Blaðamaður Moggans þverneitar að tjá sig um nýfallinn siðanefndardóm Jakob Bjarnar skrifar 5. júlí 2019 13:50 Davíð Oddsson er ritstjóri Morgublaðsins en þetta er í fyrsta skipti frá því árið 1966 sem Mogginn telst brotlegur við siðareglur BÍ. Vísir „Já, ég veit af hverju þú ert að hringja. Nó komment,“ sagði Baldur Arnarsson blaðamaður á Morgunblaðinu og skellti á við svo búið. Nú rétt í þessu var verið að birta úrskurð siðanefndar Blaðamannafélags Íslands þar sem fram kemur að Baldur hafi verið dæmdur brotlegur við siðareglur Blaðamannafélags Íslands. Brotið er talið ámælisvert.Sögulegur úrskurður Úrskurðurinn er sögulegur því þetta mun vera fyrsta mál sem kemur fyrir siðanefndina í áratugi, þar sem Mogginn telst vera brotlegur við siðareglur BÍ, eða allt frá árinu 1966. Klögumál hafa komið upp vegna nafnlausra skrifa í dálkinn Velvakanda en þau voru utan lögsögu siðanefndar, eru samkvæmt siðareglum viðhorfspistill en í siðareglum er gerður skýr greinarmunur á slíkum pistlum og fréttaskrifum. Þetta mál er því hið eina úrskurðaða brot Moggans í 53 ár.Auðun Freyr segist hafa verið hundeltur og sérstaklega hafi vinnubrögð Moggans verið slæm. Siðanefnd tekur undir með þeim sjónarmiðum sem hann setur fram.Kærandi er Auðun Freyr Ingvarsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Félagsbústaða. Vísir ræddi við Auðun í gær en þá hafði hann ekki fengið niðurstöðuna í hendur. En, sagði umfjöllun um sig og Félagsbústaði hafa verið með ólíkindum Hann hafi ákveðið að axla ábyrgð og segja upp störfum en verið hundeltur. Auðun Freyr sagði þetta einstaklega óvönduð umfjöllun, sérstaklega Morgunblaðsins. En hér getur að líta frétt sem fór fyrir brjóst Auðuns. Auðun kærði því Baldur og ritstjórn Morgunblaðsins til siðanefndar. Hann sagði í yfirlýsingu:„Rétt er að fram komi að í tengslum við fyrri umfjöllun hef ég kært blaðamanninn sem skrifaði ofangreinda frétt og ritstjórn Morgunblaðsins til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands fyrir brot á siðareglum blaðamanna. Mér fannst það því mjög óviðeigandi þegar umræddur blaðamaður hafði við mig í sambandi við vinnslu fréttarinnar og óskaði eftir viðtali síðastliðinn fimmtudag. Ég hafnaði því að sjálfsögðu enda mál mitt gegn honum og ritstjórn blaðsins enn í ferli hjá siðanefnd Blaðamannafélags Íslands. Ég hvatti hann hins vegar til að birta innsenda grein sem ég sendi blaðinu fyrir um tveimur mánuðum síðan í tilefni fyrri skrifa hans og sat þar óbirt. Einnig hvatti ég hann til að birta yfirlýsingu starfsfólks Félagsbústaða sem send var Morgunblaðinu um svipað leyti, en situr þar enn óbirt. Ég kýs að tjá mig ekki frekar um þessi mál að sinni en fagna því að hægt sé að kæra aðför af því tagi sem hér um ræðir til óháðs aðila og hlakka til að sjá niðurstöðu siðanefndar.“Ekki brugðist við réttmætri kvörtunÍ úrskurði siðanefndar er fallist á kvartanir Auðuns Freys. Og segir meðal annars í úrskurði að blaðamaður hafi ekki vandað upplýsingaöflun sína og ekki sýnt fyllstu tillitssemi í vandasömu máli. Er þar vísað til umdeildrar 3. greinar siðareglna, en flest mál sem kærð eru til siðanefndar grundvallast á henni. En, í niðurlagi segir: „Ritstjórn Morgunblaðsins brást ekki við réttmætri kvörtun kæranda, þegar hann vakti athygli hennar á því að blaðamaður hefði ekki haft samband við hann við vinnslu fréttarinnar, með því að gera strax grein fyrir sjónarmiðum kæranda í blaðinu eða birta grein þá sem hann óskaði eftir að birt yrði.“ Fjölmiðlar Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Sjá meira
