Lífið

Umdeild stytta reist af forsetafrúnni Melania Trump

Eiður Þór Árnason skrifar
Vísir/AP
Stytta af bandarísku forsetafrúnni Melania Trump hefur nú verið afhjúpuð í heimalandi hennar Slóveníu. Styttan er unnin úr trjábol og er verk bandaríska listamannsins Brad Downey. Fréttastofa AP greinir frá þessu.

Styttan er staðsett í heimabæ hennar sem nefnist Sevnica, og er hún nokkuð umdeild meðal bæjarbúa. Styttan er klædd í bláan kjól sem svipar til þess sem Melania klæddist við innsetningarathöfn forsetans fyrir rúmum tveimur árum, og er andlit styttunnar í anda slóvenskar listhefðar.

Myndir af styttunni eru einnig til sýnis á listsýningu í Ljubljana, höfuðborg Slóveníu.

Forsetafrúin sem hét áður Melanija Knaus, breytti nafni sínu í Melania Knauss þegar hún hóf fyrirsætuferill sinn. Hún flutti til New York borgar árið 1996 og kynntist Donald Trump tveimur árum síðar.

Melania er sjálf nokkuð umdeild í Slóveníu og hefur til að mynda verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki nýtt sér stöðu sína til að vekja meiri athygli á heimalandinu. Hún hefur ekki komið í opinbera heimsókn þangað eftir að eiginmaður hennar var settur í embætti forseta Bandaríkjanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.