Vestmannaeyjar fagna hundrað ára afmæli kaupstaðarréttinda Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. júlí 2019 12:45 Vestmannaeyjar fagna hundrað ára afmæli kaupstaðarréttinda Fréttablaðið/Óskar P. Sigurðsson Vestmannaeyjar fagna hundrað ára afmæli kaupstaðarréttinda með hátíðarhöldum um helgina. Goslokahátíð fer nú fram og er hátíðin ríflegri en áður í tilefni afmælisins. Fyrstu helgina í júlí fer Goslokahátíð fram í Vestmannaeyjum ár hvert. Um er að ræða bæjarhátíð þar sem endalokum eldgossins á Heimaey 1973 er fagnað. „Þetta er náttúrulega þakkargjörðarhátíð fyrst og fremst. Við þökkum fyrir hversu vel gekk að rýma eyjuna og svo uppbyggingin öll. Baráttuþrekið sem fólk hafði. Stór hluti heimamanna flutti aftur heim og við erum í rauninni að þakka fyrri hversu vel þetta gekk allt saman,“ sagði Sigurhanna Friðþórsdóttir, meðlimur Goslokanefndar. Á árinu fagna Vestmanneyjar hundrað ára afmæli kaupstaðarréttinda. Eiginlegur afmælishátíðardagur var í gær og fögnuðu Eyjamenn afmælinu með því að bjóða heimamönnum og gestum upp á tónleika. „Það voru haldnir sérstakir stórtónleikar í gær þar sem öllum var boðinn aðgangur. Þeir voru bæði klukkan 18 og 21 í gærkvöldi. Um ellefu hundruð manns á hvorum tónleikum fyrir sig í íþróttahúsinu og þetta var frábært allt saman,“ sagði Sigurhanna. Í dag verður boðið upp á göngu á Heimaklett með leiðsögn. ÍBV mun svo taka á móti KR auk þess sem boðið verður upp á hinar ýmsu sýningar, sundlaugadiskó með Ingó veðurguði og margt fleira. „Það er frábær stemning, veðrið algjörlega leikur við okkur. Það er heiðskýrt og fjórtán stiga hiti síðast þegar ég skoðaði og nánast logn sem Vestmannaeyjar eru ekki þekktar fyrir þannig við gætum ekki beðið um neitt betra,“ sagði Sigurhanna. Vestmannaeyjar Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Sjá meira
Vestmannaeyjar fagna hundrað ára afmæli kaupstaðarréttinda með hátíðarhöldum um helgina. Goslokahátíð fer nú fram og er hátíðin ríflegri en áður í tilefni afmælisins. Fyrstu helgina í júlí fer Goslokahátíð fram í Vestmannaeyjum ár hvert. Um er að ræða bæjarhátíð þar sem endalokum eldgossins á Heimaey 1973 er fagnað. „Þetta er náttúrulega þakkargjörðarhátíð fyrst og fremst. Við þökkum fyrir hversu vel gekk að rýma eyjuna og svo uppbyggingin öll. Baráttuþrekið sem fólk hafði. Stór hluti heimamanna flutti aftur heim og við erum í rauninni að þakka fyrri hversu vel þetta gekk allt saman,“ sagði Sigurhanna Friðþórsdóttir, meðlimur Goslokanefndar. Á árinu fagna Vestmanneyjar hundrað ára afmæli kaupstaðarréttinda. Eiginlegur afmælishátíðardagur var í gær og fögnuðu Eyjamenn afmælinu með því að bjóða heimamönnum og gestum upp á tónleika. „Það voru haldnir sérstakir stórtónleikar í gær þar sem öllum var boðinn aðgangur. Þeir voru bæði klukkan 18 og 21 í gærkvöldi. Um ellefu hundruð manns á hvorum tónleikum fyrir sig í íþróttahúsinu og þetta var frábært allt saman,“ sagði Sigurhanna. Í dag verður boðið upp á göngu á Heimaklett með leiðsögn. ÍBV mun svo taka á móti KR auk þess sem boðið verður upp á hinar ýmsu sýningar, sundlaugadiskó með Ingó veðurguði og margt fleira. „Það er frábær stemning, veðrið algjörlega leikur við okkur. Það er heiðskýrt og fjórtán stiga hiti síðast þegar ég skoðaði og nánast logn sem Vestmannaeyjar eru ekki þekktar fyrir þannig við gætum ekki beðið um neitt betra,“ sagði Sigurhanna.
Vestmannaeyjar Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Sjá meira