Tvær ljósmyndir Þorbjörg Gunnlaugsdóttir skrifar 4. júlí 2019 07:00 Þrátt fyrir að tugir milljóna manna séu á flótta í heiminum eru það sögur einstaklinga sem snerta okkur mest. Ljósmyndin af Oscar Alberto og Valeriu tæplega 2 ára þar sem þau liggja á grúfu, hún með hönd um háls föður síns, birti sannleika sem við þekkjum en sjáum sjaldan. Þau drukknuðu á leið yfir Rio Grande og komust aldrei til Bandaríkjanna. Myndin birti miskunnarlausa stefnu Bandaríkjanna. Á sama tíma eru sagðar fréttir af börnum sem leita skjóls á Íslandi. Síðast saga föður með synina Mahdi og Ali, 8 og 10 ára. Önnur saga sem við höfum heyrt er af stúlkunni Zainab í Hagaskóla sem er hætt að brosa eftir að hafa verið tilkynnt að hér fái hún ekki skjól. Nemendur Hagaskóla hafa staðið með henni og mótmælt brottvísun hennar og fjölskyldu hennar til Grikklands. Allir sem vilja vita þekkja hvaða veruleiki bíður þeirra þar. Fréttaflutningurinn hefur verið af sorglegum sögum barna sem leita skjóls á Íslandi og af ákvörðunum Útlendingastofnunar. Ábyrgðin er hins vegar stjórnvalda. Það er pólitísk stefna stjórnvalda að koma svona fram við börn og ekkert sem skyldar stjórnvöld til þess. Útlendingastofnun ber ekki ein þá ábyrgð frekar en bandarískir landamæraverðir bera ábyrgð á pólitík Trumps. Ljósmyndin af litlum strák á Barnaspítalanum þar sem hann situr á stól með hendur í skauti sér og bíður þess að bróðir hans fái læknisaðstoð segir ekki aðeins sorglega sögu þessara bræðra heldur sorglega sögu af stefnu íslenskra stjórnvalda. Bróðirinn er svo alvarlega þjakaður af kvíða að ekki þykir á hann leggjandi að vísa honum til Grikklands alveg strax. Um leið og hann þykir ferðafær verður honum vísað úr landi. Það er ljósmyndin frá Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Þrátt fyrir að tugir milljóna manna séu á flótta í heiminum eru það sögur einstaklinga sem snerta okkur mest. Ljósmyndin af Oscar Alberto og Valeriu tæplega 2 ára þar sem þau liggja á grúfu, hún með hönd um háls föður síns, birti sannleika sem við þekkjum en sjáum sjaldan. Þau drukknuðu á leið yfir Rio Grande og komust aldrei til Bandaríkjanna. Myndin birti miskunnarlausa stefnu Bandaríkjanna. Á sama tíma eru sagðar fréttir af börnum sem leita skjóls á Íslandi. Síðast saga föður með synina Mahdi og Ali, 8 og 10 ára. Önnur saga sem við höfum heyrt er af stúlkunni Zainab í Hagaskóla sem er hætt að brosa eftir að hafa verið tilkynnt að hér fái hún ekki skjól. Nemendur Hagaskóla hafa staðið með henni og mótmælt brottvísun hennar og fjölskyldu hennar til Grikklands. Allir sem vilja vita þekkja hvaða veruleiki bíður þeirra þar. Fréttaflutningurinn hefur verið af sorglegum sögum barna sem leita skjóls á Íslandi og af ákvörðunum Útlendingastofnunar. Ábyrgðin er hins vegar stjórnvalda. Það er pólitísk stefna stjórnvalda að koma svona fram við börn og ekkert sem skyldar stjórnvöld til þess. Útlendingastofnun ber ekki ein þá ábyrgð frekar en bandarískir landamæraverðir bera ábyrgð á pólitík Trumps. Ljósmyndin af litlum strák á Barnaspítalanum þar sem hann situr á stól með hendur í skauti sér og bíður þess að bróðir hans fái læknisaðstoð segir ekki aðeins sorglega sögu þessara bræðra heldur sorglega sögu af stefnu íslenskra stjórnvalda. Bróðirinn er svo alvarlega þjakaður af kvíða að ekki þykir á hann leggjandi að vísa honum til Grikklands alveg strax. Um leið og hann þykir ferðafær verður honum vísað úr landi. Það er ljósmyndin frá Íslandi.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun