Framdi ítrekuð ofbeldisbrot og greiddi ekki 220 þúsund króna leigubílakostnað Sylvía Hall skrifar 9. júlí 2019 12:59 Maðurinn játaði brot sín skýlaust. Vísir/Hanna Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær 34 ára gamlan karlmann til tólf mánaða fangelsisvistar fyrir margvísleg brot, þar á meðal líkamsárásir, brot gegn nálgunarbanni og fjársvik. Brotin áttu sér stað yfir þrettán mánaða tímabil, frá því í mars á síðasta ári til aprílmánaðar á þessu ári. Fyrsta brotið átti sér stað í lok mars á síðasta ári. Þá réðst maðurinn á föður sinn þegar hann ók bifreið í miðbæ Reykjavíkur. Kýldi hann föður sinn ítrekað í höfuð og beit í nef hans með þeim afleiðingum að faðir hans hlaut meðal annars opið sár á nefi, vagna og kjlkaliðssvæði.Réðst ítrekað á öryggisverði Í júní sama ár réðst maðurinn á öryggisvörð í verslun 10-11 í Austurstræti sem hugðist vísa honum úr versluninni. Skallaði hann öryggisvörðinn með þeim afleiðingum að hann nefbrotnaði og hlaut heilahristing. Tveimur mánuðum seinna, í ágúst árið 2018, réðst maðurinn á öryggisvörð við veitingastað í Smáralind og kýldi hann einu hnefahöggi í andlitið. Afbrot mannsins hófust svo á ný á þessu ári í apríl þegar hann réðst á kvenkyns öryggisvörð sem ætlaði að vísa manninum af svæði sem hún starfaði á. Kýldi hann hana í maga og andlit og reif í hár hennar með þeim afleiðingum að hún féll á steypta stétt. Sömu nótt braut maðurinn tvær rúður í húsnæði lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu með því að kasta steinhellu í þær.Braut gegn nálgunarbanni og greiddi ekki 220 þúsund króna leigubíl Þann 25. apríl á þessu ári braut maðurinn svo gegn nálgunarbanni þegar hann fór inn á stigagang fjölbýlishúss í Reykjavík. Manninum hefði verið bannað að koma í námunda við húsið og á svæði sem afmarkast við fimmtíu metra radíus umhverfis húsið. Aðeins fjórir dagar höfðu liðið frá því að manninum hafði verið tilkynnt um nálgunarbannið þegar hann braut gegn því. Fimm dögum fyrir brotið gegn nálgunarbanninu hafði maðurinn svikið út þjónustu leigubílstjóra. Hafði hann þegið akstur frá Keflavík til Hafnar í Hornafirði. Þegar á áfangastað var komið sagði maðurinn að þriðji aðili myndi greiða fargjaldið en gjaldið nam 220 þúsund krónum. Hafði hann sjálfur gefið upp rangt nafn og greiddi aldrei fargjaldið. Málið var höfðað með ákæru héraðssaksóknara þann 4. júní á þessu ári fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa að kvöldi 28. apríl hótað starfsmanni í afgreiðslu bráðamóttöku Landspítalans lífláti. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að brot mannsins voru ítrekuð alvarleg ofbeldisbrot. Hann játaði brot sín skýlaust fyrir dómi og samþykkti bótakröfu. Var refsing mannsins því ákveðin fangelsi í tólf mánuði sem ekki þótti unnt að binda skilorði. Dómsmál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Fleiri fréttir Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær 34 ára gamlan karlmann til tólf mánaða fangelsisvistar fyrir margvísleg brot, þar á meðal líkamsárásir, brot gegn nálgunarbanni og fjársvik. Brotin áttu sér stað yfir þrettán mánaða tímabil, frá því í mars á síðasta ári til aprílmánaðar á þessu ári. Fyrsta brotið átti sér stað í lok mars á síðasta ári. Þá réðst maðurinn á föður sinn þegar hann ók bifreið í miðbæ Reykjavíkur. Kýldi hann föður sinn ítrekað í höfuð og beit í nef hans með þeim afleiðingum að faðir hans hlaut meðal annars opið sár á nefi, vagna og kjlkaliðssvæði.Réðst ítrekað á öryggisverði Í júní sama ár réðst maðurinn á öryggisvörð í verslun 10-11 í Austurstræti sem hugðist vísa honum úr versluninni. Skallaði hann öryggisvörðinn með þeim afleiðingum að hann nefbrotnaði og hlaut heilahristing. Tveimur mánuðum seinna, í ágúst árið 2018, réðst maðurinn á öryggisvörð við veitingastað í Smáralind og kýldi hann einu hnefahöggi í andlitið. Afbrot mannsins hófust svo á ný á þessu ári í apríl þegar hann réðst á kvenkyns öryggisvörð sem ætlaði að vísa manninum af svæði sem hún starfaði á. Kýldi hann hana í maga og andlit og reif í hár hennar með þeim afleiðingum að hún féll á steypta stétt. Sömu nótt braut maðurinn tvær rúður í húsnæði lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu með því að kasta steinhellu í þær.Braut gegn nálgunarbanni og greiddi ekki 220 þúsund króna leigubíl Þann 25. apríl á þessu ári braut maðurinn svo gegn nálgunarbanni þegar hann fór inn á stigagang fjölbýlishúss í Reykjavík. Manninum hefði verið bannað að koma í námunda við húsið og á svæði sem afmarkast við fimmtíu metra radíus umhverfis húsið. Aðeins fjórir dagar höfðu liðið frá því að manninum hafði verið tilkynnt um nálgunarbannið þegar hann braut gegn því. Fimm dögum fyrir brotið gegn nálgunarbanninu hafði maðurinn svikið út þjónustu leigubílstjóra. Hafði hann þegið akstur frá Keflavík til Hafnar í Hornafirði. Þegar á áfangastað var komið sagði maðurinn að þriðji aðili myndi greiða fargjaldið en gjaldið nam 220 þúsund krónum. Hafði hann sjálfur gefið upp rangt nafn og greiddi aldrei fargjaldið. Málið var höfðað með ákæru héraðssaksóknara þann 4. júní á þessu ári fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa að kvöldi 28. apríl hótað starfsmanni í afgreiðslu bráðamóttöku Landspítalans lífláti. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að brot mannsins voru ítrekuð alvarleg ofbeldisbrot. Hann játaði brot sín skýlaust fyrir dómi og samþykkti bótakröfu. Var refsing mannsins því ákveðin fangelsi í tólf mánuði sem ekki þótti unnt að binda skilorði.
Dómsmál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Fleiri fréttir Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Sjá meira