Sigurður Ingi brast óvænt í söng inni í helli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. júní 2019 19:15 Þrír af tólf manngerðum hellum á Æðissíðu við Hellu verða opnaðir ferðamönnum en elstu hellarnir eru frá 13.öld. Samstarfsráðherrar Norðurlandanna urðu heillaðir þegar þeir skoðuðu hellana nýlega og fengu að hlusta á tónlist í þeim. Framkvæmdum við þrjá af hellunum er nú lokið en allir hellarnir tólf eru mjög merkilegir enda sérstakar minjar gerðar af manna höndum. Fjölskyldan á Ægissíðu fjögur á heiðurinn af nýju uppgerðu hellunum. Samstarfsráðherrar Norðurlandanna, ásamt embættismönnum þeirra skoðuð hellana nýlega með Sigurð Inga Jóhannsson, ráðherra í fararbroddi og heilluðust af framtakinu. „Við höfum staðfestingu á því að einhverjir af þessum hellum eru að minnsta kosti frá 13. öld, sem gerir þá að elstu enn þá uppistandandi mannvistarleifum á Íslandi“, segir Árni Freyr Magnússon einn umsjónarmaður hellanna „Ég er náttúrulega vön þessum hellum frá því að ég var lítill krakki hérna, ég var vön að leika mér í hellunum. Þeir voru náttúrulega líka notaðir, sem matarbúr, hér er alltaf sami hiti allt árið um kring, þannig að hérna voru geymdar sultur, saft, kartöflur og þess háttar. Og á árum áður var hér búfénaður og hey geymt, þannig að það er virkilega gaman að standa að þessu verkefni“, segir Ólöf Þórhallsdóttir, sem er líka einn af umsjónarmönnum hellanna en hún er frá Ægissíðu fjögur. Tekið er á móti hópum í hellana með leiðsögn, hér er einn þeirra, sem kom nýlega í heimsókn, samstarfsráðherrrar Norðurlanda og þeirra embættismenn með Sigurð Inga Jóhannsson, ráðherra í fararbroddi en Ísland gegnir formennsku þar í ár.Magnús HlynurUpplýsingaskiltum um hellanna hefur verið komið fyrir í einum þeirra þar sem mikinn fróðleik er að finna. „Þetta eru áhugaverðir hellar og skemmtilegast er auðvitað að það skuli vera skiptar skoðanir um það hvernig þeir hafa orðið til“, segir Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra um leið og hann fagnar því að það eigi að opna hellana ferðamönnum. Öðlingarnir, sem er sönghópur í Rangárvallasýslu tók lagið í einum hellinum, Sigurður Ingi fór inn í hópinn og söng með enda vanur söngmaður úr Karlakór Hreppamanna.Sigurður Ingi að syngja með Öðlingunum, sem er sönghópur í Rangárvallasýslu.Magnús Hlynur Menning Rangárþing ytra Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir „Fólk er uggandi“ Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira
Þrír af tólf manngerðum hellum á Æðissíðu við Hellu verða opnaðir ferðamönnum en elstu hellarnir eru frá 13.öld. Samstarfsráðherrar Norðurlandanna urðu heillaðir þegar þeir skoðuðu hellana nýlega og fengu að hlusta á tónlist í þeim. Framkvæmdum við þrjá af hellunum er nú lokið en allir hellarnir tólf eru mjög merkilegir enda sérstakar minjar gerðar af manna höndum. Fjölskyldan á Ægissíðu fjögur á heiðurinn af nýju uppgerðu hellunum. Samstarfsráðherrar Norðurlandanna, ásamt embættismönnum þeirra skoðuð hellana nýlega með Sigurð Inga Jóhannsson, ráðherra í fararbroddi og heilluðust af framtakinu. „Við höfum staðfestingu á því að einhverjir af þessum hellum eru að minnsta kosti frá 13. öld, sem gerir þá að elstu enn þá uppistandandi mannvistarleifum á Íslandi“, segir Árni Freyr Magnússon einn umsjónarmaður hellanna „Ég er náttúrulega vön þessum hellum frá því að ég var lítill krakki hérna, ég var vön að leika mér í hellunum. Þeir voru náttúrulega líka notaðir, sem matarbúr, hér er alltaf sami hiti allt árið um kring, þannig að hérna voru geymdar sultur, saft, kartöflur og þess háttar. Og á árum áður var hér búfénaður og hey geymt, þannig að það er virkilega gaman að standa að þessu verkefni“, segir Ólöf Þórhallsdóttir, sem er líka einn af umsjónarmönnum hellanna en hún er frá Ægissíðu fjögur. Tekið er á móti hópum í hellana með leiðsögn, hér er einn þeirra, sem kom nýlega í heimsókn, samstarfsráðherrrar Norðurlanda og þeirra embættismenn með Sigurð Inga Jóhannsson, ráðherra í fararbroddi en Ísland gegnir formennsku þar í ár.Magnús HlynurUpplýsingaskiltum um hellanna hefur verið komið fyrir í einum þeirra þar sem mikinn fróðleik er að finna. „Þetta eru áhugaverðir hellar og skemmtilegast er auðvitað að það skuli vera skiptar skoðanir um það hvernig þeir hafa orðið til“, segir Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra um leið og hann fagnar því að það eigi að opna hellana ferðamönnum. Öðlingarnir, sem er sönghópur í Rangárvallasýslu tók lagið í einum hellinum, Sigurður Ingi fór inn í hópinn og söng með enda vanur söngmaður úr Karlakór Hreppamanna.Sigurður Ingi að syngja með Öðlingunum, sem er sönghópur í Rangárvallasýslu.Magnús Hlynur
Menning Rangárþing ytra Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir „Fólk er uggandi“ Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira