Markmenn í ensku úrvalsdeildinni þurfa ekki að óttast VAR Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. júní 2019 16:45 Stuðningsmenn enskra úrvalsdeildaliða þurfa ekki að óttast þessi skilaboð í vetur vísir/getty Myndbandsdómgæslan í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili mun ekki hafa heimild til þess að dæma á markmenn fyrir að stíga af marklínunni í vítaspyrnum. Riðlakeppni HM kvenna í fótbolta klárast í dag en þrisvar sinnum hafa víti verið endurtekin á mótinu til þessa eftir að myndbandsdómarar dæmdu að markmenn hefðu farið af marklínunni áður en spyrnan var tekin. Í breytingunum sem gerðar voru á knattspyrnulögunum nýlega og tóku gildi 1. júní var meðal annars sett sú regla að þegar vítaspyrna er tekin verði markmaður að hafa að minnsta kosti annan fótinn á marklínunni, eða ef markmaður er hoppandi þegar spyrnan er tekin þá þurfi annar fóturinn að vera samsíða marklínunni. Þessi regla hefur verið tekin mjög alvarlega á HM kvenna í Frakklandi og síðast í gær var markvörður Skota fyrir barðinu á þessari reglu. Seint í leik Skota og Argentínu fékk Argentína vítaspyrnu í stöðunni 3-2 fyrir Skota. Lee Alexander varði spyrnuna frá Florencia Bonsegundo en var dæmd brotleg. Bonsegundo skoraði í annarri tilraun, leiknum lauk með 3-3 jafntefli og bæði lið því líklega úr leik í keppninni, í það minnsta eru Skotar á heimleið. Þessi harða dómgæsla hefur verið harðlega gagnrýnd. „Ef markmaðurinn þarf að standa á línunni og getur ekki staðið á bakvið hana, þá getum við næst bara sagst ætla að binda hendur fyrir aftan bak,“ sagði sérfræðingur BBC Pat Nevin. „Það hefur aldrei verið auðveldara í sögu fótboltans að skora úr vítaspyrnu.“ Yfirvöld dómgæslumála á Englandi (e. Professional Game Match Officials Board) ætla ekki að láta myndbandsdómarana dæma um þessa reglu á komandi leiktíð, en myndbandsdómgæsla verður notuð í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta skipti næsta vetur. Enski boltinn HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Sjá meira
Myndbandsdómgæslan í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili mun ekki hafa heimild til þess að dæma á markmenn fyrir að stíga af marklínunni í vítaspyrnum. Riðlakeppni HM kvenna í fótbolta klárast í dag en þrisvar sinnum hafa víti verið endurtekin á mótinu til þessa eftir að myndbandsdómarar dæmdu að markmenn hefðu farið af marklínunni áður en spyrnan var tekin. Í breytingunum sem gerðar voru á knattspyrnulögunum nýlega og tóku gildi 1. júní var meðal annars sett sú regla að þegar vítaspyrna er tekin verði markmaður að hafa að minnsta kosti annan fótinn á marklínunni, eða ef markmaður er hoppandi þegar spyrnan er tekin þá þurfi annar fóturinn að vera samsíða marklínunni. Þessi regla hefur verið tekin mjög alvarlega á HM kvenna í Frakklandi og síðast í gær var markvörður Skota fyrir barðinu á þessari reglu. Seint í leik Skota og Argentínu fékk Argentína vítaspyrnu í stöðunni 3-2 fyrir Skota. Lee Alexander varði spyrnuna frá Florencia Bonsegundo en var dæmd brotleg. Bonsegundo skoraði í annarri tilraun, leiknum lauk með 3-3 jafntefli og bæði lið því líklega úr leik í keppninni, í það minnsta eru Skotar á heimleið. Þessi harða dómgæsla hefur verið harðlega gagnrýnd. „Ef markmaðurinn þarf að standa á línunni og getur ekki staðið á bakvið hana, þá getum við næst bara sagst ætla að binda hendur fyrir aftan bak,“ sagði sérfræðingur BBC Pat Nevin. „Það hefur aldrei verið auðveldara í sögu fótboltans að skora úr vítaspyrnu.“ Yfirvöld dómgæslumála á Englandi (e. Professional Game Match Officials Board) ætla ekki að láta myndbandsdómarana dæma um þessa reglu á komandi leiktíð, en myndbandsdómgæsla verður notuð í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta skipti næsta vetur.
Enski boltinn HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Sjá meira