Tiger fékk bikarinn í pósti Hjörvar Ólafsson skrifar 4. júlí 2019 11:00 Tiger Woods með verðlaunagripinn fyrir Masters. Getty/David Cannon Kylfingurinn Tiger Woods bar sigur úr býtum á Masters um miðjan apríl fyrr á þessu ári. Hann fór í frí eftir sigurinn á Masters-mótinu og hefur því verið fjarverandi frá heimili sínu í nokkrar vikur og fékk svo óvæntan glaðning sendan á heimili sitt í Flórída. Þar hafði hann fengið verðlaunagripinn fyrir sigurinn á Masters-mótinu sem hann vann fyrir þremur mánuðum. Tiger greindi frá þessu á Instagram-síðu sinni. „Þegar ég kom heim sá ég að það beið mín pakki. Held að ég geti klárlega fundið stað fyrir þennan fallega grip. Takk kærlega fyrir stuðninginn og kveðjurnar kæru vinir,“ skrifar Tiger við myndina af verðlaunagripnum. Tiger sem hefur unnið 15 risamót á ferlinum batt enda á tíu ára bið sína eftir sigri á risamóti þegar hann fór með sigur af hólmi á Masters. Þetta var í fimmta skipti sem Tiger vinnur Masters-mótið og í fyrsta skipti síðan árið 2005. Þar með á hann fimm verðlaunagripi frá mótinu sem eru eftirlíking af klúbbhúsinu sem stendur við Augusta National-völlinn. Birtist í Fréttablaðinu Golf Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Kylfingurinn Tiger Woods bar sigur úr býtum á Masters um miðjan apríl fyrr á þessu ári. Hann fór í frí eftir sigurinn á Masters-mótinu og hefur því verið fjarverandi frá heimili sínu í nokkrar vikur og fékk svo óvæntan glaðning sendan á heimili sitt í Flórída. Þar hafði hann fengið verðlaunagripinn fyrir sigurinn á Masters-mótinu sem hann vann fyrir þremur mánuðum. Tiger greindi frá þessu á Instagram-síðu sinni. „Þegar ég kom heim sá ég að það beið mín pakki. Held að ég geti klárlega fundið stað fyrir þennan fallega grip. Takk kærlega fyrir stuðninginn og kveðjurnar kæru vinir,“ skrifar Tiger við myndina af verðlaunagripnum. Tiger sem hefur unnið 15 risamót á ferlinum batt enda á tíu ára bið sína eftir sigri á risamóti þegar hann fór með sigur af hólmi á Masters. Þetta var í fimmta skipti sem Tiger vinnur Masters-mótið og í fyrsta skipti síðan árið 2005. Þar með á hann fimm verðlaunagripi frá mótinu sem eru eftirlíking af klúbbhúsinu sem stendur við Augusta National-völlinn.
Birtist í Fréttablaðinu Golf Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira