Verstappen fyrstur í Austurríki en gæti fengið refsingu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 30. júní 2019 14:47 Max Verstappen fékk frábæran stuðning í brautinni í Austurríki vísir/getty Max Verstappen fagnaði sigri í austurríska kappakstrinum í Formúlu 1 í dag. Verstappen átti frábæran dag og vann annað árið í röð á heimavelli Red Bull. Verstappen var annar á ráspól á eftir Ferrarimanninum Charles Leclerc. Hollendingurinn byrjaði hrikalega og datt niður í sjöunda sæti strax eftir fyrstu beygjurnar. Hann lét það hins vegar ekki á sig fá og vann sig hægt og rólega upp töfluna. Leclerc var í forystu í lokasprettinum á meðan Verstappen var á svakalegum hraða og var hraðastur í brautinni hring eftir hring. Red Bull maðurinn setti pressu á Leclerc og náði svo að fara fram úr honum þegar tveir hringir voru eftir. Leclerc náði ekki að svara og Verstappen vann sinn sjötta kappakstur á ferlinum.BREAKING: @Max33Verstappen wins an epic race in Spielberg! Charles Leclerc finishes second with Valtteri Bottas taking third WHAT. A. RACE.!!!#AustrianGP#F1pic.twitter.com/vpYPCFqHfc — Formula 1 (@F1) June 30, 2019 Valtteri Bottas á Mercedes varð þriðji en liðsfélagi hans Lewis Hamilton, sem hefur unnið hvern kappaksturinn á fætur öðrum á tímabilinu, varð að sætta sig við fimmta sætið. Sebastian Vettel á Ferrari varð fjórði. Atvikið þegar Verstappen fór fram úr Leclerc er í skoðun þar sem Verstappen gæti hafa gerst brotlegur og ýtt Leclerc út af brautinni. Hann er þó sigurvegari kappakstursins þar til annað kemur í ljós. Heyrði hollenska þjóðsönginn, fékk sinn verðlaunagrip og fagnaði fyrsta sigri sínum þetta tímabilið.CLASSIFICATION - AUSTRIAN GRAND PRIX Verstappen takes Honda's first win since 2006 - although stewards are looking at his lap 69 pass for the lead #AustrianGP#F1pic.twitter.com/1EdjnShnB6 — Formula 1 (@F1) June 30, 2019 Formúla Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Handbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Max Verstappen fagnaði sigri í austurríska kappakstrinum í Formúlu 1 í dag. Verstappen átti frábæran dag og vann annað árið í röð á heimavelli Red Bull. Verstappen var annar á ráspól á eftir Ferrarimanninum Charles Leclerc. Hollendingurinn byrjaði hrikalega og datt niður í sjöunda sæti strax eftir fyrstu beygjurnar. Hann lét það hins vegar ekki á sig fá og vann sig hægt og rólega upp töfluna. Leclerc var í forystu í lokasprettinum á meðan Verstappen var á svakalegum hraða og var hraðastur í brautinni hring eftir hring. Red Bull maðurinn setti pressu á Leclerc og náði svo að fara fram úr honum þegar tveir hringir voru eftir. Leclerc náði ekki að svara og Verstappen vann sinn sjötta kappakstur á ferlinum.BREAKING: @Max33Verstappen wins an epic race in Spielberg! Charles Leclerc finishes second with Valtteri Bottas taking third WHAT. A. RACE.!!!#AustrianGP#F1pic.twitter.com/vpYPCFqHfc — Formula 1 (@F1) June 30, 2019 Valtteri Bottas á Mercedes varð þriðji en liðsfélagi hans Lewis Hamilton, sem hefur unnið hvern kappaksturinn á fætur öðrum á tímabilinu, varð að sætta sig við fimmta sætið. Sebastian Vettel á Ferrari varð fjórði. Atvikið þegar Verstappen fór fram úr Leclerc er í skoðun þar sem Verstappen gæti hafa gerst brotlegur og ýtt Leclerc út af brautinni. Hann er þó sigurvegari kappakstursins þar til annað kemur í ljós. Heyrði hollenska þjóðsönginn, fékk sinn verðlaunagrip og fagnaði fyrsta sigri sínum þetta tímabilið.CLASSIFICATION - AUSTRIAN GRAND PRIX Verstappen takes Honda's first win since 2006 - although stewards are looking at his lap 69 pass for the lead #AustrianGP#F1pic.twitter.com/1EdjnShnB6 — Formula 1 (@F1) June 30, 2019
Formúla Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Handbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira