Mikill munur á markasóknum tveggja bestu liðanna í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2019 15:30 Margrét Lára Viðarsdóttir og félagar hennar í Val halda boltanum lengi áður en þær skora mörkin sín. vísir/bára Valskonur hafa verið með boltann í næstum því mínútu að meðaltali í markasóknum sínum í Pepsi Max deildinni í sumar. Valur og Breiðablik mætast í kvöld í uppgjör tveggja efstu liða Pepsi Max deild kvenna í fótbolta. Bæði liðin eru með fullt hús stiga og það er því ljóst að það breytist í kvöld. Leikurinn fer fram á Valsvellinum og hefst klukkan 19.15 en hann verður einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Instat hefur tekið saman ítarlega tölfræði um Pepsi Max deild kvenna í sumar og þar kemur ýmislegt fróðlegt í ljós. Það er sem dæmi mjög athyglisvert að bera saman sóknir Vals og Breiðabliks sem eru þau lið sem hafa skorað flest mörk í deildinni í sumar. Valskonur taka sér þannig mjög góðan tíma í sóknirnar sem skila liðinu marki. Sóknir sem enda með marki hjá Val eru að meðaltali 54,2 sekúndur að lengd. Sóknir Blika sem skilað hafa marki eru á sama tíma aðeins 19,9 sekúndur að lengd. Hér munar því rúmlega 34 sekúndum. Valskonur hafa að meðaltali náð 13,4 sendingum áður en þær skora í sumar en Blikar eru með 6,3 sendingar að meðaltali áður en þær skora mörkin sín. Á þessu sést að Valsliðið er oft lengi með boltann áður en þær skora mörkin sín en það má búast við því að bæði lið þurfti einmitt að sýna þolinmæði til að opna varnir andstæðinganna í leiknum í kvöld.Lið sem hafa verið lengst með boltann áður en þau skora í Pepsi Max deild kvenna 2019:(Tölur frá Instat) 1. Valur 54,2 sekúndur 2. Þór/KA 21,1 sekúnda 3. Breiðablik 19,9 sekúndur 4. Selfoss 17,4 sekúndur 5. Keflavík 15,0 sekúndur 6. ÍBV 12,5 sekúndur 7. KR 10,1 sekúnda 8. Fylkir 8,5 sekúndur 9. Stjarnan 7,2 sekúndur 10. HK/Víkingur 5,1 sekúnda Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 2-0 | Sjáðu mörkin Íslenski boltinn England með sigur á Skotlandi í fyrsta leik Fótbolti Björgvini Páli og Aroni Rafni skipt út Handbolti Brosandi Öskubuskan vann óvæntan sigur á Opna breska Golf Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn Van Gerwen örugglega áfram Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Valskonur hafa verið með boltann í næstum því mínútu að meðaltali í markasóknum sínum í Pepsi Max deildinni í sumar. Valur og Breiðablik mætast í kvöld í uppgjör tveggja efstu liða Pepsi Max deild kvenna í fótbolta. Bæði liðin eru með fullt hús stiga og það er því ljóst að það breytist í kvöld. Leikurinn fer fram á Valsvellinum og hefst klukkan 19.15 en hann verður einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Instat hefur tekið saman ítarlega tölfræði um Pepsi Max deild kvenna í sumar og þar kemur ýmislegt fróðlegt í ljós. Það er sem dæmi mjög athyglisvert að bera saman sóknir Vals og Breiðabliks sem eru þau lið sem hafa skorað flest mörk í deildinni í sumar. Valskonur taka sér þannig mjög góðan tíma í sóknirnar sem skila liðinu marki. Sóknir sem enda með marki hjá Val eru að meðaltali 54,2 sekúndur að lengd. Sóknir Blika sem skilað hafa marki eru á sama tíma aðeins 19,9 sekúndur að lengd. Hér munar því rúmlega 34 sekúndum. Valskonur hafa að meðaltali náð 13,4 sendingum áður en þær skora í sumar en Blikar eru með 6,3 sendingar að meðaltali áður en þær skora mörkin sín. Á þessu sést að Valsliðið er oft lengi með boltann áður en þær skora mörkin sín en það má búast við því að bæði lið þurfti einmitt að sýna þolinmæði til að opna varnir andstæðinganna í leiknum í kvöld.Lið sem hafa verið lengst með boltann áður en þau skora í Pepsi Max deild kvenna 2019:(Tölur frá Instat) 1. Valur 54,2 sekúndur 2. Þór/KA 21,1 sekúnda 3. Breiðablik 19,9 sekúndur 4. Selfoss 17,4 sekúndur 5. Keflavík 15,0 sekúndur 6. ÍBV 12,5 sekúndur 7. KR 10,1 sekúnda 8. Fylkir 8,5 sekúndur 9. Stjarnan 7,2 sekúndur 10. HK/Víkingur 5,1 sekúnda
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 2-0 | Sjáðu mörkin Íslenski boltinn England með sigur á Skotlandi í fyrsta leik Fótbolti Björgvini Páli og Aroni Rafni skipt út Handbolti Brosandi Öskubuskan vann óvæntan sigur á Opna breska Golf Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn Van Gerwen örugglega áfram Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn