Stjarna bandaríska liðsins á HM var bara klappstýra í gær: Ætlar að ná úrslitaleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2019 13:30 Megan Rapinoe fagnar hér í leikslok með liðsfélögum sínum. Getty/Jean Catuffe Bandaríska kvennalandsliðið í fótbolta en komið í enn einn úrslitaleikinn á heimsmeistaramóti eftir 2-1 sigur á Englandi í gær. Bandarísku stelpurnar unnu leikinn þrátt fyrir að leika án stærstu stjörnu liðsins. Það kom mörgum í opna skjöldu þegar hin litíka Megan Rapinoe var ekki í byrjunarliði bandaríska landsliðsins á móti Englandi í gær. Sjónvarpsvélarnar voru mikið á Megan Rapinoe sem tók ekki þátt í upphitun liðsins að öðru leyti nema að hvetja sínar stelpur áfram. Megan Rapinoe hafði skorað öll fjögur mörk bandaríska liðsins í sigrinum á Spáni og Frakklandi í útsláttarkeppninni. Þrátt fyrir mikilvægi hennar ætlaði þjálfarinn Jill Ellis ekki að taka neina áhættu með hana.Megan Rapinoe missed the semis with a minor hamstring strain, but she feels confident she can go in the final. pic.twitter.com/fisnuu9NIa — espnW (@espnW) July 2, 2019Rapinoe hafði tognað aftan í læri í leiknum á undan en Jill Ellis talaði um eftir leikinn í gær að þetta væri lítil tognun. Megan Rapinoe gerði líka sjálf lítið úr meiðslunum og hún ætlar sér að ná úrslitaleiknum á sunnudaginn. Þar mæta þær bandarísku annaðhvort Hollandi eða Svíþjóð sem spila seinni undanúrslitaleikinn í kvöld. „Þetta er varla tognun en ég gat samt ekki spilað þennan leik. Læknaliðið hélt að ég gæti ekki haldið þetta út. Við höfum verið að tala um breiddina okkar í mánuð eftir mánuð og gegnum allt þetta heimsmeistaramót. Við sýndum hana í kvöld,“ sagði Megan Rapinoe eftir leikinn. „Við töldum að þetta væri besta leiðin, ekki aðeins fyrir mig sjálfa heldur einnig fyrir liðið,“ sagði Megan Rapinoe sem var því klappstýra í þessum spennandi leik. Hún var síðan allt í öllu í fagnaðarlátunum eftir leikinn.Megan Rapinoe had "minor hamstring strain," expecting to be ready to go for World Cup Final on Sunday, per @GrantWahlpic.twitter.com/xtR8hMa9sP — Bleacher Report (@BleacherReport) July 2, 2019Megan Rapinoe tognaði í leiknum á móti Frakklandi en fór ekki alveg strax út af vellinum. Hún hefur skorað fimm mörk í fjórum leikjum í keppninni. „Ég býst við því að vera orðin góð í úrslitaleiknum og klár í slaginn. Þetta er að lagast hjá mér,“ sagði Megan Rapinoe. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys Sjá meira
Bandaríska kvennalandsliðið í fótbolta en komið í enn einn úrslitaleikinn á heimsmeistaramóti eftir 2-1 sigur á Englandi í gær. Bandarísku stelpurnar unnu leikinn þrátt fyrir að leika án stærstu stjörnu liðsins. Það kom mörgum í opna skjöldu þegar hin litíka Megan Rapinoe var ekki í byrjunarliði bandaríska landsliðsins á móti Englandi í gær. Sjónvarpsvélarnar voru mikið á Megan Rapinoe sem tók ekki þátt í upphitun liðsins að öðru leyti nema að hvetja sínar stelpur áfram. Megan Rapinoe hafði skorað öll fjögur mörk bandaríska liðsins í sigrinum á Spáni og Frakklandi í útsláttarkeppninni. Þrátt fyrir mikilvægi hennar ætlaði þjálfarinn Jill Ellis ekki að taka neina áhættu með hana.Megan Rapinoe missed the semis with a minor hamstring strain, but she feels confident she can go in the final. pic.twitter.com/fisnuu9NIa — espnW (@espnW) July 2, 2019Rapinoe hafði tognað aftan í læri í leiknum á undan en Jill Ellis talaði um eftir leikinn í gær að þetta væri lítil tognun. Megan Rapinoe gerði líka sjálf lítið úr meiðslunum og hún ætlar sér að ná úrslitaleiknum á sunnudaginn. Þar mæta þær bandarísku annaðhvort Hollandi eða Svíþjóð sem spila seinni undanúrslitaleikinn í kvöld. „Þetta er varla tognun en ég gat samt ekki spilað þennan leik. Læknaliðið hélt að ég gæti ekki haldið þetta út. Við höfum verið að tala um breiddina okkar í mánuð eftir mánuð og gegnum allt þetta heimsmeistaramót. Við sýndum hana í kvöld,“ sagði Megan Rapinoe eftir leikinn. „Við töldum að þetta væri besta leiðin, ekki aðeins fyrir mig sjálfa heldur einnig fyrir liðið,“ sagði Megan Rapinoe sem var því klappstýra í þessum spennandi leik. Hún var síðan allt í öllu í fagnaðarlátunum eftir leikinn.Megan Rapinoe had "minor hamstring strain," expecting to be ready to go for World Cup Final on Sunday, per @GrantWahlpic.twitter.com/xtR8hMa9sP — Bleacher Report (@BleacherReport) July 2, 2019Megan Rapinoe tognaði í leiknum á móti Frakklandi en fór ekki alveg strax út af vellinum. Hún hefur skorað fimm mörk í fjórum leikjum í keppninni. „Ég býst við því að vera orðin góð í úrslitaleiknum og klár í slaginn. Þetta er að lagast hjá mér,“ sagði Megan Rapinoe.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys Sjá meira