Telur pylsuvagnsmálið vera á misskilningi byggt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júlí 2019 21:33 Enginn pylsuvagn mun rísa fyrir utan Sundhöllina, í það minnsta ekki í bili. Fréttablaðið/Anton Brink Magnús Már Kristinsson, annar þeirra sem hugðist koma upp pylsuvagni fyrir utan Sundhöll Reykjavíkur, furðar sig á ákvörðun menningar- íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur um að leggjast gegn því að pylsuvagninn fái að rísa. Segist hann telja málið vera byggt á misskilningi. Eins og greint var frá í morgun lagðist ráðið gegn því að komið verði upp pylsuvagni við Sundhöll Reykjavíkur við Barónsstíg. Á fundi ráðsins í síðustu viku var lagt fram minnisblað umhverfis- og skipulagssviðs frá 16. maí vegna umsóknar um aðstöðu fyrir pylsuvagn fyrir framan Sundhöllina. Benti ráðið á að í nágrenni sundlaugarinnar væru „allmörg kaffihús, veitingastaðir og skyndibitastaðir.“ Magnús Már segir ákvörðunina koma sér á óvart. „Ég verð bara að segja að ég er frekar hissa að þetta skuli hafa verið ákveðið vegna þess að það eru nú matarvagnar fyrir utan margar af vinsælustu sundlaugum Reykjavíkur,“ segir Magnús í samtali við fréttastofu og bætir við að ástæðan sem ráðið gefur upp sé fjöldi matsölustaða í nágrenni við Sundhöllina.Magnús Már Kristinsson.Aðsend„Það er kannski ekki alveg það sem fólk er að leita að þegar það er búið í sundi,“ segir Magnús og vísar til þeirra matsölustaða í grennd við Sundhöllina sem ráðið bendir á. Hann segir fljótlegan og vinsælan skyndibita hafa verið hugsunina sem lá að baki fyrirhugaðrar komu vagnsins fyrir utan þessa vinsælu sundlaug. Magnús segist viss um að málið sé byggt á misskilningi sem unnt sé að greiða úr. Hann hafi verið í sambandi við ÍTR í dag og telur sjálfur að hægt verði að finna farsæla lausn á málinu. Ef ekki, þá muni vagninn rísa annars staðar en fyrir utan Sundhöll Reykjavíkur. Þó er óljóst hvar það yrði að svo stöddu. „Okkur finnst þetta vera hentugasti staðurinn í Reykjavík núna. Ég fer þarna oft sjálfur í sund og var meira að segja að vinna þarna fyrir svolitlu síðan. Þá var aðallega spurt hvort það væri einhver snöggur skyndibiti í boði,“ segir Magnús, enda ljóst að margir kjósa að næla sér í pylsu eða tvær að góðri sundferð lokinni. Sundgestir Hallarinnar verða þó að gera sér að góðu þá ofgnótt veitingastaða í grennd við laugina sem ekki eru pylsuvagnar, í það minnsta um sinn. Matur Reykjavík Sundlaugar Veitingastaðir Tengdar fréttir Vilja ekki pylsur við Sundhöllina Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur leggst gegn því að komið verði upp pylsuvagni við Sundhöll Reykjavíkur við Barónsstíg. 2. júlí 2019 06:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Magnús Már Kristinsson, annar þeirra sem hugðist koma upp pylsuvagni fyrir utan Sundhöll Reykjavíkur, furðar sig á ákvörðun menningar- íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur um að leggjast gegn því að pylsuvagninn fái að rísa. Segist hann telja málið vera byggt á misskilningi. Eins og greint var frá í morgun lagðist ráðið gegn því að komið verði upp pylsuvagni við Sundhöll Reykjavíkur við Barónsstíg. Á fundi ráðsins í síðustu viku var lagt fram minnisblað umhverfis- og skipulagssviðs frá 16. maí vegna umsóknar um aðstöðu fyrir pylsuvagn fyrir framan Sundhöllina. Benti ráðið á að í nágrenni sundlaugarinnar væru „allmörg kaffihús, veitingastaðir og skyndibitastaðir.“ Magnús Már segir ákvörðunina koma sér á óvart. „Ég verð bara að segja að ég er frekar hissa að þetta skuli hafa verið ákveðið vegna þess að það eru nú matarvagnar fyrir utan margar af vinsælustu sundlaugum Reykjavíkur,“ segir Magnús í samtali við fréttastofu og bætir við að ástæðan sem ráðið gefur upp sé fjöldi matsölustaða í nágrenni við Sundhöllina.Magnús Már Kristinsson.Aðsend„Það er kannski ekki alveg það sem fólk er að leita að þegar það er búið í sundi,“ segir Magnús og vísar til þeirra matsölustaða í grennd við Sundhöllina sem ráðið bendir á. Hann segir fljótlegan og vinsælan skyndibita hafa verið hugsunina sem lá að baki fyrirhugaðrar komu vagnsins fyrir utan þessa vinsælu sundlaug. Magnús segist viss um að málið sé byggt á misskilningi sem unnt sé að greiða úr. Hann hafi verið í sambandi við ÍTR í dag og telur sjálfur að hægt verði að finna farsæla lausn á málinu. Ef ekki, þá muni vagninn rísa annars staðar en fyrir utan Sundhöll Reykjavíkur. Þó er óljóst hvar það yrði að svo stöddu. „Okkur finnst þetta vera hentugasti staðurinn í Reykjavík núna. Ég fer þarna oft sjálfur í sund og var meira að segja að vinna þarna fyrir svolitlu síðan. Þá var aðallega spurt hvort það væri einhver snöggur skyndibiti í boði,“ segir Magnús, enda ljóst að margir kjósa að næla sér í pylsu eða tvær að góðri sundferð lokinni. Sundgestir Hallarinnar verða þó að gera sér að góðu þá ofgnótt veitingastaða í grennd við laugina sem ekki eru pylsuvagnar, í það minnsta um sinn.
Matur Reykjavík Sundlaugar Veitingastaðir Tengdar fréttir Vilja ekki pylsur við Sundhöllina Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur leggst gegn því að komið verði upp pylsuvagni við Sundhöll Reykjavíkur við Barónsstíg. 2. júlí 2019 06:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Vilja ekki pylsur við Sundhöllina Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur leggst gegn því að komið verði upp pylsuvagni við Sundhöll Reykjavíkur við Barónsstíg. 2. júlí 2019 06:15