu eyjanna, að þessu sinni í samstarfi við Breta. Jafnframt var ákveðið að lækka gjöld af olíuvinnslu. 6. maí 2019 22:15
Grænland og Ísland ræða samstarf vegna olíuleitar Grænlendingar vonast til að olía geti leitt til sjálfstæðis. Sameiginlegir hagsmunir Íslendinga og Grænlendinga vegna olíuleitar er meðal umræðuefna í þriggja daga opinberri heimsókn Kuupik Kleist, formanns grænlensku landstjórnarinnar, sem hófst í dag. Kuupik Kleist hóf Íslandsheimsóknina á fundi með Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra í morgun og eftir hádegi fundaði hann Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á Þingvöllum. 5. september 2011 18:59