Ragna Lóa leitaði í reynslubanka Olgu Færseth fyrir sigurinn gegn Stjörnunni Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 9. júlí 2019 21:39 Ragna Lóa ásamt Gísla aðstoðarmanni sínum á hliðarlínunni í kvöld. vísir/daníel þór KR vann í kvöld 1-0 sigur á Stjörnunni í 9. umferð Pepsi-Max deild kvenna. KR skipti um þjálfara á milli umferða svo þetta var fyrst leikur Rögnu Lóu Stefánsdóttur sem aðalþjálfara KR. Ragna Lóa var aðstoðarþjálfari þar á undan en Bojana Becic steig til hliðar fyrr í vikunni. „Það kom ekkert annað til greina en að vinna. Við vorum alltaf ákveðnar í því að labba héðan frá þessum velli með 3 stig. Þetta er okkar heimavöllur og við teljum okkur vera sterkar á honum,” sagði Ragna Lóa Stefánsdóttir bráðabirgðaþjálfari KR eftir leik kvöldsins aðspurð hvort eitthvað annað en sigur hafi komið til greina í kvöld. Grace Maher kom KR yfir með marki á 90. mínútu. KR voru búnar að banka á dyrnar allan seinni hálfleikinn og sást vel hversu mikla ánægju KR höfðu af því að skora. „Tilfinningin var bara stórkostleg. Til þess að vinna leik þá þarf að skora og það hefur háð okkur í sumar svo þetta var mjög sætt.” „Ég tel að við höfum verið sterkari aðilinn í þessum leik. Það hefur háð okkur að við höfum ekki skorað nóg. Vonandi verður bara breyting á því og þetta er upphafið á einhvejru betra.” Ragna Lóa þjálfaði sinn fyrsta og mögulega seinasta leik í bili fyrir KR í kvöld. Bojana Becic steig til hliðar í síðustu viku og Ragna kom inn fyrir hana. „Undirbúningurinn var náttúrulega dálítið skrautlegur. Þjálfarinn okkar steig til hliðar en stelpurnar voru ákveðnar að stíga upp. Þær gerðu það í dag. Þær sýndu stórkostlega karakter og gáfust aldrei upp.” Ragna var ekki tilbúin að segja hver yrði næsti þjálfari KR en undirstrikaði það hinsvegar að hún er bráðabirgðaþjálfari eins og staðan er í dag. „Ég er svona bráðabirgðaþjálfari, það kemur nýr þjálfari inn á næstu dögum. Þá verðum við bara ennþá sterkari.” „Það er ekki orðið ljóst ennþá. Það eru einhver nöfn í sigtinu en vonandi verður það bara einhver frábær þjálfari.” Þjálfaraskipti geta stundum riðlað í skipulagi hjá liðum en það var ekki þannig hjá KR í kvöld. Ragna leitaði til fótboltasnillings til að undirbúa liðið fyrir leik kvöldsins. „Undirbúningurinn hjá mér gekk ágætlega. Ég verð nú að segja það að ég var að ræða við hana Olgu Færseth, hina fótboltakonu. Hún sagði mér að hætta þessu væli og skipta bara í tvö lið. Leyfa þeim að spila og fá leikgleðina aftur. Ég held að við gerum það bara það sem eftir er sumars, spilum bara, förum í reit og höfum bara gaman.” Fylgdir þú eftir þessari nálgun sem Olga lagði til? „Af sjálfsögðu, það á alltaf að hafa gaman í fótbolta. Það skilaði sér líka í leiknum.” Olga Færseth er ein besta íþróttakona sem Ísland hefur alið. Olga varð til að mynda fjórum sinnum Íslandsmeistari með KR í fótbolta. Auk þess að vera landsliðskona í fótbolta var hún landsliðskona í körfubolta. Olga spilaði 54 landsleiki fyrir Ísland og skoraði í þeim 14 mörk. „Olga Fersæth lagði bara upp leikkerfið fyrir þennan leik.” Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Kristján staðfestir að Stjarnan fær tvo nýja leikmenn Stjarnan er farið á markaðinn enda ekki búið að skora mark í deild þeirra bestu síðan 22. maí. 9. júlí 2019 21:34 Leik lokið : KR - Stjarnan 1-0 | KR vann fyrsta leikinn með nýjum þjálfara Stjarnan eru ekki búnar að skora í deildinni síðan 22. maí. 9. júlí 2019 23:30 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Leik lokið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Leik lokið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira
KR vann í kvöld 1-0 sigur á Stjörnunni í 9. umferð Pepsi-Max deild kvenna. KR skipti um þjálfara á milli umferða svo þetta var fyrst leikur Rögnu Lóu Stefánsdóttur sem aðalþjálfara KR. Ragna Lóa var aðstoðarþjálfari þar á undan en Bojana Becic steig til hliðar fyrr í vikunni. „Það kom ekkert annað til greina en að vinna. Við vorum alltaf ákveðnar í því að labba héðan frá þessum velli með 3 stig. Þetta er okkar heimavöllur og við teljum okkur vera sterkar á honum,” sagði Ragna Lóa Stefánsdóttir bráðabirgðaþjálfari KR eftir leik kvöldsins aðspurð hvort eitthvað annað en sigur hafi komið til greina í kvöld. Grace Maher kom KR yfir með marki á 90. mínútu. KR voru búnar að banka á dyrnar allan seinni hálfleikinn og sást vel hversu mikla ánægju KR höfðu af því að skora. „Tilfinningin var bara stórkostleg. Til þess að vinna leik þá þarf að skora og það hefur háð okkur í sumar svo þetta var mjög sætt.” „Ég tel að við höfum verið sterkari aðilinn í þessum leik. Það hefur háð okkur að við höfum ekki skorað nóg. Vonandi verður bara breyting á því og þetta er upphafið á einhvejru betra.” Ragna Lóa þjálfaði sinn fyrsta og mögulega seinasta leik í bili fyrir KR í kvöld. Bojana Becic steig til hliðar í síðustu viku og Ragna kom inn fyrir hana. „Undirbúningurinn var náttúrulega dálítið skrautlegur. Þjálfarinn okkar steig til hliðar en stelpurnar voru ákveðnar að stíga upp. Þær gerðu það í dag. Þær sýndu stórkostlega karakter og gáfust aldrei upp.” Ragna var ekki tilbúin að segja hver yrði næsti þjálfari KR en undirstrikaði það hinsvegar að hún er bráðabirgðaþjálfari eins og staðan er í dag. „Ég er svona bráðabirgðaþjálfari, það kemur nýr þjálfari inn á næstu dögum. Þá verðum við bara ennþá sterkari.” „Það er ekki orðið ljóst ennþá. Það eru einhver nöfn í sigtinu en vonandi verður það bara einhver frábær þjálfari.” Þjálfaraskipti geta stundum riðlað í skipulagi hjá liðum en það var ekki þannig hjá KR í kvöld. Ragna leitaði til fótboltasnillings til að undirbúa liðið fyrir leik kvöldsins. „Undirbúningurinn hjá mér gekk ágætlega. Ég verð nú að segja það að ég var að ræða við hana Olgu Færseth, hina fótboltakonu. Hún sagði mér að hætta þessu væli og skipta bara í tvö lið. Leyfa þeim að spila og fá leikgleðina aftur. Ég held að við gerum það bara það sem eftir er sumars, spilum bara, förum í reit og höfum bara gaman.” Fylgdir þú eftir þessari nálgun sem Olga lagði til? „Af sjálfsögðu, það á alltaf að hafa gaman í fótbolta. Það skilaði sér líka í leiknum.” Olga Færseth er ein besta íþróttakona sem Ísland hefur alið. Olga varð til að mynda fjórum sinnum Íslandsmeistari með KR í fótbolta. Auk þess að vera landsliðskona í fótbolta var hún landsliðskona í körfubolta. Olga spilaði 54 landsleiki fyrir Ísland og skoraði í þeim 14 mörk. „Olga Fersæth lagði bara upp leikkerfið fyrir þennan leik.”
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Kristján staðfestir að Stjarnan fær tvo nýja leikmenn Stjarnan er farið á markaðinn enda ekki búið að skora mark í deild þeirra bestu síðan 22. maí. 9. júlí 2019 21:34 Leik lokið : KR - Stjarnan 1-0 | KR vann fyrsta leikinn með nýjum þjálfara Stjarnan eru ekki búnar að skora í deildinni síðan 22. maí. 9. júlí 2019 23:30 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Leik lokið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Leik lokið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira
Kristján staðfestir að Stjarnan fær tvo nýja leikmenn Stjarnan er farið á markaðinn enda ekki búið að skora mark í deild þeirra bestu síðan 22. maí. 9. júlí 2019 21:34
Leik lokið : KR - Stjarnan 1-0 | KR vann fyrsta leikinn með nýjum þjálfara Stjarnan eru ekki búnar að skora í deildinni síðan 22. maí. 9. júlí 2019 23:30