„Já, ég veit af hverju þú ert að hringja. Nó komment,“ sagði Baldur Arnarsson blaðamaður á Morgunblaðinu og skellti á við svo búið. Nú rétt í þessu var verið að birta úrskurð siðanefndar Blaðamannafélags Íslands þar sem fram kemur að Baldur hafi verið dæmdur brotlegur við siðareglur Blaðamannafélags Íslands. Brotið er talið ámælisvert.Sögulegur úrskurður Úrskurðurinn er sögulegur því þetta mun vera fyrsta mál sem kemur fyrir siðanefndina í áratugi, þar sem Mogginn telst vera brotlegur við siðareglur BÍ, eða allt frá árinu 1966. Klögumál hafa komið upp vegna nafnlausra skrifa í dálkinn Velvakanda en þau voru utan lögsögu siðanefndar, eru samkvæmt siðareglum viðhorfspistill en í siðareglum er gerður skýr greinarmunur á slíkum pistlum og fréttaskrifum. Þetta mál er því hið eina úrskurðaða brot Moggans í 53 ár.Auðun Freyr segist hafa verið hundeltur og sérstaklega hafi vinnubrögð Moggans verið slæm. Siðanefnd tekur undir með þeim sjónarmiðum sem hann setur fram.Kærandi er Auðun Freyr Ingvarsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Félagsbústaða. Vísir ræddi við Auðun í gær en þá hafði hann ekki fengið niðurstöðuna í hendur. En, sagði umfjöllun um sig og Félagsbústaði hafa verið með ólíkindum Hann hafi ákveðið að axla ábyrgð og segja upp störfum en verið hundeltur. Auðun Freyr sagði þetta einstaklega óvönduð umfjöllun, sérstaklega Morgunblaðsins. En hér getur að líta frétt sem fór fyrir brjóst Auðuns. Auðun kærði því Baldur og ritstjórn Morgunblaðsins til siðanefndar. Hann sagði í yfirlýsingu:„Rétt er að fram komi að í tengslum við fyrri umfjöllun hef ég kært blaðamanninn sem skrifaði ofangreinda frétt og ritstjórn Morgunblaðsins til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands fyrir brot á siðareglum blaðamanna. Mér fannst það því mjög óviðeigandi þegar umræddur blaðamaður hafði við mig í sambandi við vinnslu fréttarinnar og óskaði eftir viðtali síðastliðinn fimmtudag. Ég hafnaði því að sjálfsögðu enda mál mitt gegn honum og ritstjórn blaðsins enn í ferli hjá siðanefnd Blaðamannafélags Íslands. Ég hvatti hann hins vegar til að birta innsenda grein sem ég sendi blaðinu fyrir um tveimur mánuðum síðan í tilefni fyrri skrifa hans og sat þar óbirt. Einnig hvatti ég hann til að birta yfirlýsingu starfsfólks Félagsbústaða sem send var Morgunblaðinu um svipað leyti, en situr þar enn óbirt. Ég kýs að tjá mig ekki frekar um þessi mál að sinni en fagna því að hægt sé að kæra aðför af því tagi sem hér um ræðir til óháðs aðila og hlakka til að sjá niðurstöðu siðanefndar.“Ekki brugðist við réttmætri kvörtunÍ úrskurði siðanefndar er fallist á kvartanir Auðuns Freys. Og segir meðal annars í úrskurði að blaðamaður hafi ekki vandað upplýsingaöflun sína og ekki sýnt fyllstu tillitssemi í vandasömu máli. Er þar vísað til umdeildrar 3. greinar siðareglna, en flest mál sem kærð eru til siðanefndar grundvallast á henni. En, í niðurlagi segir: „Ritstjórn Morgunblaðsins brást ekki við réttmætri kvörtun kæranda, þegar hann vakti athygli hennar á því að blaðamaður hefði ekki haft samband við hann við vinnslu fréttarinnar, með því að gera strax grein fyrir sjónarmiðum kæranda í blaðinu eða birta grein þá sem hann óskaði eftir að birt yrði.“
Fjölmiðlar Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Sjá meira