Fundur um heimsmarkmiðin hafinn í New York Heimsljós kynnir 9. júlí 2019 16:10 Mynd úr sjónvarpsþáttaröðinni "Heimsmarkmið Elízu" Í gær hófst í New York árlegur ráðherrafundur um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Ísland er þar meðal 47 þjóða sem kynna landrýniskýrslur. Í skýrslunni er að finna umfjöllun um helstu áskoranir Íslands við innleiðingu markmiðanna sem dregnar eru fram í þeim tilgangi að koma auga á jaðarsetta hópa og kortleggja næstu skref í innleiðingunni. Í skýrslunni er lögð sérstök áhersla á börn – kynslóðina sem tekur við eftir að gildistími heimsmarkmiðanna hefur runnið sitt skeið. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnir skýrsluna í New York í næstu viku. Fundurinn í New York er svokallaður fundur háttsettra fulltrúa, High Level Political Forum (HLPF), þar sem ráðherrar taka þátt í umræðum í þrjá daga, 16. til 18. júlí. Þema fundarins er „Valdefling fólks, þátttaka allra og jafnrétti.“ Heimsmarkmiðin voru samþykkt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna haustið 2015. Þau tóku gildi í ársbyrjun 2016 og eiga að nást fyrir árslok 2030. Heimsmarkmiðin fylgdu í kjölfar þúsaldarmarkmiðanna sem giltu frá 2000 til 2015. Þau tóku til þróunarríkja en heimsmarkmiðin eru algild og ná til allrar heimsbyggðarinnar. Á síðasta ári gáfu íslensk stjórnvöld út stöðuskýrslu um framgang heimsmarkmiðanna og landrýniskýrslan byggir að verulegu leyti á henni. Mælst er til þess að ríki skili að minnsta kosti þrisvar sinnum til Sameinuðu þjóðanna landrýniskýrslum á gildistíma heimsmarkmiðanna. Samkvæmt nýrri evrópskri skýrslu um framgang heimsmarkmiðanna hafa Evrópusambandsríkin náð mestum árangri í því að ná þriðja heimsmarkmiðinu um heilsu og vellíðan. Árangurinn er líka góður í ákveðnum þáttum fyrsta heimsmarkmiðsins um að draga úr fátækt, auk þess sem vel miðar með ellefta heimsmarkmiðið um sjálfbærar borgir og samfélög. Þá hefur bætt efnahagsástand innan ESB einnig haft jákvæð áhrif á áttunda heimsmarkmiðið um góða atvinnu og hagvöxt. Í skýrslunni – frá Hagstofu Evrópusambandsins – segir að ríki Evrópu þokist almennt nokkuð áfram í því að ná heimsmarkmiðunum en árangurinn sé mismikill. Skýrslan sýnir meðal annars að velmegun, mæld í hagvexti, hafi aukist en sá vöxtur hafi orðið á kostnað umhverfisins. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent
Í gær hófst í New York árlegur ráðherrafundur um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Ísland er þar meðal 47 þjóða sem kynna landrýniskýrslur. Í skýrslunni er að finna umfjöllun um helstu áskoranir Íslands við innleiðingu markmiðanna sem dregnar eru fram í þeim tilgangi að koma auga á jaðarsetta hópa og kortleggja næstu skref í innleiðingunni. Í skýrslunni er lögð sérstök áhersla á börn – kynslóðina sem tekur við eftir að gildistími heimsmarkmiðanna hefur runnið sitt skeið. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnir skýrsluna í New York í næstu viku. Fundurinn í New York er svokallaður fundur háttsettra fulltrúa, High Level Political Forum (HLPF), þar sem ráðherrar taka þátt í umræðum í þrjá daga, 16. til 18. júlí. Þema fundarins er „Valdefling fólks, þátttaka allra og jafnrétti.“ Heimsmarkmiðin voru samþykkt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna haustið 2015. Þau tóku gildi í ársbyrjun 2016 og eiga að nást fyrir árslok 2030. Heimsmarkmiðin fylgdu í kjölfar þúsaldarmarkmiðanna sem giltu frá 2000 til 2015. Þau tóku til þróunarríkja en heimsmarkmiðin eru algild og ná til allrar heimsbyggðarinnar. Á síðasta ári gáfu íslensk stjórnvöld út stöðuskýrslu um framgang heimsmarkmiðanna og landrýniskýrslan byggir að verulegu leyti á henni. Mælst er til þess að ríki skili að minnsta kosti þrisvar sinnum til Sameinuðu þjóðanna landrýniskýrslum á gildistíma heimsmarkmiðanna. Samkvæmt nýrri evrópskri skýrslu um framgang heimsmarkmiðanna hafa Evrópusambandsríkin náð mestum árangri í því að ná þriðja heimsmarkmiðinu um heilsu og vellíðan. Árangurinn er líka góður í ákveðnum þáttum fyrsta heimsmarkmiðsins um að draga úr fátækt, auk þess sem vel miðar með ellefta heimsmarkmiðið um sjálfbærar borgir og samfélög. Þá hefur bætt efnahagsástand innan ESB einnig haft jákvæð áhrif á áttunda heimsmarkmiðið um góða atvinnu og hagvöxt. Í skýrslunni – frá Hagstofu Evrópusambandsins – segir að ríki Evrópu þokist almennt nokkuð áfram í því að ná heimsmarkmiðunum en árangurinn sé mismikill. Skýrslan sýnir meðal annars að velmegun, mæld í hagvexti, hafi aukist en sá vöxtur hafi orðið á kostnað umhverfisins. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent